Börn og menning - 01.10.2002, Side 30
28
Börn og menning
Kristín Helga Gunnarsdóttir
ur s
11
iðju höffundar
Á vordögum fyrir svo sem tveimur árum fékk
einkasystir mín skelfilega kviðverki. í Ijós kom
að hún var með gallsteina sem gerðu henni
lífið svona leitt. Til allrar guðs lukku fékk hún
fljótlega bót meina sinna. Gallsteinarnir voru
fjarlægðir á sjúkrahúsi. Hún varð aftur stál-
slegin og fékk blóm og konfekt í tilefni af
betri líðan.
En hvað gerðirðu við gallsteinana? spurði
þá alvörugefin sjö ára gömul dóttir mín.
Gerði ég við gallsteinana? hváði systir mín.
Ég gerði náttúrlega ekkert við þá. Ætli þeim
hafi ekki bara verið hent, sagði hún svo og
yppti öxlum.
Hent? sagði sú stutta hissa. Maður hendir
ekki gallsteinum. Vissir þú ekki að ég er að
safna steinum? spurði hún ákveðin.
Ha? jú, svaraði systir mín ráðþrota. Ég bara
áttaði mig ekkert á því að þú vildir eiga gall-
steinana mína.
Á heimleið sat vonsvikin stubba í aftur-
sætinu.
Fáránlegt að henda gallsteinunum, taut-
aði hún. Ég á dólómít, indesít og ametyst,
geislasteina og hrafntinnu, en ég á enga
gallsteina.
Hvað er svona merkilegt við gallsteina?
spurði ég skilningssljó. Þetta er bara einhver
skítur sem verður til inni í manni og áreiðan-
lega gott að losna við hann.
Tja, þeir gætu til dæmis verið óskasteinar,
svaraði sú stutta hugsi.
Við þessu átti ég ekkert svar. Hvað veit
maður svo sem um gallsteina og þeirra
mátt?
Þessir atburðir í fjölskyldunni urðu kveikj-
an að sögunni um gallsteina afa Gissa ásamt
hinu alþjóðlega fariði-skipanakerfi.
Ég var hinsvegar ekki meðvituð um fariði-
skipanakerfið, þótt ég nýtti mér það dag-
lega, fyrr en barnasálfræðingur benti á það í
fyrirlestri sem ég sótti um uppeldismál.
Hafið þið tekið eftir því að þið eruð alltaf
að segja börnunum ykkar að fara? spurði
sálfræðingurinn ákveðinn. Hafið þið áttað
ykkur á því að þið eruð alltaf að reka börnin
ykkar í burtu frá ykkur? sagði hann.
Ég hallaði mér notalega aftur, glotti og
hugsaði með mér: Ég tek þetta ekki til mín,
en líkast til eru einhverjir vesalingar hérna
inni sem eru svona andstyggilegir við börnin
sín.
Barnasálfræðingurinn hélt áfram.
Farið að borða, farið að sofa, farið að taka
til í herberginu ykkar, farið að læra, farið að
hátta, farið að bursta tennur, farið á fætur,
farið, farið, farið! Það mætti halda að þið
vilduð losna við þau!
Hjartað í mér tók stökk. Þarna var ég lif-
andi komin. Það var eins og maðurinn hefði
verið heima hjá mér.
Prófið að nota sögnina að koma í boð-
hætti í staðinn, sagði sérfræðingurinn.
Þjökuð af samviskubiti rölti ég heim þetta
kvöld og hét því að venja mig af þessum
ósið. Það gengur bærilega en þó stend ég
mig enn að því að beita fyrir mig fariði-skip-
anakerfinu nokkrum sinnum á dag.
Gallsteinar afa Gissa urðu til á þessu ári.
Sagan var skrifuð heima og í sveitinni þegar
líða tók á sumar. Þau Gríma og Torfi eru átta
og tíu ára og búa ásamt foreldrum sínum og
Úlfi unglingaskrímsli í úthverfi. Þau taka dag-
lega við ótal leiðinlegum fariði-skipunum.
Mamma þeirra er vinnusjúklingur með hrein-
gerningaræði og pabbi þeirra er viðutan
álfur með nefið fast í skýrslum og pappírum.
Úlfur bróðir þeirra er bara til leiðinda. Eina
Ijósið í lífi Grímu og Torfa er afi Gissi. Hann
er sjómaður og siglir um heimsins höf á
flutningaskipi, spilar undurfögur lög með því
að berja á sér vömbina og er slyngur póker-
leikari. Svo kemur að því að hann þarf að
leggjast inn á sjúkrahús. Viti menn, hann er
með gallsteina. Afi Gissi gefur Grímu og
Torfa gallsteinana sína og segir þeim að
þarna séu öflugir óskasteinar á ferð. Eftir
það gerast undarlegustu atburðir og ekki
allir jafn heppilegir.
Þegar sagan var langt komin í vinnslu kom
vinkona mín, Yrsa Sigurðardóttir, rithöf-
undur, að máli við mig og sagði ótækt að ég
hefði aldrei séð gallsteina.
Það er vonlaust að skrifa um eitthvað sem
maður hefur aldrei séð, sagði hún. Þú verður
líka að eignast þína eigin gallsteina.
Jú, ég var sammála því, en sá ekki fram á
að geta eignast gallsteina nema með því að
brjótast inn á skurðstofu í skjóli nætur. Það