Börn og menning - 01.10.2002, Blaðsíða 32
30
Börn og menning
Soffía Auður Birgisdóttir
íslenskt leikhús og ævintýrahefðin
leiklist
Varla er hægt að segja að íslenskt leikhús
hafi sótt að ráði i hinn mikla brunn þjóð-
sagna og ævintýra sem við eigum í ritheim-
ildum og fylla mörg bindi í ýmsum þjóð-
sagnasöfnum. Þessi efniviður ætti þó að
vera nærtækur, sérstaklega þegar verið er
að skapa leiklist fyrir börn. Á síðasta leikári
brá svo við að settar voru upp tvær barna-
leiksýningar sem sóttu efnivið sinn í heim
ævintýranna, reyndar ekki íslenskra ævin-
týra heldur var leitað á mið evrópskrar
hefðar, annars vegar ævintýrasafns þýsku
bræðranna Jakobs og Wilhelms Grimm,
sem eins og kunnugt er söfnuðu þjóð-
sögum og ævintýrum í upphafi nítjándu
aldar og gáfu út undir heitinu Kinder- und
Hausmárchen (Ævintýri fyrir börn og heim-
ili) og hins vegar var sýnd leikgerð af ævin-
týrinu um Rauðhettu sem fyrst birtist á
prenti á sautjándu öld í bók franska rithöf-
undarins Charles Perrault, Contes de ma
mére l'Oye (Sögum gæsamömmu).
Vannýttur gnægtabrunnur
fslensku sýningarnar tvær voru á fjölunum í
tveimur nágranna-sveitarfélögum höfuð-
borgarinnar; í Hafnarfirði setti leikfélagið
Hermóður og Háðvör upp leikgerð Charlotte
Boving á Rauðhettu og Leikfélag Kópavogs
setti upp sýningu sem nefndist einfaldlega
Grimm og var unnin [ spuna af leikhópnum
sjálfum undir stjórn Ágústu Skúladóttur.
Báðar þessar sýningar hlutu verðskuldað lof
og mikla aðsókn og ætti það að vera öðru
leikhúsfólki hvatning til þess að nýta þennan
sígilda efnivið meira en gert hefur verið og vil
ég sérstaklega í því sambandi benda á hinn
vannýtta gnægtabrunn hinnar íslensku
hefðar.
Sammannleg vandamál
Ævintýri hafa alltaf heillað börn og virðist þá
ekki skipta máli hvenær eða hvar börnin
vaxa úr grasi. Ævintýrin eru alþjóðlegt fyrir-
bæri og ævagamalt; þau þróuðust um aldir í
munnlegri hefð, en ekki var farið að safna
þeim saman og skrásetja þau á skipulegan
hátt fyrr en í upphafi nítjándu aldar. Þó eru
til skráð ævintýri allt frá tímum Forn-Egypta
og fáein evrópsk ævintýra- og þjóðsagna-
söfn hafa varðveist allt frá fjórtándu öld.
Ævintýrið ertalið ein fágaðasta tegund þjóð-
sagna, í því fléttast oft listilega saman margir
atburðir og orðfærið er víða bæði fjölbreyti-
legt og fagurt. Mikið er þó um föst orðatil-
tæki um ákveðna endurtekna atburði og
sömu sagnaminnin koma fyrir aftur og aftur.
Mannlýsingar eru oftast einfaldar; persónur
eru ýmist góðar eða vondar, vel eða illa inn-
rættar og það eru andstæður góðs og ills
sem knýja atburðarásina áfram. í ævintýrinu
ríkir hið óhefta hugarflug, það er óbundið
stað og tíma og efni þess varðar yfirleitt
sammannleg vandamál sem allir geta tengt
við sjálfa sig og reynslu sfna. Ekki er gerður
greinarmunur á mannheimi og heimi yfir-
náttúrulegra afla ( ævintýrunum og allar
kröfur um raunsæi eru látnar lönd og leið.
Siðfræði ævintýranna er oftast einföld: Þeir
góðu uppskera vel en hinum vondu er refsað
harðlega.
Sameiginleg dulvitund?
Það er athyglisverð staðreynd að „sama"
ævintýrið er til í fjölda mismunandi tilbrigða
á ólíkum stöðum í veröldinni og frá ólíkum