Börn og menning - 01.10.2002, Blaðsíða 33

Börn og menning - 01.10.2002, Blaðsíða 33
Islenskt leikhús og ævintýrahefðin 31 tímum. Þessi staðreynd hefurvaldið mörgum fræðimanninum heilabrotum og hafa verið smíðaðar ýmsar kenningar til að skýra hvernig á þessu stendur. Sigmund Freud taldi að í ævintýrunum (líkt og í goðsögum og í draumum okkar) birtust þrár okkar, duldar óskir og hvatir og með því að rýna í tákn- myndir ævintýranna gætum við orðið ein- hvers vísari um okkur sjálf. Lærisveinn hans, Carl Gustav Jung, var að nokkru leyti sam- mála en taldi hins vegar að í ævíntýrunum birtust frummyndir (erkitýpur) og tákn sem mannkynið allt þekkir vegna sameiginlegrar dulvitundar. Jung útskýrði tilvist sömu sagna- minna og tákna (í ævintýrum og goðsögum) með því að mannkynið ætti sér sameiginlega dulvitund, einhvern meðfæddan þekkíngar- brunn sem þróast hefði gegnum aldirnar og bærist frá kynslóð til kynslóðar „í blóð- inu"svo að segja (eða ætti ég að segja „í genunum"?). Rússneski formgerðarsinninn Vladimir I. Propp rannsakaði fjölda ævintýra og sagna, reyndi að koma þeim inn í ákveð- ið kerfi og sýndi fram á að öll ævintýri lúta ákveðnu frásagnarmynstri. Hann taldi að formgerðir ævintýranna væru svo sterkar að efnið væri undirskipað þeim eða m.ö.o. svo sveigt að forminu að ekki gæfist mikið svig- rúm fyrir breytingar eða nýsköpun og það skýrði hvers vegna við finnum „sömu" ævin- týrin á ólíkum stöðum og frá ólíkum tímum. Duldar óskir og þrár En það var hins vegar bandaríski sálfræðíng- urinn Bruno Bettelheim sem kom fram með þá kenningu að ævintýrin væru nauðsynleg fyrir öll börn, því þau hefðu mikilvægu hlut- verki að gegna í þroskaferli þeirra. Kenning- ar Bettelheims eru mjög kunnar en þær setti hann fram í bók sinni The Uses of Enchant- ment. The Meaning and Importanœ of Fairy Tales, sem kom út 1976. Þarsegir Bettelheim að í ævintýrunum endurspeglist átök sem eiga sér stað í sálarlífi barna; þau lýsi t.a.m. duldum óskum þeirra og þrám, ótta þeirra og angist. Sú staðreynd að sagnaminnið um vondu stjúpuna er eitt algengasta ævin- týraminnið um víða veröld (t.d. eru stjúpu- sögur 67 talsins í safni Jóns Árnasonar) sýnir okkur, samkvæmt Bettelheim, að börnin hafi þurft einhverjar leiðir til þess að fá útrás fyrir slæmar tilfinningar í garð móður sinnar. í stað þess að beina þessum slæmu tilfinn- ingum að móðurinni persónulega (og fyllast sektarkennd) getur barnið fengið útrás fyrir þær með því að hlusta á ævintýri um vonda stjúpu sem fær makleg málagjöld fyrir slæma framkomu sína gagnvart barninu. Hættulaus texti Þó að ævintýrið virki kannski við fyrsta lestur einfalt og boðskapur þess hreínn og klár eru ýmsir fræðimenn sem telja að undir einföldu yfirborðinu geti leynst flókínn táknheímur og að í sumum tilvikum geti verið um táknsögur (allegóríur) að ræða þar sem hvert tákn frá- sagnarinnar vísar til veruleika utan hennar. Þannig hefur t.d. franski mannfræðingurinn Yvonne Verdier skoðað ýmsar gerðir úr munnlegri (og skriflegri) hefð af ævintýrinu um Rauðhettu og sýnt fram á hvernig túlka má söguna sem lýsingu á vígslu stúlkunnar inn í heim kynþroskans og hinna fullorðnu, enda fjallar sagan um litla stúlku sem er tæld og étin af úlfi og deilir þeim örlögum með ömmu sinni (sjá grein í Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 1983). En oftast er það þannig að ævintýrin, eins og við þekkjum þau í dag, hafa gengið í gegnum ótal umbreytingar og ritskoðanir, þar sem ógeðfelld atriði hafa verið felld úr og endirinn mildaður, þannig að erfitt getur verið fyrir nútímalesandann að ráða í þann táknheim sem hugsanlega var tíl staðar í frá- sögninni á fyrri stigum og eftir stendur bara sakleysislegur, strípaður og hættulaus texti fyrir vernduð nútímabörn. Amma Rauðhettu syngur og dansar Charlotte Böving heldur sig við hinn klass- íska söguþráð í leikgerð sinni á Rauðhettu, en hún reynir að færa persónur ævintýrisins nær nútímaáhorfendum með því t.d. að gera móður Rauðhettu að útivinnandi konu sem hefur lítinn tíma til að sinna dóttur sinni - þess vegna þarf Rauðhetta að fara til ömmu. Amman liggur ekki veik í rúmi sínu, eins og í ævintýrinu, heldur er hún kraftmikil nútímakona í skrautlegum búningi og syngur og dansar. Þetta hleypir fjöri í sýning- una, líkt og söngur veiðimannsins sem í þessari uppfærslu líkist helst farandsöngvara eða trúbador. Þá er Rauðhetta sjálf mun ráðabetri og sjálfstæðari persóna en í ævin- týrinu og „reddar sér sjálf" eins og Sveinn Haraldsson leiklístargagnrýnandi komst að orði. En þótt persónurnar séu þannig aðlag- aðar að nútímaveruleika er grundvallaratriði ævintýrisins enn til staðar; hinn hættulegi skógur með úlfinum ílla sem getur gleypt litlar stúlkur í einum bita. Börnin verða að upplifa ógnina og hryllinginn því annars er ævintýrið rúið inntaki sínu og merkingu. í sýningu Hafnarfjarðarleikhússins eru þessi áhrif reyndar milduð með því að sýna há- punkt hryllingsins (átið á Rauðhettu og ömmunni) sem skuggamynd á tjaldi. Frumleg túlkun á Grimmsævintýrum Sýning Hermóðs og Háðvarar á Rauðhettu var í marga staði ágætlega heppnuð og sú leið sem þarna var farin, að taka eitt tiltekið ævintýri og vinna upp úr því nýja leik- sýningu, er góðra gjalda verð og margir möguleikar vannýttir hvað það varðar, eins

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.