Börn og menning - 01.10.2002, Side 36
34
Börn og menning
Heimsþing
Dagana 29. september til 3. október var
haldið 28. heimsþing IBBY-samtakanna und-
ir yfirskriftinni „Children and Books - A
Worldwide Challenge". Þingið var að þessu
sinni haldið í heimabæ aðalstöðva samtak-
anna, Basel f Sviss, og var það mjög við hæfi
þar sem á þessu ári er haldið upp á 50 ára af-
mæli IBBY.
íslenskir þátttakendur í þinginu voru þrír,
allt konur úr stjórn IBBY á íslandi. Sólveig
Ebba Ólafsdóttir og Iðunn Steinsdóttir fóru á
eigin vegum en undirrituð fór á vegum IBBY
á íslandi til að sitja sína síðustu fundi í stjórn
alheimssamtakanna sem haldnir voru í
tengslum við þingið. Við lögðum í hann
fullar tilhlökkunar enda lofaði dagskráin
góðu og félagsskapurinn ekki síður. Óhætt
er að segja að hvort tveggja hafi staðið undir
væntingum og vel það.
Þingið var sett að kvöldi 29. september og
ríkti hátíðlegt andrúmsloft í fullsetnum
salnum og nokkur eftirvænting þar sem von
var á tignum gestum. Leena Maissen, fram-
kvæmdastjóri IBBY, Tayo Shima, forseti IBBY,
borgarstjórinn í Basel og menntamálaráð-
herra Sviss héldu stutt ávörp en það voru frú
Mubarak, forsetafrú Egyptalands, og hennar
hátign Michiko, keisaraynja Japans, sem
héldu aðalsetningarræðurnar. Að þeim
loknum fengu þær fyrstu eintökin af endur-
útgáfu bókar Jellu Lepman, stofnanda IBBY,
A Bridge of Children's Books. IBBY á íslandi
hefur nú líka eignast eitt eintak af bókinni
og geta félagsmenn fengið hana lánaða ef
áhugi er fyrir hendi. Setningarathöfninni
lauk með því að H.C. Andersen verðlaunin
2002 voru afhent þeim Aidan Chambers og
Quentin Blake sem báðir héldu glimrandi
ræður en sá síðarnefndi með aðstoð tækn-
innar þar sem hann gat ekki verið viðstaddur
í eigin persónu.
Næstu þrjá daga stóð hið eiginlega þing-
hald frá morgni til kvölds og var dagskráin
þéttskipuð mjög áhugaverðum fyrirlestrum,
panel-umræðum og seminörum þar sem
fjallað var um ýmsar hliðar barnabókmennta
og lesturs. Vonandi gefst okkur tækifæri til
að miðla úrvali þessa efnis til ykkar, félags-
menn góðir, á komandi mánuðum.
Á milli atríða nutum við þess að hitta og
spjalla við félaga frá öðrum löndum en þátt-
takendur þingsins munu hafa verið hátt á
fimmta hundrað frá 57 löndum. Þinggestir
settu svip sinn á Basel þessa daga sem þingið
stóð enda er borgin ekki stór. Og ekki spillti
fyrir að veðrið skartaði sínu fegursta alla
dagana.
Næsta heimsþing IBBY verður haustið
2004 í Höfðaborg í Suður-Afríku og eftir
þessa góðu reynslu af Basel-þinginu erum
við allar þrjár þegar farnar að leggja fyrir til
að komast þangað.
Guðlaug Richter
Stjórnarfundir IBBY í Basel
Undirrituð sat tvo síðustu fundi sína í stjórn
IBBY sem haldnir voru í tengslum við þingið
í Basel. í örstuttu máli má segja að tvö hita-
mál hafi verið meginefni fundanna. Annars
vegar umfjöllun um umsókn Palestínu í sam-
tökín sem mjög skiptar skoðanir voru um.
Skiptist stjórnin jafnt í tvo hópa, með og á
móti inngöngu Palestínu en undirrituð
greiddi atkvæði með aðild. Þar sem ekki
fékkst hreinn meirihluti á stjórnarfundi var
ákveðið að leggja málið fyrir aðalfund sam-
takanna, sem haldinn var síðasta þing^
daginn, og kanna þannig hug almennra fé-
lagsmanna til málsins. Aðild Palestínu var
líka mikið hitamál á aðalfundinum og fengu
fundarmenn að hlýða á nokkrar mjög tilfinn-
ingaþrungnar tölur áður en yfir lauk. Afstaða
fundarmanna var könnuð með leynilegri at-
kvæðagreiðslu en atkvæði féllu þannig að
naumur meirihluti var fylgjandi því að Palest-
ína fengi aðild að IBBY. Á seinni stjórnar-
fundinum var síðan skipuð nefnd til að fjalla
um málið sem og reglur samtakanna um