Börn og menning - 01.10.2002, Blaðsíða 39
Georgia Bgng og
Þorvaldur Þorsteinsson
VIÐ HPEFI BfíRNtt
rtu teningarnir
- Ferðin til Targíu eftir
Þorvald Þorsteinsson
Haldið /kkur fast. Grimmir bardagamenn
undir stjórn græneygða hershöfðingjans
Otta fara með báli og brandi um skóginn
hans Blíðfinns og drepa allt kvikt. Blíðfinnur
sleppur sem betur fer lifandi en hann fyllist
reiði yfir grimmdinni sem hann hefur mátt
horfa upp á. Hann einsetur sér að hafa
uppi á Otta og ná fram hefndum.
En eru reiðin og hefndarhugurinn
góðir ferðafélagar?
Sögurnar um Blíðfinn hafa farið sigurför
um heiminn. Ungir lesendur hafa beðið
eftir þessu nýja ævintýri úr smiðju
Þorvaldar Þorsteinssonar með
óttablandinni eftirvæntingu.
dáleiðslubókin
eftir Georqiu Byng
Molly Moon er tfu ára og á ekki sjö dagana sæla á munaðar-
leysingjahælinu í Hardwick-húsinu. Eini Ijósi punkturinn í lífi
hennar er vinátta þeirra Rockys. En þegar Molly vaknar einn
morguninn er Rocky á bak og burt. Nú eru góð ráð dýr. Sem
betur fer kemst Molly yfir magnaða dáleiðslubók sem gerir
henni kleift að leita vin sinn uppi. Gallinn er bara sá að fleiri
ágirnast dáleiðslubókina og eru tilbúnir að beita verstu
brögðum til að komast yfir hana.
BJARTUR
Molly Moon og dáleiðslubókin er bráðskemmtileg saga um
vináttu, öfund, hugrekki, sjálfselsku, ágirnd, dáleiðslu og
gríðarstóra drauma.
J
ABX/SÍA 19021562