Börn og menning - 01.04.2003, Síða 5
Mér finnst . . .
3
Mér finnst gott til þess að hugsa hvað koma
út margar ágætar barnabækur é (slandi. Um
gildi góðra barnabóka þarf varla að deila en
hitt kynni að vera álitamál hvernig góðar
barnabækur skuli vera og hvaða tilgangi þær
eigi að þjóna. Það eru til ýmsar uppskriftir
og kannski ekki allar jafngóðar. Margir
segja að barnabók eigi að vera uppbyggileg,
auka jafnt málþroska og siðferðiskennd
lesenda. Málið vandast að vísu mjög ef við
spyrjum „hvernig uppbyggileg." Trúuðu
fólki þykja barnabækur með trúarlegu ívafi
áreiðanlega uppbyggilegri en barnabækur
sem halda fram ákveðinni stjórnmálaskoðun
og lærisveinum Maós formanns þætti
áreiðanlega meira koma til barnabóka sem
hvettu til sameiginlegs byltingarátaks en
þeirra barnabóka sem hvetja til undirbúnings
að öðru lífi. Svo líklega er best að varast
allar uppskriftir. Þó ætti að vera unnt fyrir
rithöfund að setja sér nokkrar reglur eða
forsendur um skrif fyrir börn og sú fyrsta
hlýtur að vera að fylgja eigin sannfæringu,
ekki annarra. Þess vegna ætla ég að reyna
að segja hvernig mér finnst að góð barnabók
eigi að vera. Ég hef að vísu ekki samið nema
eina barnabók og get því ekki talað af mikilli
reynslu og þar sem sú bók er Ijóðabók þá
eiga þessi orð mín kannski frekar við um þá
bókmenntategund en sögur.
Mér finnst málfar skipta mjög miklu máli.
Það má ekki vera einfaldað um of því það
eykur málþroska barna að glíma við orð.
Það má auðvitað ekkí vera allt of flókið eða
tyrfið, slíkt málfar fælir frá, ekki bara börn
heldur fullorðna líka.
Heims um ból
helg eru jól,
signuð mær
son Guðs ól
Böðvar Guðmundsson
syngja bæði börn og fullorðnir á jólunum.
Mér er til efs að sjö ára börn skilji öll hvað
þessi texti segir, flest skilja líklega aðeins
„helg eru jól," eða kannski bara „eru jól,"
en ég reikna með að flestir fullorðnir geti
útskýrt það. Annað mál er svo það að þetta
er dálítið tyrfinn kveðskapur, eiginlega ekki
alveg nógu góður þótt hann sé löngu orðinn
þjóðareign. Gat þó Sveinbjörn Egilsson ort
fallegar barnavísur.
En er það endilega svo mikilvægt að
börnin skilji hvað þau eru að fara með? Ég er
ekki viss, að minnsta kosti ekki í söng. Mikið
sungu börn hér eitt sinn „Attikattinóa" og
höfðu gaman af. Ég hef ekki enn mætt því
barni eða fullorðnum sem hefur getað sagt
mér um hvað sá góði söngur fjallar, það er
mér með öllu hulið. Einhver sagði mér að
þetta væri Gamli Nói á grænlensku. Það má
svo sem segja þeim allt sem ekki skilur það
tungumál en ég trúí þessu nú samt ekki. En
það er ágætis rím í þessum söng og eitt
af því fyrsta sem börn byrja að leika með
tungumál er einmitt rím. Alls konar rím og
endurtekning málhljóða gerir börnum glatt
í geði.
Heimur barnabókarinnar þarf að vera
fullur af óvæntum atriðum. Það setur í
gang hugmyndaflug hjá börnum. Flest börn
eru gefin fyrir spennu, tilfinningasemi og
heimspeki kemur síðar. Allt umhverfi barna
er fullt af boðum og bönnum, eitt má ekki
og annað er ekki hægt. Þess vegna fór Lína
langsokkur sigurför um heiminn að hún hélt
engin bönn og gerði það sem ekki er hægt
að gera.
En nú er ég byrjaður að gefa uppskrift.
Vonandi fer þó enginn eftír henni. Það er
nefnilega svoleiðis með höfunda barnabóka,
sem höfunda annarra bóka, að þeir verða
að fylgja eigin uppskrift en ekki annarra.
Ef ég færi að reyna að skrifa eins og Stefán
Jónsson eða Guðrún Helgadóttir yrði það
léleg bók. Þessa tvo öndvegishöfunda og
marga aðra ætti enginn að reyna að kópíera.
Það er reyndar sameiginlegt fyrír Guðrúnu og
Stefán, og gæti verið leiðarþráður fyrir aðra
höfunda barnabóka, að barnabækur þeirra
eru einnig úrvals lesefni fyrir fullorðna.
Við eigum marga góða barnabókahöfunda
og íslenskar barnabækur eru skemmtílega
fjölbreyttar. Eitt finnst mér þó gerast
allt of sjaldan og það er að út komi
Islenskar teiknimyndasögur. Auðvitað hafa
íslensk börn aðgang að úrvals erlendum
teiknimyndasögum en það væri gaman að
fá fleiri innlendar. Nú eru auðvitað ekki allir
góðir teiknarar sem geta líka samið góðan
texta, frekar en þeir sem geta sett saman
skemmtilegan texta eru góðir teiknarar.
En þá er að vinna saman. Vinsælasta
teiknimyndasaga allra tíma, sjálfur Asterix,
er afkvæmi slfkrar samvinnu.
Og úr því ég er nú byrjaður að tala um það
sem mér finnst vanta, þá ætla ég að auglýsa
eftir góðum, íslenskum afmælissöng. Enski
söngurinn, „Happy birthday to you," fellur
illa að íslensku máli, og auk þess höfum við
stolið honum frá öðrum. Engum dettur í hug
að stela þjóðsöng annarra þjóða, af hverju
skyldum við þá ekki líka eiga okkar eigin
afmælissöng?
Böðvar er skáld og rithöfundur