Börn og menning - 01.04.2003, Page 11
Bimmbirimmbirimmbamm
9
Sig. oq bara
Ragnheiður Gestsdóttir hefur lagt sig fram
við að bjarga frá gleymsku ákveðnum
verðmætum, barnamenningarverðmætum.
Þetta eru m.a. gamlar visur, barnagælur,
þulur, vers og sálmar. Hún hefur dregið
nokkuð af þessu efni saman í þrjár bækur:
Klappa saman lófunum sem kom út árið
2000 og inniheldur gamlar barnagælur,
Bráðum koma dýrðleg jól sem kom út árið
1998 og geymir jólasöngva og á þessu ári
kemur út þriðja bókin, í grænni lautu en
þar verður að finna ýmsa söngvaleiki.
Ragnheiður sagði frá vinnu sinni við nýju
bókina og reifaði skoðanir sínar á hlutverki
söngvaleikja á ráðstefnunni í Gerðubergi.
„Það verða örugglega margir sem segja:
Af hverju er þessi leikur ekki með, hann er
svo skemmtilegur - hvernig gastu gleymt
þessum, við fórum alltaf í hann! En bókin
er bara 24 síður og takmarkað hvað hægt
er - og hvað þá fallegt - að troða í hana.
Kannski verður hún líka til þess að fleiri grafi
upp gamla leiki og komi þeim á framfæri
- eða, það sem væri ekki síðra, að einhverjir
búi til splunkunýja söngvaleiki - leiki sem
byggja á ævafornri hefð, en hafa innihald og
orðfæri sem hentar nútímabörnum."
Ragnheiður vill með bókinni hleypa nýju
lífi í söngvaleikina sem ómuðu hér áður fyrr
á leikvöllum og skólalóðum enda eru leikirnir
lærdómsríkir og hvetja til taktbundinna
hreyfinga: „Ég er sannfærð um að dans-
og tónlistariðkun sé einhver besta leiðin
- ef til vill sú besta - til að gera sjálfsaga að
eðlilegum þætti persónuleikans hjá börnum.
Bimmbirimmbirimmbamm
Auðvitað hrekkur skammt að fara í nokkra
hringdansa, klappleiki eða annað slíkt, en
þar getur þó legið ofurlítill vísir að skilningi á
því að það er gaman að vinna saman. Ég er
þeirrar skoðunar að hver sú stund sem notuð
er til iðkunar tón- og dansmenntar í skólum
skili sér margfalt aftur í betri anda, meiri
afköstum og glaðari börnum - og að aukin
áhersla á listmenntun af öllu tagi myndi skila
mun meiru en ítroðsla fyrir samræmd próf."
Ragnheiður vill meina að á tímum
endalausrar samkeppni á öllum vígstöðvum
sé gott að fara í leiki þar sem enginn einstakur
er sigurvegari og lítil togstreita verði milli liða.
„Mig langar að minna á að í söngvaleikjunum
er það næsta fátítt að hægt sé yfirleitt að
vinna eða tapa, leikurinn felst í því að leika
sér. Það er ekkert hægt að vera góður eða
lélegur í „Inn og út um gluggann". Það er
í hæsta lagi að farið sé í reiptog að loknum
leiknum „Fram, fram fylking", annars er
leikurinn bara búinn þegar hann er búinn.
Mér finnst mikilvægt, kannski mikilvægara
- nú í þessu samkeppnisþjóðfélagi sem við
höfum skapað okkur - en nokkru sinni fyrr að
hægt sé að leika sér án þess að safna stigum,
án þess að vinna eða tapa - ég veit ekki hvort
áheyrendur eru mér sammála um það."
Ragnheiður vill líta á bækur sínar sem
myndabækur með vfsum. „í þessum bókum
mínum er það ekki bara textinn sem skiptir
máli ... Börnin okkar fá yfir sig myndaflóð
seint og snemma, það eru myndir alltaf og
alls staðar. Fátt eitt stendur þó lengur við en
sekúndubrot, flest hverfur jafnskjótt og það
sést og skilur lítið eftir. Myndir í bókum sem
börnunum eru ætlaðar eru enn sá vettvangur
sem kennir þeim að horfa, skoða, meta og
spyrja, ekki síður en texti bókanna. Þar er
því nauðsynlegt, ekki síður hvað textann
varðar, að myndirnar séu ekki einsleitar,
að þær geri kröfur, opni leiðir í stað þess
að móta einhæfan smekk. Það er mér sem
gömlum þátttakanda á þessum vettvangi
mikil ánægja að sjá hversu fjölbreytnin hefur
aukist í myndskreytingum barnabóka og
hvað viðhorf til þeirra er að breytast, en betur
má ef duga skal - við þurfum enn að berjast
við það hugarfar að myndir f bókum séu
skraut, glassúr á kökuna. Myndir eru hluti af
innihaldi bókar, ekki umbúðum hennar."
Börn læra vísur og leiki af öðrum og
stundum getur óskýr framburður og
illskiljanleg orð valdið skemmtilegum
misskilningi eða kannski bara einkaskilningi
á efni vísnanna. Ragnheiður rifjaði upp slíkan
einkaskilning frá sinni eigin æsku: „Við
lærum kveðskap sem er okkur algerlega
óskiljanlegur og sem setur fmyndunaraflið
af stað með látum. Ég man ennþá hvernig
þau litu út, heimsumbólið og songuðsólið,
sem áttu sínar samsvaranir í mynstrunum á
útsaumaða teppinu yfir bekknum hans afa.
Þetta voru friðsamar skepnur en aftur á móti
var meinvillið, sem lá í myrkrinu og beið eftir
fórnarlömbum, alveg hræðilega ógnvekjandi.
Svo var það hann Horna-Jói gullroðni,
rauðhærði strákurinn sem bjó f næsta húsi
við okkur á Tjarnarbrautinni, hann átti um sig
heila vísu sem gaman var að syngja þótt ég
skildi ekki alveg hvernig hann fór að því að
blika við lund ... Ég heyrði líka fyrir nokkrum
árum um börn sem skildu orð kvæðisins um
Hlíðarendakot á alveg einstaklega viðeigandi
og þjóðlegan hátt - þau sungu nefnilega:
Þegar safnast saman var, sumarkvöldin
fjögur."
Ragnheiður á hér síðasta orðið. „Ennþá
safnast börnin saman á sumarkvöldum, það
er sem betur fer ekki skóli allt árið ennþá og
stundum eiga þau frí í tómstundastarfinu. Og
hver veit, kannski finnst þeim ennþá gaman
að dansa og syngja saman, eins og börn hafa
alltaf gert og gera alls staðar. Og við, gamla
fólkið, heyrum þá óma inn um gluggann til
okkar: Hver er að berja, bimbi, rimbi rimm
bamm ... Ég vona það, að minnsta kosti."
Mynd eftir Ragnheiði úr bókinni í grænni lautu