Börn og menning - 01.04.2003, Page 12
Ásmundur K. Örnólfsson
Ríma, píma, líma
- Ijóð í leikskóla
Ásmundur K. Örnólfsson, leikskólakennari, hélt erindi sem aö eigin sögn var einskonar hugleiðing um
Ijóðheiminn í leikskólanum eins og hann horfir við honum en ekki fræðileg rannsókn. Ásmundur tók sjálfur
saman grein sem hann byggði á erindinu og fer hún hér á eftir. Myndskreytingarnar eru eftir Halldór
Pétursson úr Vísnabókinni.
Aðalnámskrá leikskóla
Þegar Aðalnámskrá leikskóla er skoðuð
kemur nokkuð undarlegt í Ijós. Hvergi er
minnst á Ijóð! Ekki einu orði! Námssvið
leikskólans eru sex samkvæmt námskránni
og málrækt er eitt þeirra. Þar er í fáum
dráttum kveðið á um hvernig skuli háttað
málrækt í leikskóla og bent á nokkra þætti
sem sinna skuli. Þótt hvergí sé minnst á Ijóð
berum orðum er sagt að áhersla skuli lögð
á að kenna börnum kvæði og þulur (sbr.
Aðalnámskrá leikskóla 1999, bls. 20).
Þulur og kvæði eru það sem leikskólafólk
skal hugsa til í málræktinni. Hinn ytri rammi
skikkar leikskólann til þess en spyrja má hvort
þulur og kvæði nái yfir allan kveðskap. Ljóðið
verður þá að rúmast innan kvæðanna, en í
þessu greinarkorni verður hugtakið Ijóð notað
yfir allt sem er í bundnu máli. Sú skilgreining
orkar tvímælis en það látið gott heita hér. Nú
má taka það fram að Aðalnámskrá leikskóla
er ágætis plagg og höfuðkostur hennar er
sá að leikskólanum er skapað frelsi til starfa.
Enda sæi ókunnugur það strax að mikið bil er
milli tilmæla og framkvæmda í leikskólanum.
Það er að segja áherslan á málræktina og þá
sérstaklega þulu- og kvæðakennslu er í raun
miklu meiri en mætti ráða af Aðalnámskránni.
Leikskólinn sýnir málinu ræktarsemi.
Hins vegar má ráða af framansögðu að
kveðskapur virðist ekki í brennidepli þeirra
sem varða leiðina, sérstaklega ef horft er til
þess að orðið tölva kemur ellefu sinnum fyrir
í námskránni en kvæði tvisvar og Ijóð aldrei.
Minnst er á söng tíu sinnum. Tískusveiflur
hafa áhrif í leikskólum eins og í öðrum
kimum samfélagsins.
Sönghefðin
Hvernig fer kennslan fram? Blessunarlega
má á leikskólastigi haga seglum eftir
vindi en hefðin er sterk. Sönghefðin er
sterk. Hver kannast ekki við söngelska
leikskólakennarann með gítarinn á lofti,
steríótýpuna sem hefur verið lífseig í gamni
að minnsta kosti.
Það er ekkert undarlegt við það
að söngurinn er svo fyrirferðarmikill í
leikskólunum. Greinarhöfundur hefur reynt
að kenna börnum Ijóð og vísur án söngs
en það gengur ekki vel - maður hefur
af að kenna eina og eina vísu en börnin
þreytast fljótt þótt þau séu snögg að læra.
Söngurinn skapar einhverja hugsvölun
sem gerir það að verkum að börnin eru
viljugri að taka þátt og lagið hjálpar þeim
eflaust við að muna kvæðin. Um leið
verða börnin meiri þátttakendur, þau fá
að gera meira. Leikskólakennsla snýst um
það að leyfa börnum að gera eitthvað.
Þannig gengur vel að kenna börnum lengri
kvæði, samanber Kvæðið um fuglana,
Maistjörnuna og jólakvæðin öll. Ljóðin sem
börnin kunna nema þau oft í tónlistar- og
samverustundum leikskólanna og hef ég velt
fyrir mér hvort þetta séu „kvenleg" Ijóð!
Leikskólakennarar eru nánast allir konur og
eðlilega smitast þeirra áhugi til barnanna.
Það má velta fyrir sér hvernig staðan væri
ef fleiri karlar hefðu starfað í leikskólunum.
í fyrra tóku drengirnir við sér í söngnum
þegar kom að „Hífum í bræður" eftir Jónas
Árnason. Þeir voru snöggir að læra braginn
um sjóræningjalífið en höfðu minni áhuga á
óskasteinum á fjalli.
Rassar!
Og hvernig er farið með ferskeytlurnar sem
eru margar og flestar gamlar? Jú, svo þær
sitji nú sem fastast í höfði barna eru settir
á þær rassar! Svokallaðir úmbarassar! Með
því að syngja ferskeytlurnar með kröftugu
viðlagi upphefst gamanið og punkturinn yfir
i-ið fæst með því að klappa sér á lær.
Þulurnar eru sérstakar. Þær hafa töfrum
líka hrynjandi sem fær börn til að gleyma
sér. Þar þarf engan rass eða söngtrix af
nokkru tagi. Góð þula stendur ein og sér
án stoðtækja en í gegnum tíðina hafa
stöku leikskólakennarar notað loðtöflur
sér til hjálpar eða búið til hreyfingar með
flutningnum.
Fróðlegt er að vita hvort einhver hafi