Börn og menning - 01.04.2003, Qupperneq 13

Börn og menning - 01.04.2003, Qupperneq 13
Ríma, píma, líma 11 vettrr Sig. oq baVa kveðið vísur með leikskólabörnum. Greinarhöfundur er þess fullviss að leik- skólabörnum þyki gaman að kveða vísur undir rímnalögum en er sjálfur vita laglaus svo hann treystir sér ekki til þess. Rímsögur og gamanljóð Börnunum finnst alltaf gaman að rímsögum en það fer mikið eftir þeim sem les hversu vel næst til barnanna. Þeir sem þekkja vel til bragfræði (meðvitað eða ómeðvitað) ná góðu sambandi en hinir ekki. Nokkrar góðar rímsögur eru til og nægir að nefna bækur Dr. Seuss Köttinn með höttinn og Þegar Trölli stal jólunum og Handagúndavél eftir Guðrúnu Helgadóttur. Sögur Stefáns Jónssonar eru nokkuð fjær börnunum nú. Óðfluga eftir Þórarinn og Sigrúnu Eldjárn setti nýtt viðmið árið 1991. Nú má bulla og snúa út úr í Ijóðum fyrir börn. Ljóð og myndir í bókum þeirra systkina ýta við hugsun barna, en margt í Ijóðunum er börnum óskiljanlegt og er það vel. Fullorðnir eiga að gefa börnum eitthvað að hugsa um. Bækur af slíku tagi eru líka skemmtilegar fyrir foreldra og kennara og það skiptir ekki litlu máli. Böðvar Guðmundsson sendi frá sér Krakkakvæð't 2002 og er sú bók í þeim anda sem Þórarinn og Sigrún hafa skapað. Snúningar Börn virðast hafa ákaflega gaman af því að breyta textum. Algengast í þeim stílnum eru afbakanir af Gamla-Nóa. Hann er næstum hættur að vera guðhræddur og vís en er oftast lélegur bílstjóri á kassabíl. Getur verið að hann tryggi hjá VÍS? Einn angi Ijóðlistar verður oftar fyrir barðinu á útúrsnúningum en annar kveðskapur; það eru jólalögin. Ætli galsi jólasveinanna hafi komið þeim í þennan farveg? Þeir ruglast sjálfir (of oft) og mörgum þykir sniðugt, sérstaklega börnunum. Þau taka svo upp þráðinn þegar kemur heim af jólaballinu. Hvernig má annað vera en börnin breyti textum þar sem fullorðna fólkið er sjálft að því? Börnum er sagt til skiptis að jólasveinarnir gangi um gólf eða gátt, stafurinn gildur eða gullsleginn og þeir flengdir eða hýddir! Munum samt að vísur þurfa ekki að vera skiljanlegar. Leikskólafólk gengur sumt full langt í því að færa kvæði nær skilningnum, samanber „Upp á hól stend ég og kanna"! Þau sungu fram i mars í Hagaborg: „Upp á stól stend ég og afi. Níu nóttum fyrir jól er ég búinn í baði". Munum einnig að útúrsnúningar eru sköpun en ekki bjánaskapur... einvörðungu. Svo eru til nokkrir „leikskólagangar" (samanber húsgangar) sem börnin læra hvert af öðru. Nægir þar að nefna „Grýla píla, appelsína ..." og „Gulur, rauður, grænn og blár, svartur, hvítur, fjólublár. Brúnn, bleikur, banani, appelsína talandi. Gulur...". Oftast er Grýla píla tengd vegasaltinu og er leikur með söng; eiginlega söngleikur. Ríma, píma, líma Elstu leikskólabörnin eru mörg með það á hreinu hvað Ijóð er. Þau segja: Ljóð er að ríma. Iðulega fylgir í kjölfarið romsan ríma, píma, líma ... misjafnlega löng. Rímið er það sem gerir Ijóð að Ijóði í huga ungra barna. Þau hafa mismikinn sans fyrir rími en eru öll sammála um það að Ijóð er rím. Einfalt. Það er ákaflega mikilvægt þroskamerki að tileinka sér rím en það gerist í kringum fjögurra ára aldurinn. Þá átta börn sig á málhljóðunum og skipta þeim í merkingargreinandi einingar. Hægt er að þjálfa upp skilninginn á málinu með bullrími og rími við öll tækifæri. Þessi kunnátta er afar míkilvæg fyrir lestrarnám. Lítil skáld Það þykir eðlilegt að afhenda börnum pappír og málningu og hjálpa þeim við myndlistina. Á sama hátt á að vera sjálfsagt að hjálpa börnum að yrkja. Kenna þeim að móta Ijóð úr málinu. Þótt greinarhöfundur hafi ekki mikið ástundað Ijóðagerð með börnum í leikskóla er algengt að hún sé iðkuð í elsta hópnum. Allra best er að beina Ijóðunum inn á einfalda braut fyrst. Stuttar setningar með rími svo allir búi til Ijóð. Gott að byrja þannig, eða að nokkrir geri Ijóð saman. Þegar það er búið er umfram allt skylda hins fullorðna að ýta víð hugsun barna. Gefa þeim eitthvað að hugsa um í dagsins önn, t.d. með því að persónugera hluti eða gefa dauðum hlutum líf eða hlutgera lifandi. Með öðrum orðum að kynna börnum stílbrögð Ijóðsins. Börn hafa svo auðugt ímyndunarafl að það getur leitt til skemmtilegra og óvæntra pælinga. Óhlutbundin hugtök vefjast fyrir þeim svo maður er blessunarlega laus við ástina í Ijóðum þeirra en getur frekar átt von á Ijóði um plastbrúsa.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.