Börn og menning - 01.04.2003, Side 17
Einn og tveir og hoppa
15
Lesendabréf_________________
Börn og menning -
áhugaverður vettvangur
Fyrir rúmlega tveimur áratugum þegar
undirritaður var að leita að umfjöllun um
bækur fyrir börn á íslandi var ekki úr miklu
að velja. Dagblöð fjölluðu ekki mikið um
barnabókmenntir og það sem birtist var
frekar ómarkvisst og tilviljanakennt. Fyrir
fólk sem þurfti að annast val á bókum í
bókasöfn og til gjafa var ekki víða hægt að
leita fanga.
Á þessu hefur orðið mikil breyting.
Dagblöðin fjalla að minnsta kosti um allar
frumsamdar íslenskar barnabækur og segja
má að sú umfjöllun sé í góðum farvegi. Þá
hafa komið til sögunnar samtök eins og
íslandsdeild IBBY, sem eru vettvangur þar
sem fjallað er um bækur fyrir börn.
Útgáfa tímaritsins Börn og menning er snar
þáttur í þessari starfsemi og þar er fjallað um
BI3
BORGARBÓKASAFN
REYKJAVÍKUR
Bækur, tímarit, dagblöð, geisladiskar, hljóðbækur,
tungumálanámskeið, myndbönd og margmiðlunarefni.
Eitthvað fyrir alla!
Aðalsafn Grófarhúsi, Tryggvagötu 15,
Borgarbókasafnið í Gerðubergi,
Foldasafn í Grafarvogskirkju, Kringlusafn í Borgarleikhúsinu,
Seljasafn, Hólmaseli 4-6 og Sólheimasafn, Sólheimum 27
www.borgarbokasafn.is
strauma og stefnur í barnabókmenntum auk
þess sem fjallað er um einstaka höfunda og
verk þeirra. Tímaritið er í raun vitnisburður
um grósku á sviði barnabókmennta og þegar
þeir sem fylgst hafa með gegnum tíðina velta
fyrir sér þeim breytingum sem orðið hafa í
bókaútgáfu á síðustu tveimur áratugum
þá er óhætt að fullyrða að bæði gæði og
fjölbreytni barna- og unglingabóka hafa
aukist gífurlega. Margir mjög athyglísverðir
höfundar hafa komið fram og aðrir sem
höfðu haslað sér völl hafa líka haldið áfram
að skrifa góðar og áhugaverðar bækur.
Líklega hefur mesta breytingin átt sér stað
á þessu sviði í íslenskri bókaútgáfu. Einnig
hefur aukið fjölbreytnina í barnabókaútgáfu
að höfundar sem lengi hafa skrifað bækur
sem fyrst og fremst eru ætlaðar fullorðnum
lesendum hafa skrifað eina og eina barna-
eða unglingabók.
Það er mikilvægt að hlúa að þessu öllu
og það er meðal annars gert með aukinni
umfjöllun og með því að gefa út tímarit á
borð við Börn og menningu. Gildi þess er
ómetanlegt og leiðirtil faglegrar umfjöllunar
sem vekur vonandi áhuga fleira fólks
á þessum mikilvæga þætti í menningu
landsmanna, þ.e. að fá börn til að lesa
bækur og þá fyrst og fremst góðar bækur.
Sigurður Helgason