Börn og menning - 01.04.2003, Page 19
Tónleikur
17
Ég sem fullorðinn einstaklingur þekki
litróf tilfinninganna sem tengjast því að
koma fram fyrir aðra og tengi því ýmislegt
sem sellóleikarinn gengur í gegnum við
mína eigin reynslu sem síðan fær mig til að
hlæja. Fjögurra ára dóttir mín lifði sig inn í
hvert atriði og hló dátt að öllum óvæntum
uppákomum. Eftir á ræddi ég við hana um
leikritið og þá kom í Ijós að hún gat skýrt
frá mörgum atriðum en hún virtist ekki
tengja þau saman í einn samhangandi þráð.
Hinsvegar skildi tíu ára systir hennar að
sellóleikarinn var að reyna að halda tónleika.
Hún bætti við: „En hann var svolítið utan við
sig" og „Það fór alltaf eitthvað úrskeiðis."
Athugasemdir hennar: „En það fór allt vel
að lokum... tónleikarnir enduðu" benda
til þess að hún skildi efnisþráðinn sem
höfundar verksins lögðu upp með. Mér
þótti athyglisvert að fyrir þessa fjögurra ára
gömlu hindraði takmarkaður skilningur á
„söguþræði" hana ekki í að njóta verksins
til fulls. Hún sat í fanginu á mér og talaði við
sjálfa sig á meðan, eða réttara sagt var eins
og hún væri að leggja sellóleikaranum orð í
munn: „Æ! Hvað var nú þetta?" og „Hei,
það slokknaði á píanóinu!" en verkið er
leikið án orða eins og áður kom fram.
Að víkka tónlistarheim barna
Verkið tekur ekki nema 40 mínútur í
flutningi og er því hæfilega langt fyrir unga
áhorfendur. Það er hugsanlega rétt hjá
aðstandendum Möguleikhússins að betra
sé að áhorfendur hafi náð 10 ára aldri ef
bjóða á verkið til sýníngar fyrir heila bekki
eða árganga en í fylgd með fullorðnum tel
ég að yngri börn frá allt að 3ja ára aldri geti
notið þess að sjá Tónleik.
Fyrir þá sem hyggjast fara með börnin
sín á þessa skemmtilegu sýningu er óhætt
að mæla með því að hlusta fyrst á Svítu
nr. 1 í G-dúr eftir J. S. Bach sem er eitt
þekktasta einleiksverk sögunnar fyrir
selló. Flutningurinn á þessu verki er rauði
þráðurinn í gegnum sýninguna þó nokkur
önnur tónverk komi við sögu. Þetta er þó
ekki nauðsynlegt. Tónleikur getur allt eins
vakið áhuga barnanna á þessu sígilda verki
fyrir selló og er tilvalíð að nýta sér þennan
möguleika til að víkka tónlistarheim barna
sinna.
Skemmtileg hljóðfærakynning
Eitt af því sem kom upp í hugann á þessari
sýningu er hversu skemmtileg kynning hún er
á hljóðfærinu. Börn hafa allt of fá tækifæri til
að kynnast öðrum hljóðfærum en þeim sem
eru algengust á heimilum fólks. Hljóðfærið
selló er yfirleitt ekki aðgengilegt börnum og
hljómar mjög sjaldan eitt sér á tónleikum.
Tónlelkur veitir því áhorfendum dýrmætt
tækifæri til að kynnast þessu hljóðfæri. Það
er svo sannarlega ástæða til að hvetja fleiri
hljóðfæraleikara tíl að kynna hljóðfæri sitt
á jafn skapandi og skemmtilegan hátt og
Stefán Örn gerir með Tónleik.
Höfundur er lektor í tónmennt við
Kennaraháskóla íslands. Helga Rut hefur
doktorspróf í menntunarfræði tónlistar
(music education) og er móðir Iðunnar
Ýrar 10 ára, Elínu Sifjar 4 ára og Emblu
Rúnar 1 árs.
Það er hugsaniega rétt hjá aðstandendum
Möguleikhússins að betra sé að
áhorfendur hafi náð 10 ára aldri ef bjóða
á verkíð til sýningar fyrir heila bekki eða
árganga en í fylgd með fullorðnum tel
ég að yngri börn frá allt að 3ja ára aldri
geti notið þess að sjá Tónleik.