Börn og menning - 01.04.2003, Síða 21
Köttur í stígvélum og krakkar á spariskóm
19
viðkunnanlegur og hléturmildur kóngur
sem gleypir við lygasögum kattaríns. Loks
var Jakob Þór Einarsson kattarlegur köttur,
ráðsnjall og slóttugur sem kom öllu í kring
fyrir húsbónda sinn og bjó þar með sjálfum
sér áhyggjulaust ævikvöld.
Stigvélaði kötturinn er því í flestu tilliti
leikhús í betra lagi og leyndi sér ekki að
foreldrum í salnum leiddist ekki að rifja upp
kynni við kisa. Sýningin er ekki nema rúmur
hálftími sem er akkúrat mátuleg lengd fyrir
smáfólkið; leiknum var hætt þá hæst hann
stóð og públikúmið hélt heimleiðis reynslunni
ríkara, en þáði áður ís fyrir prúðmennsku og
stillingu meðan á sýningu stóð.
í lokin varð ég heyrandi nær er stígvélaði
kötturinn ræddi við sparibúna hnátu yfir
íspinna um ævintýrið sem nú var til lykta
leitt.
- Ég á kött! sagði leikhúsgesturinn.
- Nú, getur hann talað eins og ég? spurði
stígvélaði kötturinn.
- Nei, svaraði hún, döpur í bragði, hann segir
bara mjá, mjá ...
- En ef þú settir hann í svona leðurstígvél ...
lagði kötturinn til.
- Já, kannski svaraði hún hugsi og skundaði
svo heim á leið, kannski til að breyta
bangsa í malarasvein og kisu í slægan og
úrræðagóðan aðstoðarmann. Af því að
í öllum barnaherbergjum eru, þegar allt
kemur til alls, starfrækt fyrirmyndar leikhús.
Höfundur er ritstjóri og áhugaleikari
Lestrarmenning
í Reykjanesbæ
Vika bókarinnar 23. - 29. apríl
Vika bókarinnar var haldin í sjöunda skiptið síðustu vikuna í apríl og annað árið
í röð var hún helguð barnabókum. Markmiðið er að kynna barnabækur sem
víðast og gefa veglegan afslátt af völdum bókum.
Að venju var mikið að gerast í kringum börn og bækur þessa daga, t.d. var
lesið úr barnabókum á bókasöfnum og í bókabúðum. Fræðsluráð Reykjavíkur
veitti sín árlegu barnabókaverðlaun í Höfða 22. apríl sl. og Borgarbókasafnið
birti úrslit í Bókaverðlaunum barnanna en það voru 6-12 ára gömul börn sem
greiddu atkvæði í þeirri keppni.
(lok vikunnar kom út samtímis á öllum Norðurlöndum barnaljóðabókin Það
er komin halastjarna sem birtir Ijóð eftir tíu norræna höfunda. í bókinni er eitt
Ijóð eftir hvert skáld og henni fylgir geisladiskur þar sem skáldin lesa upp á sínu
tungumáli.
Það er Bókasamband fslands sem stendur fyrir viku bókarinnar en I því
eru eftirtaldir aðilar: Bókavarðafélag íslands, Félag bókagerðarmanna, Félag
íslenskra bókaútgefenda, Félag íslenskra bóka- og ritfangaverslana, Hagþenkir,
Rithöfundasamband (slands, Samtök gagnrýnenda og Samtök iðnaðarins.
( Reykjanesbæ hefur verið hleypt af
stokkunum viðamiklu verkefni sem nefnt
hefur verið Lestrarmenning ( Reykjanesbæ.
Verkefnið er mjög umfangsmikið og
er tilraun til að vinna gegn minnkandi
lestrarkunnáttu barna upp að sextán éra
aldri. Verkefninu er stjórnað af stýrihópi
bæjaryfirvalda, skólastjóra leik- og grunn-
skóla og fræðslustjóra. Þrír starfshópar
munu sjá um tiltekið aldursstig; 0-6 ára, 6-
10 ára og 10-16 ára og hver þeirra verður í
samstarfi við verkefnisstjóra.
Frumkvæði að verkefninu á starfsfólk
Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar en áætlun
þess var unnin í nánu samstarfi við kennara í
leik- og grunnskólum bæjarins. Slíkt verkefni
hefur ekki verið áður framkvæmt hér á landi
og er því um frumkvöðlastarf að ræða.
Lestrarmenningu í Reykjanesbæ var hleypt
af stokkunum í viku bókarinnar í aprílmánuði
með því að leikskólabörnum var færð
bókagjöf með leiðbeiningum til foreldra um
hvernig stuðla megi að örari málþroska og
temja sér góðar lestrarvenjur.