Börn og menning - 01.04.2003, Síða 24

Börn og menning - 01.04.2003, Síða 24
22 Börn og menning bókmeniitir Norrænu barnabókaverðlaunin Norrænu barnabókaverðlaunin eru verðlaun sem samtök norrænna skólasafnskennara standa fyrir á hverju ári. Verðlaunin hafa verið veitt í tæp 20 ár eða allt frá árinu 1985 og eru heiðursverðlaun. Hægt er að veita rithöfundi eða myndskreyti verðlaunin og eru þau veitt fyrir annaðhvort einstakt/einstök verk eða fyrir höfundarferil. Þetta eru einu samnorrænu barnabókaverðlaunin og hefur íslenskur rithöfundur aðeins einu sinni hlotið þau en það var árið 1992 þegar Guðrún Helgadóttir fékk þau fyrir bók sína Undan illgresinu Tilnefningar áriö 2003 Fulltrúi íslands að þessu sinni er Kristín Steinsdóttir en hún er tilnefnd fyrir sögu sína Engill I vesturbænum. Kristín Steinsdóttir (f. 1946) er kennari að mennt en síðustu áratugina hefur hún snúið sér alfarið að ritstörfum. Hún hefur skrifað fjölmargar barna- og unglingabækur auk þess að hafa samið vel á annan tug leikrita ásamt systur sinni, Iðunni Steinsdóttur. Engill I vesturbænum er mjög óhefðbundin saga um ungan dreng, Ask, sem býr í blokk í vesturbænum með móður sinni. Hann fer sínar eigin leiðir og ímyndunarafli hans eru engin takmörk sett. Fólkið í kringum hann breytist auðveldlega í persónur eins og til dæmis Línu langsokk, varúlf, galdranorn og engil svo eitthvað sé nefnt. Sjónarhornið er alltaf hjá drengnum og lesandi fylgir honum í gegnum ákveðið þroskaferli. Sögurnar eru byggðar þannig upp að hver opna er sjálfstæð frásögn eða kafli en jafnframt er heilstæður söguþráður í gegnum alla bókina. Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndskreytir bókina og fyrir það hlaut hún íslensku mynd- skreytiverðlaunin, Dimmalimm, í desember síðastliðinn en það var í fyrsta skipti sem þau voru veitt. Færeyjar Færeyskir skólasafnskennarar tilnefna Sólrúnu Michelsen (f. 1948) fyrir tvær síðustu bækur hennar sem heita Hin útvaldi útg. 1999 og Geislasteinar útg. 2002 og myndskreytt af Edward Fuglo sem hlaut verðlaunin árið 2001. Báðar þessar bækur eru fantasíubækur og fjalla um drenginn Kol og stúlkuna Ayu sem bæði búa yfir sérstökum mætti og verða þar af leiðandi mjög mikilvægar persónur í því litla samfélagi sem þau búa í. Sólrún hefur skrifað tvær aðrar bækur fyrir börn og eru það sjálfsævisögulegar bækur um uppvöxt hennar á litlum stað í Færeyjum. Svíþjóð Svíar tilnefna Maj Bylock (f. 1931) fyrir höfundarferil en hún á að baki lengsta rithöfundarferil þeirra sem tilnefndir eru í ár og er jafnframt aldursforsetinn í hópnum. Maj Bylock er menntaður grunnskólakennari og starfaði við kennslu til ársins 1961 en þá sneri hún sér alfarið að ritstörfum. Fyrstu bækur hennar voru einmitt kennslubækur í sögu og trúarbragðafræðum. í bókum Maj Bylock kemur mjög oft fram áhugi hennar á sagnfræði og gerast margar sögurnar á æskuslóðum hennar í Vármland á 17. og 18. öld og liggur mikil rannsóknarvinna þar að baki. Einnig hefur hún skrifað nokkrar bækur þar sem sögusviðið er víkingatíminn.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.