Börn og menning - 01.04.2003, Side 26
24
Börn og menning
Ármann Jakobsson
Töfrar og áhættuatriði
Bækurnar um glæpadrenginn Artemis Fowl eru tvær. Artemis Fowl
kom út árið 2001 en Artemis Fowl: Samsærið (á frummálinu:
Artemis Fowl: The Arctic Incident) árið 2002. Voru þær jafnharðan þýddar á islensku.
Höfundur bókanna er írinn Eoin Colfer en Guðni Kolbeinsson snýr þeim á íslensku.
Á hvíta tjaldið
Eoin Colfer var 35 ára þegar hann sló í
gegn með fyrri bókinni. Hann er írskur
kennari sem hafði unnið með börnum með
námsörðugleika en skrifaði bókina í naumum
frístundum, klukkustund á dag. Colfer hafði
áður sent frá sér nokkrar barnabækur sem
ekki hlutu viðlíka athygli. Að sögn skrifaði
hann fyrstu bókina um Artemis Fowl ekki
síst sjálfum sér til skemmtunar. Hann náði
sér síðan í duglegan umboðsmann og seldi
útgáfuréttinn um allan heim fyrir lítil 700
þúsund pund í fyrirframgreiðslu. Miramax
hefur þegar keypt kvikmyndaréttinn.
Ekki þarf að koma á óvart að bækurnar séu
á leið á hvíta tjaldið því að formgerð þeirra
ber því glöggt vitni að Colfer hefur séð fyrir
sér kvikmynd eftir bókinni frá upphafi. Báðar
hefjast þær þannig á tiltölulega heilsteyptu
upphafsatriði sem greinilega hentar vel sem
inngangur í bíómynd (fyrir inngangstónlistina
og titlanal). Annað atriðið gerist í Hó Sí
Mín borg en hitt í Murmansk. Bæði ættu
vel heima í mynd um James Bond þó að
hasarinn sé aðeins minni.
Fantasíubylgjan
James Bond er raunar augljós innblástur
höfundar almennt, miklu fremur en Tolkien,
Harry Potter eða Philip Pullman. Aftur á
móti hefur Colfer augljóslega hagnast á
fantasíubylgjunni sem nú setur svip sinn
á bókmenntir og afþreyingarmenningu
almennt. í bókunum um Artemis Fowl eru
tveir heimar, annars vegar mannheimur en
hins vegar álfheimar neðanjarðar. Þar eiga
heima öll þau yfirnáttúrulegu kvikindi sem
til eru í þjóðsögum. Þau hafa nú þróað með
sér samfélag þar sem tæknin er mun þróaðri
en í mannheimum - og siðferðið raunar líka,
a.m.k. hjá þeim góðu álfum sem fara með
stjórnina.
Álfar Eoin Colfer eiga lítið sameiginlegt
með álfum úr íslenskum þjóðsögum eða í
Hringadróttinssögu. Þeir eru hreinræktaðir
írskir álfar (leprechauns), smávaxnir og
oddmjóir. Oft er líka vísað til írskra þjóðsagna
um slíka búálfa sem dragnast um með pott
af gulli. En neðanjarðar eru líka svartálfar,
hrekkálfar, tröll og einn hrokafullur kentár
sem er tæknisnillingur samfélagsins og sækir
margt til Q-deildarinnar í James Bond. Raunar
minnir hann líka á tölvusnillinga sem maður
hittir á förnum vegi og vita vel af mikílvægi
sínu og snilld. Mikilvægasta stofnunin í þessu
samfélagi eru Bestu útrásar- og áhlaupssveitir
lögreglunnar, Faradeild, skammstafað BÚÁLF
(á ensku er skammstöfunin LEPrecon). Orðið
búálfur er þannig á
misskilningi byggt.
Þannig er handanheimurinn ein heild,
öfugt við mannheima. Tröllin, dvergarnir,
svartálfarnir og góðu álfarnir í BÚÁLF eru í
einum graut, virðast skilja hvert annað meira
og minna og síðan er yfirstjórn yfir öllu
saman sem tryggir að menn komist ekki að
tilvist neðanjarðarheimsins, með hugglöpum
og minnisútþurrkun (sem minnir dálítið á
bíómyndína Men in Black).
Textavensl sagnanna um Artemis Fowl eru
þannig fremur við bíómyndir en bókmenntir.
Það er ekki síst áherslan á tæknibrellur sem
sögurnar sækja til James Bond en raunar
eru þær fullar af hasaratriðum sem falla
eins og flís við rass að hvíta tjaldinu. I þeirri
fyrri er meginsögusviðið raunar kastali
Fowl-ættarínnar og þannig verður andinn í
bókinni dálítið eins og í „gotneskum" 19.
aldar. Sú seinni gerist hins vegar bæði á
freðmýrum Rússlands og neðanjarðar og þar