Börn og menning - 01.04.2003, Side 31
Krakkakvæði
29
Myndlýsingar Áslaugar Jónsdóttur
stærðarhlutföllum. Fjölbreytilegar persónur
styrkja skynjun lesandans á kvæðunum
eins og til dæmis í bálknum „Hundaþing".
Fjölmargar hundategundir, hver með sinn
persónuleika, öðlast líf í teikningunum sem
aftur gera lestur kvæðisins enn áhrifameiri.
Ein besta opnan í bókinni er fyrri hluti
„Ömmukvæðis". Þar er textinn settur
upp á myndrænan hátt sem endurspeglar
merkingu hans. Leiknum er haldið áfram
f teikningu af skrímslum tölvuleikjanna.
Form textans er endurtekið í myndbyggingu
teikningarinnar. Á þennan hátt ná myndir og
texti að tala saman og skapa heild.
Önnur vel heppnuð opna er myndlýsing
við kvæðið „Ef". Þar er fjarstæðukenndri
hugmynd um tuttuguogníu tær, áttatíu
augu og sjö tungur komið í snjallt form
sem minnir á bestu skrímslateikningarnar í
handritunum gömlu.
Staðsetning og flæði
Vel er unnið með flæði miilli síða. Fiskur úr
„Sjávarháska" gægist fyrir horn, á næstu
síðu, inn á „Hundaþing". Þar tekur forviða
hundur á móti honum. Lóðatík reynir að
forða sér undan
hundi yfir á næstu
síðu og sumir fuglarnir ná að sleppa
lifandi frá kettinum og komast á næstu
opnu. Þessi leikur með form bókarinnar ýtir
undir hugarflug lesandans um það hvert
raunverulegt rými síðunnar sé, að hver
opna sé ákveðinn heimur en heimarnir nái
stundum að skarast.
Staðsetning mynda á opnum, ásamt
myndbyggingu, er einnig úthugsuð - til
dæmis þar sem amma stendur í dyragætt
sem staðsett er yst við hægri kant
opnunnar svo hurðin og blaðsíðan vinna
saman - hurðinni er lokað um leið og flett
er. Rými myndanna er einnig í takt við
bókarformið eins og á „Hundaþingi". Þar er
stærsti hundurinn nálægt kili, sem eykur á
tilfinningu fyrir þrívídd opnunnar.
[ kvæðinu „Heimsmynd" er brugðið
upp einfaldri en skarpri mynd af flóknum
hugmyndum. Þar næst að skapa heild í
andrúmslofti texta og mynda. Hversdags-
leikinn er notaður til að að velta
heimsmyndinni fyrir sér; jörðin er pönnukaka
Höfundur er myndlistarmaður og
deildarstjóri fornáms Myndiistaskóians í
Reykjavík
09 yfííÖ
ox
eða fótbolti og skálin
er himinhvolf sem myndgert er
á klókan og einfaldan hátt.
Þannig er farið um víðan völl í
Krakkakvæðum, textinn grípandi og
tilgerðarlaus og vel gerðar myndir notaðar
á hugmyndaríkan hátt. Hvergi er kastað til
höndunum og frágangur er hnökralaus.
Þetta er vönduð Ijóðabók fyrir börn og fjallar
um samtíma þeirra og umhverfi.