Börn og menning - 01.04.2003, Side 32
30
Börn og menning
Kristín Ólafs
Milljón holur
MiUjón holur kom út í Bandaríkjunum
árið 1998 en 2002 á íslandi. Verkinu var
strax vel tekið í Bandaríkjunum, bæði af
lesendum og gagnrýnendum. Það hefur
verið margverðlaunað þar í landi og hlaut
m.a. Newberry Award 1999. Höfundurinn,
Louis Sachar, er fæddur 1954 og hefur
gefið út á annan tug barnabóka. Sú fyrsta
kom út árið 1979. Sachar lagði fyrst stund
á hagfræði en síðar lögfræði og starfaði
sem lögfræðingur í átta ár að námi loknu.
Hann hefur nú skriftir að aðalstarfi. Hann á
eina dóttur sem hann notar stundum sem
fyrirmynd að „litlu systur" í sögum sínum.
Sachar hefur það fyrir reglu að ræða ekki
við neinn um bækurnar sem hann er með i
smíðum, ekki einu sinni fjölskyldu sína.
í Milljón holum segir frá hinum
ógæfusama Stanley Yelnats sem er
ofurseldur örlögunum en þau voru ráðin
þegar einskisnýti syndumspillti grísaþjófurinn
hann langalangafi hans sveik loforð sitt við
einfætta sígaunakonu. Hún launaði honum
lambið gráa og lagði bölvun á ættina. Allar
götur síðan hefur ólánið elt fjölskylduna
- allt þar til Stanley fyrir undarlega tilviljun
getur bætt fyrir brot langalangafa síns.
Stanley og glæpurinn
Stanley Yelnats er einkabarn foreldra sinna.
Pabbi hans er uppfinningamaður sem
vinnur að því að endurnýta íþróttaskó. Eitt
sinn er Stanley á gangi undir vegabrú og
fær íþróttaskó fljúgandi í fangið. Hann trúir
því að þetta sé merki frá Guði og að nú sé
pabbi hans alveg að klára uppfinninguna.
En Stanley er ekki svo heppinn. Saga hans
þykir ekki trúverðug og er hann dæmdur
fyrir stuld. Stanley og fjölskylda fá að velja
á milli þess að hann fari í fangelsi eða til
betrunarvistar í Grænavatnsbúðunum.
Það hljómar ekki svo illa. Stanley hlakkar
eiginlega til. Hann hefur aldrei farið í
sumarbúðir og er lagður í einelti í skólanum
svo hann vonast til að eignast þarna vini og
prófa eitthvað nýtt.
Grænavatnsbúðirnar
Þegar Stanley kemur í búðirnar reynist
ekki vera neitt vatn þar þrátt fyrir
nafnið. Hitinn og þurrkurinn er nánast
óbærilegur, að ekki sé minnst á matinn,
sem allur kemur úr dósum því þarna er
ekkert rafmagn og stopular samgöngur. I
Grænavatnsbúðunum dvelja afbrotadrengir
sem í betrunarskyni eru látnir grafa stórar
holur á hverjum degi í þurran vatnsbotninn.
Þeir fara á fætur um miðja nótt til að geta
grafið áður en sólin kemst hæst á loft því
þá er nánast óbærilegt að vera úti við. En
þetta er ekki allt. Drengirnir þurfa að passa
sig á alls kyns kvikindum sem vilja bíta þá og
eru mishættuleg. Guldoppótta eðlan með
svörtu tennurnar og hvítu tunguna er þeirra
verst, því sá sem verður fyrir biti hennar á
kvalafullan dauða vísan.
Stanley kemst fljótt að því að ákveðin
goggunarröð ríkir í drengjahópnum. Sá
svalasti fær fyrstur vatn þegar þeim er gefið
að drekka og hann hefur ákveðið vald innan
hópsins. Stanley veit ekki hvernig röðin er
tilkomin, hvort hún fer eftir því hver hefur
verið lengst í búðunum eða hve alvarlega
glæpi þeir hafa verið dæmdir fyrir. Hann
fær varla einu sinni að vita hvað strákarnir
heita því allir nota þeir viðurnefni og vilja
ekki svara öðru.
Á yfirborðinu er tilgangurinn með
holugreftrinum sá að láta strákana bæta
fyrir afbrot sín. Auk þess á moksturinn
að styrkja þá líkamlega og andlega svo
þeir líti bjartari augum á framtíðina eftir