Börn og menning - 01.04.2003, Side 35
Úr smiðju höfundar
33
og það væri nú ekki nóg að vera rauðhærð,
freknótt og grindhoruð þó að ekki bættist
tunglsýkin ofan á. Þetta var beinlínis geðveiki
og austur á fjörðum voru sagðar ófagrar
sögur um þá sem haldnir voru tunglsýki. Allt
voru það konur og þær áttu að vera margar
í Frakklandi.
Þetta varð til þess að árum saman horfði
ég bara á tunglið i framhjáhlaupi, svona eins
og óvart, ekki af því að ég væri að bíða eftir
því. Aldeilis ekki . . . en mikið saknaði ég
þess.
Löngu seinna rann upp fyrir mér að
sólarsýki var í raun miklu algengari en
tunglsýki. Menn góndu upp í sólina seint og
snemma og hálfdrápu sig í leit að brúnku
en enginn talaði um það sem geðveiki. (
þessum hugleiðingum fann ég tunglið mitt
aftur og það urðu miklir fagnaðarfundir.
Nálægðin við náttúruna í ýmsum myndum
er afgerandi þegar kemur að því að skapa.
Mér er nauðsynlegt að geta komist ofan í
fjöru með stuttum fyrirvara, hlustað á brimið
og séð fuglana berjast í vindinum eða horft
upp í fjall sem er ekki allt of langt í burtu.
Esjan og ég erum að verða góðir vinir eftir
að Akrafjallið var besti vinur árum saman.
Bjólfur og Strandartindur hafa samt alltaf
forgang og þó ég komi ekki til Seyðisfjarðar
árum saman veit ég upp á hár hvernig þeir
eru þvf þeir búa inni í mér. Ég loka bara
augunum og sæki þá.
Ég þarf að geta horft upp í himininn
á öllum tímum dags og komist ég í gott
augnsamband við Snæfellsjökul yfir flóann
á fallegum degi getur það þýtt ótrúleg
vinnuafköst langt fram á nótt.
Þegar ég skrifaði Kleinur og karrí (1999)
var ég löngum stundum úti í gamla vitanum
í fjöruborðinu á Akranesi. Þar var ég ein með
máfum, selum og vindinum sem gnauðaði.
Ég tók með mér fistölvuna og sitjandi á
hækjum mér náði ég miklu sambandi bæði
við jökulinn og skessuna Jóku sem kúrir
undir Jókubungunni í Akrafjalli.
Það var samt ekki fyrr en með Engli í
vesturbænum (2002) sem Snæfellsjökull
heimsótti mig yfir flóann og sat á
eldhúsbekknum þegar ég kom heim einn
góðan veðurdag. En þá vorum við líka orðin
svo vel kunnug.
Þegar ég hugsa mig betur um nærist ég á
fleiru en náttúrunni því að fólkið í kringum
mig er ekki síður nauðsynlegt. Ég hef oft líkt
mér við ryksugu sem fer út í bæ og sogar
í sig stemningar, andlit, brot úr samtölum,
skrýtnar uppákomur ofl. Heima tæmi ég
ryksugupokann og flokka innihaldið, nota
sumt en annað ekki og stundum ekki fyrr
en eftir mörg ár. Það liggur þá í salti og er
svo tekið fram löngu seinna. Kannski ætti
ég ekki að nota ryksug þetta hefur ekkert
með hreingerningu að gera. Þvert á móti. Ég
er einfaldlega að virða lífið fyrir mér. Segull
væri fallegri líking, segull sem dregur til sín
áhrif og fangar andlitin sem ég þarf að sjá.
Segull eða ryksuga - kannski er þetta
hártogun. Það sem skiptir máli er að ég
vinn úr umhverfinu á minn hátt og það
ratar síðan inn í bækurnar. Ferðalög eru líka
mikilvæg. Þannig rann upp fyrir mér hvernig
bókin Kleinur og karrí ætti að vera þegar ég
var komin austur til Indlands 1998 en þetta
efni var lengi búið að þvælast fyrir mér án
þess að ég næði utan um það.
( þessu sambandi langar mig að nefna
hlut sem ég álít mjög mikilvægan. Það er
litla bókin sem ég hef alltaf með mér á
langferðum og stundum innanbæjar líka.
í hana rata hughrifin sem ég verð fyrir og
þangað er seinna hægt að leita og fletta
upp.
í skólaheimsóknum spyrja krakkar alltaf
um kaupið, hvort maður sé giftur og eigi
börn, hvort höfundur hafi teiknað myndirnar
í bókina og hvernig sé hægt að fá svona
hugmyndir - svo að eitthvað sé nefnt. Mitt
vandamál hefur ævinlega verið það að ég
fæ allt of margar hugmyndir þannig að það
getur verið erfitt að gera upp á milli. Ég hélt
að þetta myndi lagast með aldrinum en ef
eitthvað er versnar það ...
Ætli ég að skrifa eitthvað jafnast ekkert
á við að fara út á meðal manna eða út
í náttúruna en umfram allt að vera með
skilningarvitin upp á gátt. Oftar en ekki
skjóta þá alls kyns hugmyndir upp kollinum
og ekki kemst nema lítið brot af þeim í bók.
En það er önnur saga og þá sögu á ekki að
segja hér!