Börn og menning - 01.04.2003, Side 41

Börn og menning - 01.04.2003, Side 41
Þegar mamma kemur heim 39 Sýning á norrænum myndskreytingum á Ítalíu í byrjun desember 2002 var sýningin "lllustration from Northern Europe" opnuð í Galleria Civica í Bolzano á ftalíu. Þar voru sýnd verk margra af helstu myndskreytum Norðurlanda, svo sem verk Lillian Brogger og Roald Als frá Ðanmörku, Leena Lumme og Kristiina Louhi frá Finnlandi, Kim Hiorthoj og Hilde Kramer frá Noregi og Gunna Grahs og Lasse Sandberg frá Svíþjóð. íslenskir teiknarar áttu einnig fulltrúa á sýningunni, en það voru þau Áslaug Jónsdóttir, Guðrún Hannesdóttir, Halldór Baldursson, Nína Björk Bjarkadóttir og Sigrún Eldjárn. Sýningin var á vegum ítölsku menningar- miðstöðvarinnar Associazione Culturale Nuova Teatrio í Feneyjum. Á þeirra snærum hafa verið haldnar fleiri viðamiklar sýningar af þessu tagi, meðal annars með myndum frá Austur-Evrópu og Bandaríkjunum. Teatrio-menningarmiðstöðin var stofnuð árið 1988 og hefur síðan stuðlað að framgangi myndskreytilistarinnar með listviðburðum, námskeiðum, samkeppnum og kynningum á listgreininni. Myndarleg sýningarskrá var gefin út í tilefni sýningarinnar og hefur hún að geyma vandaðar litprentanir af flestum myndum sem þar. voru, ásamt upplýsingum um sýnendur. Þar er einnig að finna greinar eftir listfræðinga frá hverju Norðurlandanna og frá Ítalíu. Sýningunni í Bolzano lauk í byrjun febrúar 2003, en áformað er að setja sýninguna upp á fleiri stöðum á Italíu og í Evrópu. í tengslum við sýninguna voru haldin námskeið og fyrirlestrar og hlaut hún góða umsögn og athygli. Til hamingju / iar í Bolzano. Bókaverðlaun barnanna Bókaverðlaun barnanna voru afhent á sumardaginn fyrsta á afmælishátíð Borgarbókasafns Reykjavíkur í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Verðlaunin fengu þær bækur sem 6-12 ára börn telja bestar meðal þeirra sem komu út árið 2002. Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur haft frumkvæði að þessu verkefni og voru kjörseðlar og veggspjöld með kápumyndum af barnabókum síðasta árs send í alla skóla í Reykjvík og víðar. Einnig var hægt að kjósa í öllum deildum Borgarbókasafns og á heimasíðu safnsins. Alls tóku um 2700 börn þátt ( valinu. Marta Smarta eftir Gerði Kristnýju hlaut flest atkvæði frumsaminna íslenskra bóka og Kafteinn Ofurbrók og innrás ótrúlega asnalegu eldhúskerlinganna utan úr geimnum (og uppreisn afturgengnu nördanna úr mötuneytinu) eftir Dav Pilkey í þýðingu Bjarna Fr. Karlssonar fékk flest atkvæði þýddra bóka. Þetta er í annað skipti sem þessi verðlaun eru afhent en að þessu sinni var einnig verið að halda upp á afmæli Borgarbókasafns en það var opnað á sumardaginn fyrsta fyrir 80 árum sem þá var 19. apríl.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.