Börn og menning - 01.04.2003, Page 42
40
Börn og menning
Bókakaffi
26. febrúar sl. héldu Islandsdeild Ibby og
Síung Bókakaffi í Súfistanum þar sem
markmiðið var að varpa Ijósi á hvernig
íslenskir rithöfundar væru að vinna úr
fornsögunum okkar um þessar mundir.
Mörgum hefur fundist undarlegt hve tregur
landinn er til að sækja í þennan fjársjóð
sem t.d. frændur okkar á Norðurlöndum
og Bretar hafa verið ófeimnir við. Nú er
ýmislegt sem bendir til að eitthvað sé að
losna um þessa tregðu og vonandi eigum
við eftir að sjá mörg og ólík verk sem munu
vekja áhuga unga fólksins okkar á þessum
dýrmæta menningararfi.
Brynhildur Þórarinsdóttir tók fyrst til máls og
sagði frá tilurð bókar sinnar Njálu sem gefin
var út af Máli og menningu fyrir síðustu jól.
Að eigin sögn tók hún fram Brennu-Njáls
sögu í útgáfu Hins íslenska fornritafélags og
breytti henni í barnabók.
Brynhildur sagði að reynsla hennar hefði
sýnt að fæstir grunnskólanemendur þekktu
hetjur íslendingasagnanna enda hefði lítið
verið gert til að kynna þær fyrir þeim. Til
þess að vekja áhuga krakkanna þyrfti að
matreiða sögurnar af kostgæfni og bera þær
skemmtilega á borð. Þetta hefði hún leitast
við að gera í sinni Njálu og hún hyggst halda
áfram og taka Egils sögu fyrir næst.
Næst steig í pontu Jóhanna Karlsdóttir
og nefndi erindi sitt „Fornsögur færðar í
búning fyrir börn". Greindi hún frá vinnu
sinni við gerð heildstæðs námsefnis um Leif
heppna sem Námsgagnastofnun gaf út.
Efnið samanstendur af sögulegri skáldsögu,
verkefnabók og vefefni. Námsefnið er
samvinnuverkefni Grænlendinga og
íslendinga sem stofnað var til árið 2000.
Titill skáldsögunnar er: Leifur Eiríksson - á
ferð með Leifí heppna en Jóhanna samdi
hana í samvinnu við Danann Leif Aidt.
Verkefnabókina og vefefnið vann Jóhanna
hins vegar með íslensku samstarfsfólki. Slóðin
á vefefnið er: www.namsgagnastofnun.is/
leifur
Guðlaug Richter
Norrænn fundur
Helgina 7. - 9. mars var haldinn árlegur
fundur hjá norrænu IBBY deildunum I
Kaupmannahöfn. Þrír fulltrúar frá íslandi
sátu fundinn og nutu rómaðrar gestrisni
Dana. Að vanda gáfu fulltrúar skýrslu um
starf deildanna á sinni heimaslóð og kom þar
margt fróðlegt fram sem var rætt ítarlegar.
Norrænu deildirnar gefa út sameiginlegt
tímarit, Nordisk blad, einu sinni á ári og
skiptast á að bera ábyrgð á því.
íslensku fulltrúarnir stungu upp á að stofnuð
yrði ritstjórn fyrir Nordisk blad sem öll löndin
ættu sæti í. Var því vel tekið og kemur
væntanlega til framkvæmda á næsta ári.
Einn helsti myndskreytir Dana, listakonan
Lillian Brögger sem er í stjórn dönsku
IBBY-deildarinnar, hélt fróðlegt erindi um
alþjóðlegu myndlistarsýninguna á mynd-
skreytingum í barnabókum sem haldin er
árlega í Bologna og rakti hvernig verkin
væru valin á hana, en hún hefur átt sæti þar
í dómnefnd. Að hennar mati hafa norrænar
myndskreytingar barnabóka nokkra sérstöðu
og gerði Brögger það að tillögu sinni að
norrænu IBBY-deildirnar stæðu fyrir slfkum
sýningum á fimm ára fresti í samráði við
félög myndskreyta. Það var samþykkt og
tók danska IBBY-deildin að sér að halda
utan um málið til að byrja með. Sennilega
yrði um farandsýningar að ræða og ákveðið
að sækja um fjárstuðning fyrir sýninguna til
Nordisk Kulturfond.
Að vanda kynntu deildirnar það nýjasta
í barnabókaútgáfunni í hverju landi. Það
sem vakti mesta athygli var gríðarleg sala
á nýrri finnskri myndabók í stóru broti
með allmiklum texta. Hún er unnin upp úr
bókinni Sjö bræður eftir Aleksis Kivi sem
einhverjir lesenda okkar þekkja trúlega og
hafa jafnvel séð útfærða á hvíta tjaldinu.
Bókin kom út á síðasta ári og hefur þegar
selst ( 127.000 eintökum. Þannig sýna
finnskir barnabókahöfundar menningararfi
sínum sóma svo eftir er tekið og spara hvorki
fé né fagran frágang í því sambandi. Hafa
þeir áður gefið út kvæðabálkinn Kalevala í
myndskreyttri útgáfu fyrir börn.
Þá tók fulltrúi norsku IBBY-deildarinnar,
Anne Horn, sem starfar hjá forlaginu
Ömnipax til máls utan dagskrár. Hún vill
vinna að því að palestínsk börn eigi aðgang
að góðum bókum og ætlar að virkja norsk
verkalýðsfélög og ýmsa menningaraðila
í Noregi til að standa að málinu. Anne
er í sambandi við forlag f Ramallah sem
hefur sjö góða höfunda á sínum snærum
en innlendir myndskreytar eru fáir. Anne
Horn hyggst finna þá á Norðurlöndum.
Áætlað er að síðan verði bækurnar gefnar
út bæði í Palestínu og á Norðurlöndum.
Bar hún það upp hvort hinar norrænu
IBBY-deildirnar vildu styðja þetta verkefni.
íslensku fulltrúarnir tóku vel í það og lofuðu
að kanna málið hér heima. Fundurinn var
vel skipulagður og allur hinn ánægjulegasti
enda valinn maður í hverju rúmi í stjórn IBBY
Danmark. Við stöllur komum heim aftur
upptendraðar og barmafullar af góðum
hugmyndum.
Guðrún Hannesdóttir og Iðunn Steinsdóttir
Nýr IBBY-vefur
íslandsdeild IBBY hefur opnað nýjan
vef á netinu sem er vistaður hjá
Rithöfundasambandi íslands á slóðinni:
www.rsi.is/ibby. Anna Heiða Pálsdóttir hefur
allan veg og vanda af vefnum en hann er
ennþá í smíðum. Þrátt fyrir það hvetjum
við félagsmenn og aðra góða gesti til að
kíkja á vefinn og kynna sér hvaða efni þar
er og verður að finna. Á upphafssíðunni
eru birtar fréttir og tilkynningar um fundi
og uppákomur sem fyrirhugaðar eru hjá
félaginu og öðrum sem starfa á svipuðum
vettvangi. Einnig er að finna á vefnum
upplýsingar um markmið og starfsemi IBBY
og eitt og annað fróðlegt um Islandsdeildina.
Loks er ætlunin að birta þar yfirlit yfir efni
allra tölublaða tímaritsins okkar, Börn og
menning, allt frá því að farið var að gefa
það út f núverandi mynd.