Börn og menning - 01.09.2005, Side 10
8
Börn og menning
Bernd og brúðurnar
Viðtal við Bernd Ogrodnik - manninn á bak við leikbrúðurnar
í Klaufum og kóngsdætrum.
í Klaufum og kóngsdætrum vekja
leikbrúður athygli áhorfenda og gefa
sýningunni sérstakan blæ. Þarna eru Ijóti
andarunginn, litla stúlkan með eldspýturnar
og næturgalinn komin en þeim er stjórnað
af dökkklæddum manni með alpahúfu
sem lætur annars lítið fyrir sér fara. Þegar
málið er kannað nánar reynist maðurinn
með alpahúfuna heita Bernd Ogrodnik og
vera einn af fremstu brúðugerðarmönnum
í heimi.
Bernd fæddist í Þýskalandi árið 1961 en hefur
búið lengi á íslandi og í Bandaríkjunum. Núna
er hann búsettur norður í Skíðadal þar sem
hann er með vinnustofu í gömlu minkabúi en
eins og gefur að skilja þarf hann að ferðast
mikið vegna starfs síns.
Blaðamaður Barna og menningar mælti sér
mót við Bernd á kaffihúsi á Laugaveginum
einn hryssingslegan haustmorgun og
auðvitað var ein af fyrstu spurningunum
hvers vegna hann ákvað að setjast að í
íslenskum afdal. Bernd gerði lítið úr því að
búa langt frá Reykjavík og benti á að frá
Þverá í Skíðadal, þar sem hann og kona
hans búa, er aðeins 45 mínútna akstur til
Akureyrar og með flugvél er hann kominn
til Reykjavíkur rúmum tveimur tímum eftir
að hafa ekið úr hlaði heima hjá sér. Þessu til
viðmiðunar bjó hann lengi í Bandaríkjunum
þar sem margra tíma akstur á vinnustað
þykir ekkert tiltökumál. Sveitabæinn átti áður
annar erlendur listamaður sem flutti sig um
set í Eyjafirðinum svo listalíf ( Eyjafirði hlýtur
af njóta góðs af þessu fjölbreytta mannlífi.
Býr sjálfur til allar brúðurnar
Ferill Bernds sem brúðugerðarmanns er mjög
langur, nær allt aftur til barnæsku hans í
Þýskalandi, en á íslandi kannast flestir við
Pappírs Pésa sem Bernd hannaði á sínum
tíma og var það eitt af fyrstu verkefnum
hans hér á landi í brúðugerð. Hann stjórnaði
brúðunni auk þess að teikna myndirnar í
bókina um Pappírs Pésa.
Bernd býr til allar sínar brúður sjálfur og
er það oft mjög langt og flókið ferli. Það vita
allir sem séð hafa Klaufa og kóngsdætur í
Þjóðleikhúsinu að Ijóti andarunginn breytist
í lokin úr klunnalegum fuglsunga í fallegan
svan sem teygir fram hálsinn og vængina á
ótrúlegan hátt. Tæknilega séð er þetta snúið
og bara önnur löppin á Ijóta andarunganum er
samsett úr 44 viðarbútum með skinnpjötlum
á milli.
Bernd telur það mjög gefandi starf að
vera á sviðinu og þegar við spjöllum áfram
um sýninguna í Þjóðleikhúsinu segir hann að
oft komi fyrir að fólk vikni yfir litlu stúlkunni
með eldspýturnar en þar ríki hinn fullkomni