Börn og menning - 01.09.2005, Blaðsíða 23
BIB á bökkum Dónár
21
BIB á bökkum Dónár
Verk eftir Ali Reza Goidouzian
Verk eftir Lilian Brögger
Annað hvert ár er haldin geysistór yfirlits-
sýning á myndskreytingum barnabóka í
Bratisiava, höfuðborg Sióvakiu, á bökkum
Dónár.
Biennial of lllustrations Bratislava (BIB) á sér
djúpar rætur því fyrsta sýningin var 1967
og í ár var því haldið upp á tuttugasta
tvíæringinn með sérstakri viðhöfn. Myndir
streymdu inn frá öllum heimshornum, og
á endanum urðu þær 2966 talsins frá 48
löndum og fylltu margra hæða hús. í flestum
tilvikum eru myndir valdar af opinberum
aðilum í viðkomandi landi eða af félögum á
borð við IBBY. Langt er síðan ísland hefur átt
fulltrúa á sýningunni en Norðurlöndin hafa
oft tekið þátt í henni og í ár voru danskir
myndhöfundar fjölmennastir í þeirra hópi
eða fjórtán talsins.
Ekki var áhlaupaverk að skoða sýninguna
en stórskemmtilegt og fyrirhafnarinnar virði.
Slóvakar eru formfastir menn og sýna þessum
þætti menningarinnar gamalgróna virðingu,
enda bar opnunarhátíð í Óperuhúsinu
og vinnubrögð öll við sýninguna þess
glöggt vitni. Dómnefnd með fulltrúum
tólf þjóðlanda úthlutaði verðlaunum og
viðurkenningum. Heiðursverðlaun að þessu
sinni hlaut Ali Reza Goldouzian frá (ran,
einnig voru 5 Gullepli afhent og féll eitt þeirra
í skaut Lillian Brögger frá Danmörku (fyrir
myndskreytingu bókarinnar Hundrede meget
firkantede historier) auk þess sem úthlutað
var heiðursskjölum og viðurkenningum til
myndskreyta og framúrskarandi forlaga.
Það er sjaldgæf reynsla að eiga þess kost
að skoða barnabókamyndir frá svo mörgum
og fjarlægum löndum samankomnar á einum
stað og illmögulegt að lýsa f stuttu máli því
sem fyrir augu bar, en þó var auðvelt að
greina stefnur og strauma í ýmsar áttir og
skynja sérkenni myndskreytinga ólíkra landa.
Vegleg og þykk sýningarskrá gefur örlitla
nasasjón af því sem þarna var í boði.
Víðsvegar um miðborg Bratislava voru
einnig „auka"sýningar á myndskreytingum
af ýmsu tagi, fyrirlestrar, málstofur og
vinnubúðir fyrir unga myndskreyta. (Bibiana,
Alþjóðlegu listahúsi barnanna, gaf að líta
undurfagra gagnvirka sýningu byggða á
ævintýrum H.C. Andersens sem hönnuð var
af leikhúsfólki og leikmyndasmiðum úr efstu
skúffu, og hugurinn reikaði óneitanlega
til skýjaborganna um þvílíkt hús til handa
íslenskum börnum.
Bratislava á sér einnig langa teiknisögu
og hefur fóstrað a.m.k. tvo myndskreyta
sem hafa haft áhrif langt út fyrir sína
landsteina, Albin Brunovsky og Dusan Kallay,
sem eru glæsilegir fulltrúar austurevrópskrar
myndskreytingahefðar.
Frá (slandi lagði undirrituð ásamt Sigrúnu
Eldjárn land undir fót og sýndum við auk
Sigurborgar Stefánsdóttur myndir úr bókum
okkar. Sjá nánar um BIB á www.bibiana.sk
Guðrún Hannesdóttir