Börn og menning - 01.09.2005, Blaðsíða 7
Líf með brúðunum
5
Höfðar þá brúðuleikhús meira til
barna en fullorðinna?
vinnustofu hennar og spjölluðum við saman
undir árvökulum augum brúðanna allt í
kring.
Helga: Menn hafa heillast af brúðuleik-
húslistgreininni í gegnum aldirnar og það er
ekki að ástæðulausu að hún er ein af elstu
listgreinum sögunnar. Brúðuleikhúslistgreinin
á sér þó ekki langa sögu hér á landi en hún
mun án efa fylgja okkur um ókomna tíð.
Sýningarnar sem ég set upp með Brúðubílnum
miðast fyrst og fremst við börnin. Ég
reyni að taka mið af því sem þeim finnst
skemmtilegt en um leið bitastætt og nota
m.a. til þess gömlu þjóðsögurnar. Ég vil að
sýningar Brúðubílsins hafi einhvern boðskap,
til dæmis að maður eigi að vera góður eða
kærleiksríkur. í raun er boðskapurinn alltaf
einfaldur og til að koma honum til skila þarf
andstæða hinna göfugu gilda að vera til
staðar eins og refurinn eða úlfurinn. Þeir búa
til spennuna í sögunni sem endar þó alltaf
vel. Refurinn og úlfurinn læra af reynslunni,
þeim er kennt og þeir þroskast í verkinu. Ég
læt því fara saman lífsins fræðslu í bland við
skemmtunina. Ég forðast þó að prédika yfir
börnunum heldur reyni ég að leiðbeina þeim
á skemmtilegan máta. Frá upphafi hef ég
haft það að leiðarljósi að ég sé að vinna fyrir
börnin og geri það af einlægni.
Það er misskilningur margra hér á landi
að brúðuleikhús sé aðeins fyrir börn.
Brúðuleikhúslistgreinin er í raun mjög öguð
og þróuð listgrein og við kynnumst henni
fyrst sem börn. Þessu er í raun alveg eins farið
með tónlistina, börn byrja að syngja Gamla
Nóa, svo þróast þau í söngnum. Eins er með
brúðuleikhús sem listgrein. Víða erlendis má
sjá að brúðuleikhúslistgreinin er ekki síður
fyrir fullorðna en börn. í Japan og Kína,
Indónesíu og víðar stendur brúðuleikhús
jafnfætis dansinum og tónlistinni. í Salzburg
er einnig stöðugt verið að sýna Mozart óperur
með brúðum og fólk hópast að til að sjá þær.
í Tékklandi og fyrrum austantjaldslöndunum
er brúðuhefðin auk þess á mjög háu listrænu
stigi hvort sem um börn eða fullorðna er að
ræða.
Brúðan er svo góður miðill því hún höfðar
svo til barnanna. Það sést best á því að ef
ég sit fyrir framan börn með brúðu þá tala
börnin við brúðuna en ekki mig. Þannig
geta brúður verið mjög gott kennslutæki.
Ég kenni sjálf ýmislegt með brúðunum,
til dæmis kenni ég börnunum að þekkja
litina og tölustafinu; og ég kenni þeim
að virða náttúruna m.a. með því að birta
þeim myndir af tröllum í fjöllunum. Það
er líka gaman að leika þjóðsögurnar
okkar í leikhúsinu, en það er eins og að
sá fræjum til framtíðar.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara af
stað með brúðuleikhús?
Ég fór á námskeið hjá brúðuleikhúslista-
manninum og Þjóðverjanum Kurt Zier í
Handíða- og myndlistarskólanum árið 1968
og þar kviknaði áhuginn. Hann bar svo mikla
virðingu fyrir brúðunum og kenndi mér að
meðhöndla þær eins og listaverk. Þetta sama
ár var svo Leikbrúðuland stofnað og síðan
hefur ekki verið aftur snúið.
Hvað ertu lengi að setja upp sýningu
fyrir Brúðubílinn?
Yfirleitt byrja ég strax eftir áramót að
velta því fyrir mér hvaða sögu ég ætli
„Lilli er ein af fyrstu brúðunum. Ég byrjaði að nota
hann þannig að hann vissi ekkert, kunni ekki litina,
var bara með snuðið sitt. Krakkarnir gátu sagt Lilla
til, varað hann við hættunum o.s.frv. Nú hefur Lilli
aðeins vitkast. Ef ég reyni að hætta að nota hann þá
spyrja menn. Hvar er Lilli? Hann er ómissandi partur
af sýningunum."
Er einhver munur á almennri
barnasýningu og brúðuleikhúsi?