Börn og menning - 01.09.2005, Síða 9
[ göngu með Línu
7
í göngu með Línu og IBBY á Kvennafrídaginn
/ fljótu bragði er það kannski ekki margt sem IBBY á íslandi, Lína langsokkur og Kvennafrídagurinn eiga sameiginlegt - annað en það að
eiga stórafmæli á þessu ári. Og þó - þegar nánar er að gáð er ýmislegt sem tengir þetta þrennt saman eða það fannst mér að minnsta
kosti undir mögnuðum áhrifum frá samferðafólki mínu niður Skólavörðustíginn 24. október síðastliðinn. Það flaug margt í gegnum
hugann á þeim langa tíma sem tók að komast alla leið niður á Lækjartorg og ósjálfrátt varð mér hugsað til þeirra sem deila þessu
stórafmælisári með Kvennafrídeginum.
Það er staðreynd að sumir eldast betur en aðrir
og það á jafnt við um bókmenntapersónur
og lifandi manneskjur. Lína langsokkur
varð sextug á þessu ári en er síung og
vinsældir hennar alltaf jafn miklar. Lína hefði
áreiðanlega haft gaman af þvf að sletta úr
klaufunum á Kvennafrídaginn. Öll hennar
hegðun segir okkur nefnilega hvað henni
fannst um jafnrétti kynjanna. Eigi jafnrétti
að ná fram að ganga er að margra mati
nauðsynlegt að hvetja stúlkur til að vera
sterkar, hugrakkar, óheftar, skemmtilegar,
uppreisnargjarnar og að trúa á eigin getu
eins og Lína. Hún þorir án efa, getur og vill
eins og sungið var í fyrsta sinn í útvarpinu kl.
7 að morgni 24. október 1975. Ekki er því að
undra að Línu skuli hafa verið hampað sem
fyrirmynd kvennahreyfinga í gegnum tíðina.
Astrid Lindgren, höfundur Línu, á einhvern
tímann að hafa sagt að margar konur hafi
þakkað henni fyrir að hafa skapað þessa
hugumstóru persónu því til hennar hafi þær
sótt styrk og hvatningu. Þetta sannar enn
einu sinni hvað góðar barnabækur fá miklu
áorkað.
IBBY-deildin á íslandi var stofnuð 11. júní
1985 og varð félagið því tuttugu ára gamalt
á þessu ári. Tengsl IBBY við Línu eru augljós
að því leytinu til að hlutverk félagsins er að
stuðla að framgangi góðra barnabóka en
þar að auki má nefna að Astrid Lindgren
var einn af stofnendum IBBY-samtakanna á
sínum tíma.
IBBY á íslandi hefur dafnað
vel líkt og Lína en fjöldi félaga
er nú kominn upp í 256.
Því til samanburðar má geta
þess að á stofnfundinum
fyrir 20 árum er talið að
50-60 manns hafi mætt.
Á fundinum sagði Sigrún
Klara Hannesdóttir, fyrsti
formaður félagsins,
að sorglega langur
tími færi í vídeó og
tölvuleiki hjá börnum
og unglingum. Slík
afþreying væri
það sem bókin og
bókmenntir yrðu
að keppa við. Ekki hefur
bókin haft betur í þessari keppni á
þeim 20 árum sem liðin eru, börnin eyða
nú sjálfsagt enn lengri tíma fyrir framan
skjáina. En bókin hefur heldur ekki orðið
undir í keppninni og nú er orðið nokkuð Ijóst
að hún verður að lifa í sátt og samlyndi við
afþreyingariðnaðinn. Til þess að það megi
takast þarf bókin á öflugu stuðningsliði að
halda og þess vegna er þörfin fyrir IBBY
jafnmikil ef ekki meiri en hún var fyrir 20
árum.
Nú væri kjörið tækifæri
að tíunda afrek
IBBY á (slandi í
tilefni afmælisins
en ég ætla að
láta það ógert.
Þess í stað læt ég
nægja að segja
að við getum verið
ánægðar með það
sem við höfum áorkað
gegnum tíðina.
Ánægðar? Já, nú kem
ég nefnilega að annarri
ástæðunni fyrir því að
IBBY var mér hugstætt
á Kvennafrídaginn þegar
jafnrétti var á allra vörum.
( fundarbókum félagsins má
lesa að einungis einn karlmaður hafi
setið í stjórn félagsins allt frá stofnun þess.
Hvernig skyldi standa á því?
Cuðlaug Richter
www.ibby.org
Athygli er vakin á þvf að vefur IBBY-samtakanna, ibby.org, hefur verið endurskipulagður í því skyni að þjóna betur þeim sem
heimsækja hann. Þar má lesa nýjustu fréttir af vettvangi samtakanna auk þess sem gerð er grein fyrir starfseminni, bæði á
alþjóðavísu sem og á heimavöllum margra landsfélaga. Við hvetjum lesendur til að skoða vefinn í góðu tómi. Einnig er vert að
benda á að á slóðinni http://www.ewinner.con/www/cbby/english/reftable.htm má nálgast upplýsingar um næsta heimsþing IBBY
sem haldið verður í Peking í september 2006 og skrá sig til þátttöku.