Börn og menning - 01.09.2005, Síða 5

Börn og menning - 01.09.2005, Síða 5
Mér finnst ... 3 Ibby á íslandi vera góður félagsskapur. Á þeim liðlega 20 árum sem liðin eru síðan hann var stofnaður hefur hann staðið fyrir margs konar umfjöllun fyrir fullorðið fólk um barna- og unglingabækur. Það er ekki ýkja langt síðan Islendingar skriðu út úr þrengslunum í torfkofunum og tóku að byggja hús og íbúðir með almennilegu geymslurými. Þá komu skúffu- skáparnir til sögu og síðan höfum við verið mjög upptekin af að sortera og ganga frá hlutunum í réttum skúffum. Sem von er, loks þegar við erum komin í almennileg híbýli viljum við ekki hafa allt í drasli. Börn og það sem snertir þau er í einni skúffu og og hún er sjaldan opnuð af okkur fullorðna fólkinu. Þess vegna hefur oft reynst erfitt að fá fullorðna til að kynna sér það efni sem framleitt er fyrir börn, leikið, teiknað, lesið eða skrifað. Þegar bókmenntahátfðir eru haldnar eru bækur fyrir börn ekki með af því að þæreru ekki í bókmenntaskúffunni heldur barnaskúffunni hjá öllum leikföngunum - rétt eins og í ýmsum bókabúðum þar sem leikfangastaflarnir hækka jafnt og þétt. Þó fyrirfinnast þeir einstaklingar sem láta sig barnamenningu varða og skrifa og teikna fyrir þessa skúffu. Undanfarin ár hefur bókaútgáfan aukist og eflst og ekki síst orðið grundvallarbreyting á myndskreytingum í bókum fyrir yngri börnin. En það er á brattann að sækja og þess vegna er svo gott að finna að til eru þeir sem vilja efla og styðja þetta starf. Og þar kemur IBBY á íslandi ínn í myndina. í áranna rás hefur félagið, í samvinnu við ýmis önnur félög, staðið fyrir ráðstefnum og samkomum ætluðum fullorðnu fólki, þar sem listrænt efni fyrir börn og unglinga er kynnt og rætt faglega um það. Það skemmtilega er hve vel þessar samkomur eru yfirleitt sóttar og umræður líflegar. Það sýnir að til er dágóður hópur fólks sem fylgist með barnaefni og hefur skoðanir á því (ég býð ekki í skúffurnar hjá þessum vesalingum). Tímaritið Börn og menning sem IBBY á íslandi gefur út fjallar sömuleiðis um menningarefni fyrir börn og unglinga. Eina málgagnið þeirrar tegundar á íslandi og ómetanlegt að mati þeirra sem láta sig þessi mál varða. Og nú ætla ég að vera persónuleg. Mér finnst IBBY á íslandi og alþjóðlegu IBBY samtökin vera skemmtileg enda er ég búin að starfa innan þeirra árum saman og hef kynnst starfinu vel. Sat í ritnefnd á árdögum samtakanna hér á landi og hef nú verið í stjórn í nærfellt áratug. Það er gaman að vera í stjórninni, í henni er alltaf hresst og áhugasamt fólk. Að vísu hefur okkur haldist óttalega illa á karlmönnum. Þeir hafa stöku sinnum slegið til en aldrei mætt á fundi og þar af leiðandi dottið út. Vissulega væri fengur í að fá stundum sjónarmið þeirra á hlutunum og gaman ef einhverjir dugnaðarpiltar sem lesa þetta tækju nú á sig rögg og byðu sig fram í næstu stjórn. Aðalfundirnir eru í maí og þeim yrði tekið opnum örmum! Það er líka mjög gefandi að taka þátt í alþjóðlega starfinu. Grunnhugsjón samtakanna, að byggja brú milli ólíkra menningarheima með barnabókum, erfalleg. Þó að Ijóst sé að ekki hefur enn tekist aðfrelsa heiminn með slíkri smíð er unnið margvíslegt starf til að styrkja bókasöfn og bókaútgáfu hjá fátækum þjóðum. Annað hvert ár eru alþjóðlegar ráðstefnur sem standa yfirleitt í fimm daga. Ég hef sótt nokkrar þeirra, t.d. í Suður-Ameríku, Indlandi og Suður-Afríku svo að eitthvað sé nefnt. Mjög er vandað til þess efnis sem boðið er upp á og auk þess að hlusta á góða fyrirlestra og taka þátt í spennandi málstofum kynnist maður þarna fólki frá öllum heimsins löndum og aðstæðum sem eru okkurframandi. Ég hefði ekki upplifað það að fara í heimsóknir í skóla í Suður-Afríku þar sem börnin lærðu ýmist í gámum eða úti í garði nema af því að ég var þar á heimsþingi IBBY í fyrra. Ekki heldur séð bókakost barna og unglinga í Indlandi sem samanstóð aðallega af litlum bæklingum sem tæplega myndu flokkast undir bækur hér á landi. Mig langar að nota tækifærið og benda ykkur félagsmönnum í IBBY á að það geta allir tekið þátt í ráðstefnunum og þær eru ótrúlega gefandi. Þama koma saman bókasafnsverðir, útgefendur, kennarar, rithöfundar og myndlistarmenn frá ýmsum löndum. En frá íslandi mæta einungis tvær til þrjár stjórnarkonur. Þetta eru ekki ráðstefnur fyrir lokaðan hóp, þær snúast um málefni sem varða okkur öll. Sú næsta verður í Peking 20. - 24. september á næsta ári. Upplýsingar um hana veitum við í stjórn IBBY á íslandi og ég hvet ykkur til að hugsa málið og byrja strax að safna. Ég veit að enginn sem fer verður fyrir vonbrigðum. Höfundur er rithöfundur og kennari.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.