Börn og menning - 01.09.2008, Side 5
Frá ritstjóra
3
Heyrast ekki stöðugt raddir um að börn
og unglingar lesi minna með hverju árinu
sem líður? Ekki veit ég hvort íslenskar
rannsóknir eru til á lestri barna fyrr og
nú en fræðimenn í nágrannalöndunum
segja að krakkar lesi minna en áður,
lesskilningi hraki og að útlánum bóka
á söfnum fækki. Rannsóknir má þó
auðvitað alltaf draga í efa, eru útlán
skólabókasafna inni í tölfræðinni og
hver veit hversu margir lesa hverja bók
sem keypt er eða lánuð? Og hvað með
aukna útgáfu hljóðbóka, fyrir nú utan
alla textana sem renna fyrir augu okkar
allra, bæði í sjónvarpi og á tölvuskjám?
Margir tala eins og það að læra að lesa
sé líffræðilegur eiginleiki. En lestur er frekar
nýlegt fyrirbæri í sögu mannkyns. Kannski
er ekki jafn sjálfsagt og flestir vilja meina að
við séum sffellt lesandi. Við lærum næstum
öll fyrirhafnarlaust að tala með þvf að
umgangast talandi fólk en lestur er miklu
flóknara fyrirbæri. Lestur er ákveðin tækni
sem reynslan sýnir að margir eiga mjög erfitt
með að tileinka sér. í rauninni er merkilegt að
til þess sé ætlast að allir lesi dag hvern flókna
texta, skilji þá og túlki. Þetta getur varla
verið sjálfsagt og auðvelt mál og hvað þá að
öll börn nái færni í þessari tækni nokkurn
veginn á sama hraða og á sama aldri.
Hvers vegna ættum við öll að lesa
bækur?
Fyrir utan að bækur skemmta þá gegnir
lestur mikilvægu hlutverki þegar kemur
að málþroska. Foreldrar, leikskólakennarar
og fleiri lesa fyrir börn, eða segja þeim
sögur, og þannig öðlast börn málþroska og
orðaforða. Börn og unglingar þurfa mikinn
orðaforða til að geta fylgst með í skólanum.
Eígi nám að koma að gagni krefst það þess
að nemandinn geti lesið, skilið og túlkað
námsefnið og því er mjög mikilvægt að
börn fái þjálfun í lestri frá þvf snemma í
grunnskóla og æfingu í að fjalla um efnið
á margvíslegan hátt. Hlýtur það ekki að
skipta mestu máli að allir finni sína leið að
orðaforðanum, allir fái f hendurnar verkfæri
sem þeim hentar?
Ég fullyrði að í nágrenni við okkur öll
er fólk sem aldrei les bók. Þeim sem lesa
finnst þetta skrítið. Er bóklestur endilega
lífsspursmál? Augljóslega ekki, en ég er
sammála þeim sem halda því fram að góð
ástæða, og kannski sú besta, fyrir þvf að
halda bóklestri að krökkum, sé að þau
öðlast færni í að rökræða. Bókafíklar geta
einnig réttlætt misnotkun sína með því að
halda því fram að bóklestur sé holl fíkn.
Bókmenntagagnrýnandi hélt því fram um
dagínn að tölvuleikjafíklar og bókabéusar
ættu margt sameiginlegt. Þeir sætu með
nefið ofaní áhugamálinu þegar flestir aðrir
svæfu, væru oft einrænir og fölir og eyddu
miklum tíma í áhugamálið og lifnuðu allir við
væri einhver til staðar til að ræða um heim
nýja tölvuleiksins eða bókarinnar sem síðast
gleypti alla athyglina. En gagnrýnandinn hélt
því fram að tölvuleikjaffkillinn væri ekkí jafn
duglegur að rökræða og þeir sem lesa sig
rauðeygða. Þetta var hugsanlega hálfgert
grín og það getur auðvitað vel verið að þeir
sem gleyma sér við tölvuna þroskist á öðrum
sviðum, fái betri rýmisgreind, hugsi öðruvísi
og öðlist jafnvel meira hugmyndaflug en