Börn og menning - 01.09.2008, Síða 6

Börn og menning - 01.09.2008, Síða 6
4 Börn og menning hinir. Ég minnist foreldra æskuvinkonu minnar sem stöðugt voru með áhyggjur af næturlestri barnsins, þau reyndu að drösla henni undan sænginni og út að leika, en ekkert gekk. Hún gat ekki slitið sig frá bókunum. Nú heyrir maður svipaðar sögur af börnum sem sitja við tölvu en síður um lestraráráttu. Bóklestur er viðurkenndur sem holl fíkn. Lestur er mikilvægur Ég hef aldrei hitt lítið barn sem ekki fannst gaman að láta lesa fyrir sig, eða segja sér sögur og skoða myndir. Með því að lesa fyrir börn kennum við þeim tungumálið, þau læra öll skemmtilegu orðin og hljóðin, að lesa myndirnar og nota hugmyndaflugið; að túlka. Saga í bók er ekki berstrípaður veruleikinn, sá sem les eða hlustar þarf að hugsa, túlka og setja í samhengi til að skilja. Börn fá ekki bara orðaforða úr bókum, lesturinn gerir þau vonandi hæfari í mannlegum samskiptum og víkkar sjóndeildarhring þeirra, kennir þeim að skilja og greina rétt frá röngu. Þess vegna er lestur, hvort sem hann fer fram í einrúmi með bók eða einhvern veginn öðruvísi, mikilvægur. Og þess vegna þurfa börn að öðlast næga færni til að geta nýtt sér það sem þau lesa, ekki bara sem þiggjendur heldur þarf að leyfa þeim að tala um efnið, skrifa um það eða fjalla um það með öðrum hætti, á eigin forsendum. Lestur er mikilvægur fyrir lýðræðið. Úrvinnsla Af eigin skólagöngu og með því að starfa sem kennari á ýmsum skólastigum hefur mér oft fundist töluvert vanta í úrvinnslu efnisins. Nemendur eru á prófum spurðir hvað systurnar Ása, Signý og Helga hafi heitið, í stað þess að spurt sé hvað sagan hafi sagt þeim eða hvers vegna þau haldi að sögupersónur hafi hegðað sér eins og þær gera. Margir nemendur komast aldrei á það stig að fara að túlka sjálfir og setja í samhengi. Þetta á við um raungreinar jafnt sem aðrar greinar, eða hvers vegna er stærðfræði svo mörgum eintómar dauðar tölur? Mér finnst lestur eiga að vera ögrandí fyrir hugann, en hann má samt ekki verða svo ögrandi að margir gefist upp. Einstaklíngar í okkar samfélagi sem eru ólæsir eða ófærir um að skilja texta eru dæmdir til að verða valdalausír. En sama aðferð hentar ekki öllum til tjáningar og það á að vera sjálfsagt mál að komið sé til móts við þarfir hvers og eins. Sumir læra hægt að lesa en aðrir hratt, þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf verða. Tímarnir breytast og smekkurinn líka Margir hneigjast til að ráðleggja öðrum að gera það sem hentar þeim sjálfum. Foreldrar halda gjarna bókum að börnunum sínum sem þeim fannst skemmtilegar í æsku. En þótt sum verk séu sígild þá er það hreinlega svo að margt á sinn stað og sinn tíma, það sem foreldrar höfðu gaman að í æsku fellur ekkert endilega börnunum í geð. Kannski virkar best að sjá til þess að aðgengi sé að allskonar bókmenntum og að börnin geti valið það sem þeim finnst spennandi. Bókasöfn og bókabúðir eru ótæmandi kistur. Þyki barninu einhver bók leiðinleg eða erfið aflestrar, finnum þá bara einhverjar aðrar bækur eða notum tæknina og setjum hljóðbók í tækið. Börn og menning - metnaðarfullt tímarit Börn og menning kemur út tvisvar á ári og er eina íslenska tímaritið sem eingöngu er helgað barnabókmenntum og annarri barnamenningu. Metnaður er lagður í að fá hæft fólk til að fjalla á faglegan hátt um efnið. í þessu blaði er fjallað um fjölbreyttar barnabækur; gamlar og nýjar, verðlaunaðar bækur og metsölubækur, sígild verk og önnur sem hugsanlega gleymast fljótt. Sífellt er unnið að því að fjölga áskrifendum og félögum í IBBY, sért þú ekki í hópnum má senda línu á bornogmenning@gmail.com og láta bæta sér á listann. Svo má líka gefa vini eða vinkonu áskrift í jólagjöf. Þórdís Gísladóttir ritstjóri

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.