Börn og menning - 01.09.2008, Blaðsíða 10

Börn og menning - 01.09.2008, Blaðsíða 10
Börn og menning hluta af þeirri bylgju þó að rétt sé að geta þess um leið að bækurnar eru á mjög vandaðri íslensku og þýðandi flestra þeirra raunar skagfirskur sósíalisti, Kristmundur Bjarnason (sem einnig þýddi flestar Fimmbækur Enid Blyton)1. Beverly Gray er ólíkt ævíntýralegri persóna en Adda en þó ekki svo ósvipuð undir niðri. Hérna er henni lýst: „Bráðlyndið var eini gallinn á lundarfari hennar, en hversdagslega var hún góð og gæf. Hún hafði tekið í arf frá móður sinni þýtt og töfrandi viðmót og næma réttlætistilfinningu, og frá föður sínum óbilandi kjark og glaða glettni. En undir niðri var hún ófyrirleitin og brellin, og þessi galli á skapgerð hennar náðí stundum tökunum og leiddi til þess, að hún gerði eitt eða annað í bráðræði, sem hana iðraði jafnskjótt sárlega" (Clarie Blank, BeverlyGray nýliði, Akureyri 1944, bls. 13)2. Höfundur er ófeiminn við að túlka Beverly Gray rækilega 1 Fyrsta bókin var þó þýdd af eiginmanni Ragnheiðar Jónsdóttur rithöfundar, Guðjóni Guðjónssyni. Hún kom út árið áður en fyrsta bókin um Dóru og ekki er ósennilegt að Ragnheiður hafi meðal annars verið rekin áfram af hvöt til að færa íslenskum unglingsstúlkum efni sem stæði nær þeirra veruleika. 2 Þess má geta að höfundur Beverly Gray- bókanna er oftast kölluð Clarie Blank á bókarkápunum en ég fæ þó ekki betur séð en að hún hafi heitið Clair eða Claire Blank (1915-1965). skýran mun á Beverly og Öddu; þó að Jenna og Hreiðar séu ekki haldin neinni lýsingarorðafælni er hér hlaðið meiru í eina efnisgrein en tíðkast hjá þeim. Samt eru þær Adda alls ekki ósvipaðar persónur þegar stíllinn er skafinn af. Ólíkt Öddu er Beverly unglingur frá upphafi. Hún er nítján ára þegar hún hefur nám í Vernonskólanum og sögurnar um hana eru gagngert skrifaðar sem „ungstúlknabækur", þær eru ekki saga af barni sem síðan fullorðnast og verður unglingur - unglingabækur fyrir stúlkur eru sumsé komnar til (slands áður en Jenna og Hreiðar nota orðið „unglingabók" á seinustu Öddubókina. Sögurnar um Beverly Gray eru líka raunsæjar á yfirborðinu, á þann hátt að þær gerast í okkar tíma og okkar heimi. Þær eru á hinn bóginn mun fjarlægari hversdagslegri reynslu lesendahópsins en Öddubækurnar. Adda er að vísu fyrirmynd en Beverly er ofurkona og það sést strax í fyrstu bókinní. ( fyrstu köflunum virðist hér á ferð dæmigerð skólasaga (og sá er rammi bókarinnar sem lýkur á að Beverly Gray er hyllt af forstöðukonu skólans fyrir öll afrek sín, svipað og stundum gerist í bókunum um Harry Potter og þetta heyrir til skólasagnabókmenntagreininni yfirleitt). Um miðbík sögunnar hefjast hins vegar æsileg ævintýri (það segir sína sögu að heilir tveir kaflar í bókinni heita „Björgun"). Fyrst er Beverly rænt af einsetukonu og síðan bjargar hún sjálf herbergisfélaga sínum Shirley Parker úr voveiflegum eldsvoða. Hún og vinkonur hennar bjarga Shirley raunar líka frá óæskilegum elskhuga sem mun víst vera á höttunum eftir auði hennar því að Beverly og vinkonur hennar eru sannkölluð yfirstétt Nýja-Englands. Þar með er ekki allt talið upp, ég fann lista á netinu um helstu ævintýri Beverly sem ég mun nú rekja stuttlega. Hún týnist í óveðri (oft), er ógnað með byssum (oft), verður á vegi soltins bjarndýrs, læsist inni á háalofti, lendir í flugslysi, er rænt af sígaunum, fellur í vök á ísilagðri tjörn, er ranglega handtekin, lendir í bílslysi, lendir í skipsskaða (það er enginn öruggur samgöngumáti þegar Beverly er annars vegar), verður á vegi soltins Ijóns, sogast í hringiðu, lendir f fellibyl, verður á vegi soltins hákarls, verður á vegi soltins tígrisdýrs, er rænt af sjóræningjum, lendir í jarðskjálfta, er skotin, er sprengd í loft upp, er rænt af mannætum (http://www.series- books.com/beverlygray/adventures.html) - ég er aðeins búinn að telja upp það sem kemur fyrir Beverly í fyrstu tíu bókunum (alls urðu þær 25 á frummálinu) en læt hér staðar numið. Þetta er allt ólíkt stærra í sniðum en í Öddubókunum en hinu má ekki gleyma að Adda lendir líka í ýmsum ævintýrum, þau eru hins vegar trúverðugri og falla betur að íslenskum veruleika. Adda þroskast talsvert í bókaflokk sínum en lítið ber á því hjá Beverly Gray. Svo virðist líka sem draumar Beverly um að gerast rithöfundur séu eiginlega fremur til skrauts en þungamíðja sagnanna. ( Beverly Gray

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.