Börn og menning - 01.09.2008, Page 14
Börn og menning
Sumarvinkonureðaaðraraukapersónurnar
hafa það hlutverk í sögunum um
dramadrottningarnar að vera víti til varnaðar.
Viðvaranir ef þessu tagi eru vel þekktar í
barna- og unglingabókum, en gegna ekki
sama hlutverki í bókum fyrir fullorðna, ekki
heldur í ástarsögum eða skvísubókum.
Hegðun þessara persóna og afleiðingar
gerða þeirra eru ekki til eftirbreytni fyrir
aðalpersónur bókanna eða lesendur. Tíð og
óvarleg drykkja með tilheyrandi strákastandi
hefur alvarlegar afleiðingar, sem á að kenna
aðalpersónunum ákveðna lexíu. Drykkja og
dóp aðalpersóna er hins vegar nær engin í
þessum bókum. En örlög Karenar frænku
Júlíu er henni og lesendum væntanlega
líka alvarleg áminning. Karen er þremur
árum eldri en Júlía. Foreldrar hennar eru
forrík og móðirin, sem er heimavinnandi, er
vansæl og leitar huggunar í rauðvíni. Karen
er líka bullandi óhamingjusöm; hún er farin
að drekka og djamma ótæpilega og gefið
er í skyn að hún selji sig fyrir aðgang að
partíum. Hún þjáist af búlimíu og verður svo
ófrísk. Það má ekki minna vera. Þó lítið sé
fjallað um átröskun Karenar í bókunum um
Júlíu er þar að finna athyglisverða gagnrýni
á heilbrigðiskerfið, sem ef marka má orð
hjúkrunarfræðingsins móður Júlíu, hefur ekki
bolmagn til að sinna átröskunarsjúklingum
fyrr en þeir eru orðnir alvarlega veikir.
Draumaprinsar
Dramadrottningarnareiga sína draumaprinsa.
Engin þeirra á samt í mikilli samkeppni við
eina ákveðna stelpu um þá, þótt vissulega
komi afbrýðisemi aðeins við sögu. Það er
miklu fremur óöryggi dramadrottninganna
sjálfra og meint áhugaleysi draumaprinsanna
eða skortur á frumkvæði þeirra, sem veldur
þeim áhyggjum. Svo kemur auðvitað smá
misskilningur, jafnvel rógburður, við sögu, en
eins og í hefðbundnum ástar- og skvísusögum
tekst að lokum að leiðrétta slíkt og allt fellur í
Ijúfa löð. Draumaprinsarnir eru auðvitað allir
flottir gæjar í flottum fötum. Embla og Júlía
þurfa að velja á milli tveggja stráka, en Klara
á ekki í þannig
klípu; hún hefur
bara áhuga á
Jonna.
í upphafi
sögunnarumEmblu
er hún bálskotin
í GK, sem stendur
fyrir „gangandi
kynþokka". Sá strákur
er hrikalega flottur en
við nánari kynni reynist
ekkert varið í hann og
Embla missir allan áhuga
á honum. En áður en það
gerist hefur hún kynnst Braga og hann
verður hinn sanni draumaprins. Misskilningur
stíar þeim í sundur um tíma en allt fer vel
að lokum og Embla kemst að því að prinsa
þekkir maður á kórónunni sem þeir bera
í hjarta sér og froska ber umfram allt að
forðast.
Ekki duga færri en þrjár bækur til að gera
grein fyrir ástamálum flatbrjósta nunnunnar
Júlíu sem er skotin í Danna. Það samband
er stormasamt því Danni er umsetinn, þykir
jafnvel varasamur og það ganga af honum
lífsreynslusögur í kvennamálum. Júlía gefur
En áður en Klara
komst lengra með þessar
pælingar sínar lagði Jonni handlegginn
utan um hana og kyssti hana! Ó
mæ god, hugsaði Klara með sér og
kyssti hann á móti þó hún væri frekar
klaufaleg við það. Shit hvað drengurinn
var góður kyssari og eftir nokkra [svoj
sekúndna sleik voru þau alveg komin
í sínk. Fiðringurinn hríslaðist um hana
alla og kossinn varð ákafari og ékafari.
Hendurnar á honum voru farnar að
strjúka líkama hennar varlega og þegar
hann setti sfðan aðra höndina á brjóstið
á henni fuðraði hún gjörsamlega upp
(Efþú bara vissir... bls. 140-141).
Danna því upp á bátinn og á í sambandi við
fyrirmyndarstrákinn og sundkappann Snorra
um skeið. En eins og í alvöru ástarsögum
ná þau Júlía og Danni saman í lok síðustu
bókarinnar þegar öllum misskilningi hefur
verið eytt. í þessum efnum er því margt sem
minnir á hefðbundnar ástarsögur og ekki
síður skvísusögurnar.
Kossar og faðmlög eru látin nægja í
samskiptum Emblu og Braga. Emblu finnst
þó Bragi alls ekki sýna sér nógu mikla athygli
til að byrja með. En það á eftir að breytast
og í lok fyrri bókarinnar kyssast þau: „Varir
okkar mættust. Líf mitt var fullkomið" (Ég er
ekki dramadrottning bls. 158). Það er talsvert
heitara í kolunum hjá Klöru en hjá Emblu eins
og lesa má þegar þau Klara og Jonni kyssast
í fyrsta sinn:
En hingað og ekki lengra, þau eru trufluð,
væntanlega til að ofbjóða ekki lesendum.
Ekkert meira gerist hjá þeim í bókinni
nema kelerí og sleikur. En hafi hitnað í
kolunum hjá Klöru er óhætt að segja að
kolin séu rauðglóandi í bókunum um Júlíu
og umtalsvert meiri umræða um kynlíf en í
bókunum um Emblu og Klöru. Hér er ekki
töluð nein tæpitunga og í því sambandi
rifjast upp opinskáar samræður og athafnir
vinkvennanna í sjónvarpsþáttunum Sex and
the City. Persónur eru til dæmis óðar í
klofinu, stelpa segist blotna við tilhugsunina
um einhvern strák, allt verður vitlaust í
klofinu á annarri, strákar fá á broddinn og
rúnka sér. Og það er þreifað á kynfærum.
Júlía kyssir Danna í fyrsta sinn í partíi og þau
eru að dansa: