Börn og menning - 01.09.2008, Blaðsíða 18
16
Börn og menning
Brynja Baldursdóttir
Franskbrauð og fleira gott
Sögur Kristínar Steinsdóttur um Lillu og fólkið á Austurfirði og i Reykjavík
Kristín Steinsdóttir hóf feril sinn sem barnabókahöfundur með verðtaunasögunni Franskbrauð með sultu árið 1987. Sagan var send inn
sem handrit í keppni um íslensku barnabókaverðlaunin það árið, þótti afbragðsgóð og vann samkeppnina. Tvær aðrar fylgdu í kjölfarið,
Fallin spýta árið 1988 og Stjörnur og strákapör 1989. Allar fjalla bækurnar um Guðbjörgu Mariu og vinkonur hennar.
Lífið og tilveran um miðja síðustu öld
Sögurnar eiga að gerast fyrir 50-60 árum.
Guðbjörg María Stefánsdóttir, kölluð Lilla,
býr í Reykjavík, hjá foreldrum sfnum og
tvíburunum Sillu og Pöllu en þær eru á
leikskólaaldri. Faðir Lillu er læknir og þarf
að vinna mikið en mamma hennar er
heimavinnandi húsmóðirog hárgreiðslukona
sem tekur konur heim í permanent og
fleira. Hún er afskaplega önnum kafin, enda
alltaf nóg að gera við að gera konur fínar.
Einnig kynnist lesandi lífi fólks í litlu þorpi
við Austurfjörð því þar gerast tvær bækur
af þremur. Höfundur dregur upp mynd
af lífi og leik barna bæði sumar og vetur
og sýnir líka hvað lífsbaráttan gat orðið
hörð á landsbyggðinni að vetrarlagi þegar
þorpsbúar geta ekki treyst á rafmagnið
og kuldi og dimma þrengja sér inn í líf
mannanna.
Sultusaga
Fyrsta bókin hefst á því að Lilla er á leið til afa
og ömmu sem búa á Austurfirði, hún á að
dvelja þar eitt sumar til að kynnast „öðru en
lífinu í Reykjavíkurbæ" eins og pabbi hennar
orðar það. Það rignir og þokan nær niður í
miðjar hlíðar, ekki sést til sólar. Veðrið lýsir á
vissan hátt skapi Lillu sem á sér þann draum
heitastan að vera bara í Reykjavík, ekki í rútu
á leið lengst í burtu frá mömmu og pabba.
En smátt og smátt birtir til og einn daginn
skín sól á fjörðinn.
Lilla er afar fjörug, kraftmikil og
skemmtileg stelpa á ellefta ári. Sjötti
áratugurinn er ytri tími sögunnar, þá er
mikið að gerast í þjóðfélaginu, uppbygging
eftir stríð og framkvæmdaglóð í augum
ráðamanna. Höfundur velur sögunni stað á
Austfjörðum þar sem hún sjálf upplifði sína
bernsku í faðmi seyðfirskra fjalla. Lilla upplifir
nýja tíma í tónlist, kynnist rokkinu og þeirri
tísku sem danslistinni fylgir. Fyrsta bók hefst
10. maí 1955 - dagsetningin gefur hinum
fullorðna lesanda tækifæri til að hverfa aftur
í tímann og rifja upp bernsku sína eða jafnvel
leita til foreldra sinna um vitneskju frá svo
löngu liðnum tíma. Kannski er það tilviljun
en Franskbrauðið er ein af ótalmörgum
barnabókum sem hefjast að vori. Þá er
skólinn búinn og börnin drífa sig út að leika
sér og njóta tilverunnar. Lesandi fær síðan
að fylgjast með tímanum þegar Lilla rífur
af dagatalinu. Ungi lesandinn (sennilega
höfðar bókin til stelpna á aldrinum 9-12 ára)
samsamar sig Lillu og vinkonum hennar,
skynjar að börn hafa alltaf veríð hluti af
tilverunni og þau hafa þurft að leika sér og
berjast svolítið, uppgötvar að hrekkjusvín
hafa alltaf verið til í öllum plássum og að
börn gera einhvern tímann það sem ekki
má. Það eina sem breytist er tískan sem fer
þó í hringi. Lilla dvelur hjá afa og ömmu,
eignast nýja vini og óvini sem eru hrekkjusvín
Austurfjarðar. Hún kemur með ferskan blæ
frá hinni fjarlægu höfuðborg, sprangar um
í teygjupilsi sem stelpurnar öfunda hana af,
en hún lærir Ifka margt af umhverfinu og
samfélaginu á Austurfirði þarsem ýmislegt er
framandi. Þar er til dæmis engin mjólkurbúð
eins og í Reykjavík heldur fer amma heim
til Önnu í Guðjónsenshúsi og fær þar mjólk