Börn og menning - 01.09.2008, Blaðsíða 25
Metsöluhöfundur barnanna
23
sér og tjái sig á sama hátt og unglingarnir
gera.
Bækurnar eru hlaðnar örlagarfkum
og alvarlegum atburðum en viðbrögð
ungmennanna við þeim eru fígúrukennd
og óraunhæf. Dæmi um þetta er bókin Villi
vampíra en á þeim 147 síðum (með stóru letri)
sem sagan nær yfir hefur aðalpersónan lent í
sifjaspelli, tilraun til nauðgunar, hjónaskilnaði
foreldra sinna og framhjáhaldi á báða bóga,
nektarmyndatökum og fjárkúgun í framhaldi
af því, að ónefndri fjöldamorðplágu sem
gengur um Akureyri, heimabæ hennar,
og beinist meðal annars að henni. Hver
stóratburður rekur þar annan án þess að það
hafi nokkuð með ris sögunnar að gera, hvað
þá úrvinnslu.
Stíllinn er afar fátæklegur og hefur yfir
sér byrjendabrag, orðfæri er einfalt og
stagl er áberandi sem og endurtekningar á
sömu frösunum. Mikið ber líka á hreinum
stílbrotum, Ifkt og þegar skipt er óreglulega
á milli nútíðar og þátíðar í frásögninni,
setningar og málsgreinar klipptar í sundur
þar sem það á ekki við og eins þegar hástafir
eru notaðir á tilviljanakenndan hátt. Sama
má segja um ýmsar lýsingar á atburðum sem
hreinlega ganga ekki upp, ekki einu sinni þó
að um fantasíufrásagnir sé að ræða.
Dæmi um það er blóð sem „lekur"
úr handlegg sem rifinn hefur verið af
unglingsstúlku (Rauðu augun, bls. 88).
Einhvern veginn hefði maður ímyndað sér
að blóð gusist, fossi eða streymi að minnsta
kosti við svo harkalegt brottnám útlims.
í öðru dæmi af Villa vampíru og Sirrí,
aðalpersónu bókarinnar Villa vampiru, tekst
Villa að eiga samræður við hana meðan
hann er „með tunguna nokkuð hreyfanlega
uppi í Sirrí" (Villi vampira, bls. 20). Vel af
sér vikið, meira að segja af vampíru, að eiga
samræður við aðra manneskju með tunguna
uppi í henni.
Hroðvirkni og metnaðarleysi
Verst er samt kannski hversu texti Helga er
hroðvírknislegur og illa frágenginn. Bækurnar
eru þannig morandi í mál-, stafsetningar- og
innsláttarvillum þar sem ekki verður hjá því
komist að kenna um ákveðinni fljótfærni og
metnaðarleysi. Stundum hefur þetta meira
að segja bein áhrif á frásögnina, líkt og
þegar mamma einnar aðalpersónu breytist
óvænt í ömmu en er síðan aftur orðin að
mömmu í næstu málsgrein (Gæsahúð 2,
bls. 52). Allt vegna ansi mikilvægs ,m'-s sem
vantar fremst í orð á einum stað.
Því miður getur maður ekki varist þeirri
hugsun að hér sé verið að treysta á þá ódýru
flýtileið að börn og unglingar geri ekki
jafnmiklar kröfur til vandaðra vinnubragða
og þeir sem eldri eru og þetta komist
þess vegna síður upp. Ekki það, að mörg
börnin á bókaomsvefnum fyrrnefnda virðast
raunar gera við þetta athugasemd og
átta sig til dæmis á öllum þeim augljósu
stafsetningarvillum sem höfundur lætur
sjálfur fram hjá sér fara.
Spennandi og ódýr afþreying
Þá stendur eftir spurningin: Af hverju eru
krakkarnir og unglingarnir samt svona
sólgnir í bækurnar hans Helga? Svarið er
það sama og við spurningunni af hverju
fullorðið fólk les Séð og heyrt, dettur niður
í dokúsápur í sjónvarpinu og veit meira um
Amy Winehouse en fólkið sem býr á hæðinni
fyrir neðan. Allt er þetta krassandi, ögrandi
og æðiskennt afþreyingarefni sem skemmtir,
vekur forvitni og veitir stundarsvölun. Það
skiptir fólk engu þó að ekkert af þessu teljist
merkilegt, listrænt eða uppbyggjandi. Til
þess er heldur ekkert ætlast.
Bækur Helga vekja forvitni ungs fólks
og skemmta því sjálfsagt um stund.
Aðdráttarafl unglingabókanna felst þannig
vafalaust að nokkru í því að f þeim er mikið
um afar berorðar kynlífslýsingar og þá eru
þær nánast skrifaðar upp eftir handritum
vinsælla bandarískra afþreyingarmynda fyrir
fólk á gelgjuskeiðinu. Það er því ekki víst
að það skipti nokkru máli þó að bækur
Helga Jónssonar séu hroðvirknislega unnar,
illa frágengnar og skrifaðar af heldur
takmarkaðri lipurð. Það er sjálfsagt álíka
og að leitast við að greina ástæður lesturs
á Séðu og heyrðu út frá stílnum í blaðinu,
frásagnarhættinum eða efni leiðaranna.
Bækur Helga Jónssonar eru einfaldlega
fremur ódýr afþreying í bókarformi og ekki
verður séð að af þeim hljótist meiri skaði en
af öðru efni sem hefur þann ágæta tilgang
einan að skemmta um stund. Ungmenni
sem les vondar bókmenntir er alla vega ekki
svæsnasta dæmi um unglingavandamál sem
ég get látið mér til hugar koma.
Eða svo maður endi nú á öðrum vinsælum
frasa sem ávallt gengur um böm og unglinga:
„Þau gera þá alla vega ekkert verra af sér á
meðan."
Höfundur er stjórnmálafræðingur