Börn og menning - 01.09.2008, Side 29

Börn og menning - 01.09.2008, Side 29
Hinsegin unglingasögur um sanna vináttu 27 áfengi einfaldlega vont og lætur ekki hafa nein áhrif á sig þótt krakkarnir í kringum hana séu byrjuð að smakka það. Þótt henni finnist ekki sérstaklega gott að kyssa Stjána þá nýtur hún þess að vera með honum og finnst hann hrikalega myndarlegur. Stjáni lætur hana finna að honum finnist tímabært að gera eitthvað meira en bara kela en Anna lætur ekki undan þrýstingi: „Þegar Stjáni hætti loksins að kyssa hana hafði Anna tekið ákvörðun. Hún ætlaði ekki að sofa hjá honum áður en hún færi út. Hvað ef hann kynntist nú einhverri stelpu um sumarið og yrði kominn með glænýja kærustu þegar hún sneri heim aftur? Þá yrði hún hrikalega svekkt út í sjálfa sig fyrir að hafa gert það með strák sem gat svo ekki einu sinni beðið eftir henni eitt sumar. Nei, hún ætlaði að bíða. Það lá ekkert á." (Kossar og ólífur, bls. 28) Hinsegin saga Bókin Kossarog ólífurer líklega fyrsta íslenska unglingabókin sem teflirfram samkynhneigðri söguhetju. Á Netinu má sjá að henni hefur verið fagnað í samfélagi samkynhneigðra sem fyrstu hinsegin unglingabókinni eftir íslenskan höfund. Á Netinu kemur líka í Ijós að ungir lesendur bókarinnar voru ánægðir með hana. Ung stúlka sem gefur henni broskarl í einkunn á vefsíðunni http://bokaormar.khi. is segir hana vera um: „stelpu sem fer til Englands og kemst að því að hún er lesbía, því að vinkona hennar kyssti hana þegar þær voru pínu fullar." Það skal þó tekið fram að Anna sjálf er ekki eins viss um kynhneigð sfna og þessi lesandi. Kossar og ólifur endar á því að hún fer aftur heim til (slands í faðm kærastans, full tilhlökkunar. í Svart og hvítt bindur Anna hins vegar enda á samband sitt við Stjána og eftir það geta lesendur varla efast lengur um að hún sé samkynhneigð. Bókin endar á því að hún er orðin bálskotin í stelpu og virðist býsna sátt við það. Fyrir ungt fólk sem stendur í sömu sporum og Anna hlýtur að vera dýrmætt að fá svona bækur í hendur, bækur sem endurspegla þeirra eigin veruleika og tilfinningaflækjur. Fáir treysta sér líklega til að ræða slík mál við gagnkynhneigða vini sína, að minnsta kosti gat Anna ekki trúað Kötu fyrir tilfiningum sínum. Traustir vinir geta gert kraftaverk Þroskasaga Önnu er langt frá því að vera eingöngu hinsegin unglingasaga þótt aðalsöguhetjan sé samkynhneigð. Svart og hvítt fjallar t.d. ekki síður um ástamál Kötu en Önnu og það er ekkert hinsegin við þau. Þar snýst málið um að elskendunum er meinað að ná saman. Þegar öllu er á botninn hvolft fjalla bækurnar ekki hvað síst um trausta og skilyrðislausa vináttu þriggja stúlkna. Anna veltir því fyrir sér hvort Kötu og Lindu muni líka hvorri víð aðra, eins ólíkar og þær eru: „Kata minnti hana á stóra og sterklega plöntu sem þoldi bæði hávaðarok og kulda. En Linda var eins og lítið, viðkvæmt sumarblóm." (Kossar og ólífur, bls. 115). Þetta reynast óþarfa áhyggjur því þótt Linda sé svolítið feimin við Kötu í fyrstu fellur hún fljótt fyrir þessari ofurhressu skellibjöllu eins og allir aðrir. Sjálf er Anna raunsæ, jarðbundin og skynsöm og hefur því sínar efasemdir um að Kötu takist að kollvarpa aldagömlum siðvenjum og fá foreldra Deepaks til að hætta víð þvingunarhjónabandið. Það kemur þó ekki f veg fyrir að hún geri allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa Kötu. ( huga Önnu er ekkert ofgert fyrir vini. Anna sýnir Lindu vináttu sína og væntumþykju með öðrum hætti. Þótt Linda sé mikill lestrarhestur og vel að sér um marga hluti þá virðist hún ekki gera sér grein fyrir því hvað matarvenjur hennar hafa leitt hana á hættulega braut. Að vissu leyti hefði verið auðveldast fyrir Önnu að látast ekki taka eftir anorexíunni og þegja en hún bregst hins vegar við eins og sannur vinur. Aftur og aftur tekur hún þá áhættu að tala um sveltið við Lindu og býsnast yfir því hvað hún sé horuð. Anna veit að málið er viðkæmt og óttast viðbrögð Lindu en það kemur ekki í veg fyrir að hún reyni að koma henni til hjálpar. Og eins og fyrir kraftaverk virðist Lindu hafa tekist að yfirvinna átröskunina þegar hún kemur í jólaheimsóknina til íslands. Við lestur þessara bóka rifjast upp ár sem löngu eru að baki. Ár þegar vinirnir voru í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Óbærilegar stundir þegar „... ástin lýsti sér eins og marblettur á innyflunum". Árin þegar maður var með „tárakirtlana í krónískri viðbragðsstöðu", hvort sem það var af gleði eða hræðilegri ástarsorg. En fyrst og fremst minnist ég dásamlegra stunda þegar ég flatmagaði í rúminu og las hverja unglingabókina á fætur annarri og sötraði appelsín í gegnum lakkrfsrör. Maulaði jafnvel Siríuslengju eða poppkorn með - og lífið var æðislegt! Höfundur vinnur við textagerð og prófarkalestur

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.