Börn og menning - 01.09.2008, Síða 30
28
Börn og menning
Þórdís Gísladóttir
Spjátrungur fær á baukinn
Ein nýleg barnabók hefur aftur og aftur komið mér í gott skap undanfarið.
Þetta er myndabók fyrir fólk frá um það bil 3ja ára og uppúr, eftir belgíska
höfundinn og myndskreytinn Mario Ramos. Bókin, sem kom út hjá Bjarti,
heitir á íslensku Hver er flottastur? Aðalpersónan er óforbetranlegi úlfurinn,
hégómlegur spjátrungur með hrokafullan velmegunarsvip, sem finnst hann
gull og gersemi og vill að allir dáist að sér. Úlfurinn spígsporar um skóginn
með hálsbindi og finnst hann bókstaflega lýsa upp alla veröldina. Hann hittir
Rauðhettu, Mjallhvfti, grísina þrjá og dvergana sjö sem öll gapa upp í hann þrátt
fyrir að hann tali niður til þeirra. En endalokin eru óvænt því litla drekabarnið,
sem er í feluleik með fuglinum, er nefnilega ófeimið við að tjá sig og alls ekki
sammála því að úlfurinn sé flottastur í skóginum.