Börn og menning - 01.09.2008, Síða 31
Goðheimar
29
Fyrsta aðdráttaraflið er bókarkápan: troðfullt
tungl af orðum á blóðrauðum bakgrunni,
glottuleit skuggavera í forgrunni, hrafnar
fljúga yfir. Það næsta: litskrúðugt mósaík
fremst og aftast í bókinni úr blómum og
hauskúpum, gleði-, áhyggju og skelfingarsvip
og ýmsu þar á milli. Og síðan sogast maður
inn í sagnaheiminn ...
Bókin Örlög guðanna - sögur úr norrænni
goðafræði er samvinnuverkefni Ingunnar
Ásdísardóttur og Kristínar Rögnu
Gunnarsdóttur. Vandfundin eru skemmtilegri
söguefni en norrænu goðin og heimsmyndin
sem þeim tengist og þessu eru gerð verðug
skil í bókinni á skapandi og skemmtilegan
hátt. Ingunn segir sögurnar f orðum, Kristín
Ragna í myndum og hvort tveggja helst
mjög vel í hendur. Hver opna er ein heild,
eitt myndverk sem textinn er hluti af. Þvi
miður er letrið ekki alveg nógu læsilegt, allra
síst á bakgrunni með litbrigðum sem víða er
að finna í bókinni og fyrir kemur að í miðri
mynd séu mikilvæg atriði sem hverfa inn í
kjölinn, t.d. nýtur ein myndin af Óðni sín
ekki fullkomlega af þessum sökum. Flestar
opnurnar koma þó vel út.
Flestar sögurnar eru ein, tvær eða þrjár
opnur og fjalla oftast um afmarkað efni
þannig að þær geta staðið sjálfstæðar en
saman mynda þær jafnframt samfellda sögu
þar sem byrjað er á tilurð heimsins og endað
á ragnarökum og tóminu sem þróast svo yfir
í nýjan heim.
Myndirnar eru oft bráðfyndnar og
skemmtilega uppbyggðar. Á opnunni sem
sýnir borðhaldið í Valhöll er borðið á jöðrum
blaðsíðnanna og af einherjunum sjást
einungis hendur og fætur en úlfarnir Geri
og Freki narta í tærnar. Hrafnarnir Huginn
Erna Erlingsdóttir
Goðheimar
og Muninn eru utan myndar
en talblöðrur þar
sem þeir spjalla um
matinn eru til marks
um nærveru þeirra. Ef
bókinni er snúið á hvolf
má svo lesa matseðilinn.
Raunar er heilmikið
lesefni fléttað inn í sumar
myndirnar, t.d. má finna lista
yfir dverganöfn í einni og heiti
Óðins í annarri, auk þess sem
myndin um Njörð geymir alls
konar orð og frasa sem tengjast
veðri og sjóferðum svo nokkur
dæmi sé nefnd. Myndirnar eru líka
iðulega morandi í skemmtilegum
smáatriðum af ýmsu öðru tagi, t.d.
eru engir tveir einherjar í fyrrnefndri
mynd af borðhaldinu með eins útlimi
þannig að auðvelt er að eyða drjúgum
tíma í að rýna í þær.
Texti bókarinnar er miklu meira en
endursögn. Hann er líflegur og skapandi,
fullur af sviðsetningum og felur í sér bæði
beinar og óbeinar vangaveltur, túlkanir og
útskýringar. Gott dæmi er m.a. kaflinn þar
sem lesendum er gert morgunljóst hvernig
það getur staðist að Þór sé sonur Óðins og
Jarðar:
Það var í upphafi tímans þegar Óðinn
var að skapa heiminn að hann lét
sogast upp og inn í himininn, Hann
varð himinninn og himinninn varð
Óðinn. Og himinninn lagðist yfir um
jörðina, vafði hana örmum, umlukti
hana og jós yfir hana regni og snjó,
hagli og röku þokumistri. Allt helltist
þetta yfir hana í einni bendu, stjórnlaus
Höfundur er íslenskufræðingur
vatnsausturinn buldi á
jarðskorpunni og flæddi og
byltist um hana. Hún þambaði og
svolgraði í sig lífgefandi flauminn.
Þannig frjóvgaði himinninn jörðina.
Þótt bókin sé gefin út sem barnabók
er enginn vafi að fólk á öllum aldri á
eftir að njóta hennar Bæði myndirnar og
textinn einkennast af kunnáttu, húmor og
hugkvæmni og hvort tveggja þolir vel að
vera skoðað aftur og aftur - og svo nokkrum
sinnum (viðbót.