Börn og menning - 01.09.2008, Qupperneq 33

Börn og menning - 01.09.2008, Qupperneq 33
Draugar í erli og átökum 31 ítA% ; """■myri n.ls 22. september og þriðjudag 23. september heimsóttu höfundar skóla og bókasöfn og lásu fyrir viðstadda og kynntu verk sín. At og aðrar sögur Smásagnasafnið At og aðrar sögur er, eins og áður sagði, safn sextán draugasagna eftir fjórtán höfunda. Bókin kallast á við aðra bók sem kom út árið 2006 og nefnist Draugurinn sem hló. Hún er safn smásagna eftir fimmtán norræna rithöfunda, þar af tveggja íslenskra, afrakstur norræns samstarfsverkefnis sem kom út á átta tungumálum samtímis. Draugarnir í Ati og öðrum sögum eru ýmist illir viðureignar eða meinlausir ærslabelgir. Það er forvitnilegt að skoða hvernig höfundar hugsa sér fyrirbærið draug. Eru þeir áþreifanlegir eða einungis svipir? Hinn framliðni er í flestum tilvikum sveipaður dularblæ og efasemdum svo lesandi og aðalpersóna sögunnar vita ekki hverju þeir eiga að trúa. Síðasta skíðaferðin eftir Brynhildi Þórarinsdóttur er mögnuð saga um krakka á leið í skíðaferð með kennurum sínum. Sagan gerist á tveimur tímaskeiðum. í upphafi stendur Þorsteinn nokkur Pétursson múrari við rætur Skálafells og virðir fyrir sér ryðgaðar rústir skíðalyftunnar. Þá kemur sagan um skíðaferðalagið örlagaríka þegar Þorsteinn, þá tólf ára, fékk óþekktarkast og óhlýðnaðist kennurum sínum. Kannski varð það honum til bjargar. Að loknum lestri sögunnar veit lesandi að Þorsteinn horfir ekki bara á gamla skíðalyftu, hann hugsar líka til þeirra sem hurfu á mjög svo dularfullan máta. Hinn framliðni er þögull og dularfullur björgunarsveitarmaður sem svarar engum spurningum en vinnur sína vinnu af samviskusemi, að flytja krakkana úr fastri rútu í skála. Meinið er að björgunarsveitin sem hann tengist hætti störfum fyrir mörgum árum vegna þess að maður og snjótroðari lentu í djúpri sprungu og náðust aldrei upp. Fleiri sagnanna gerast í snjó og kulda. Verðlaunasaga Kristínar Helgu segir frá skiðalyftu sem flutt er til landsins frá smáríkinu Andorra. Skíðalyftunni fylgir draugur, kona sem varð úti í lyftunni. Draugur Kristínar er þögull og einmana, haldinn þráhyggju, fær engan frið vegna skelfilegs dauðdaga. Kristfn gefur söguhetjum sínum mjög svo einkennandi nöfn sem tengjast snjó og kulda; Snædís, Frosti, Drffa. Þetta gefursögunni kalt yfirbragð. Draugar eru bestir ef þeir segja sem minnst og helst ekki neitt. Samkvæmt þjóðtrúnni á að fylgja þeim dulúð og framandleiki. Ekki fylgja þó allir draugar bókarinnar þessu mynstri. Saga Kristínar Steinsdóttur, Gulur, rauður, blár segir frá Karólínu sem er gulur draugur, alveg að verða rauð. Hún lifir í heimi hinna lifandi og nýturyls frá kaffivélum veitingahúsa eins og svo margir aðrir draugar. Draugunum er skipt í flokka eftir lit og eru þeir bláu sístir, eiga minnsta möguleika. Þeir rauðu eru atkvæðamestir og ryðja öðrum úr vegi. Karólína kynnist stúlku sem er að læra á hljóðfæri í gömlu húsi. Þær spjalla saman og að lokum hjálpar stúlkan draugnum og félögum að flytja heim því þar er ný kaffivél með yndislegum kaffiilmi. Sagan er ósköp Ijúf og skapar ekki mikla spennu milli heimanna tveggja. Lesandinn verður varla hræddur enda ekki ætlast til þess. Höfundur leikur sér með þær staðreyndir að börn sjái meira en fullorðnir, hafi sterkara ímyndunarafl. Hinir eldri eru útundan í sögunni, fá ekki að vera með í draugaleiknum. Saga Iðunnar Steinsdóttur Allra sálna messa byggir á sögunni um Djáknann á Myrká. í sögu Iðunnar reynir framliðinn að teyma stúlkuna Guðnýju með sér í gröfina og kallar hana Ganýju í stíl við Garúnu f Djáknanum á Myrká. Draugurinn er áþreifanlegur eins og djákninn og tekur á stúlkunni. Hún fær sig ekki lausa fyrr en hún fer með guðsorð. Þegar nánar er að gáð kemur í Ijós að þetta er gamall kærasti ömmu Guðnýjar sem hafði látist í bílslysi rúmlega tvítugur. Sagan er kjörið tækifæri til að kynna fyrir börnum söguna um djáknann og fleiri þjóðsögur. Eirðarlausir draugar Fleiri sögur fjalla um framliðna sem hljóta ekki frið í gröf sinni. Bruni eftir Kristínu Steinsdóttur segir frá strák sem er komið fyrir hjá frænku meðan foreldrar fara til útlanda. Stráksi verður var við reyk og heldur að kviknað sé í. En hann sér reykinn einn og leitar til kennara síns og kemst að því að hinn framliðni er stúlka sem hafði brunnið inni fyrir æði mörgum árum. Hún biður hann að hræðast ekki en halda ró sinni. Þegar hin framliðna segir honum að móður hans muni batna ákveður hann að taka drauginn í sátt. Sagan skilur lesandann eftir með hæfilega eftirvæntingu um hvernig fer. Arndís Þórarinsdóttir á tvær sögur í bókinni,

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.