Börn og menning - 01.09.2008, Qupperneq 36
34
Börn og menning
Heimsþing IBBY var haldið dagana 7,-
10. september í Kaupmannahöfn undir
yfirskriftinni: Stories in History - History in
Stories.
Aldrei hafa jafnmargir þáttakendur verið
frá íslandi á IBBY-þingi, eða samtals níu.
Væntanlega átti nálægð Danmerkur við
ísland sinn þátt í þvf enda var flugfarið
ódýrara en oft áður.
Hins vegar var ráðstefnugjaldið mun hærra
en venjulega. Að einhverju leyti orsakaðist
það af falli íslensku krónunnar en þó var það
í dollurum talið töluvert hærra en áður hefur
verið. Margir sem við ræddum við á þinginu
voru óhressir með þetta og hjá okkur vaknaði
spurning um hvort ekki væri ástæða til að
gíra umgjörðina um þessi þing svolítið niður
svo að fleiri treysti sér til að sækja þau. Slík
aðgerð þyrfti ekki endilega að vera á kostnað
innihaldsins.
H C Andersen verðlaunin
Þingið var sett með mikilli viðhöfn í Tívolí og
þar voru H. C. Andersen verðlaunin afhent.
Það var skemmtileg upplifun að sjá þau veitt
á heimaslóðum H. C. Andersens.
Að þessu sinni voru það svissneski
rithöfundurinn, Jurg Schubiger og ítalski
myndlistarmaðurinn Roberto Innocenti sem
hlutu verðlaunin.
Alls höfðu 30 tilnefningar borist um
rithöfund. Ibby á fslandi tilnefndi Guðrúnu
Helgadóttur og frá Norðurlöndunum
voru tilnefndir rithöfundar sem flestir
barnabókaunnendur hér kannast við: Irmelin
Sandmann frá Finnlandi, Bjami Reuter frá
Danmörku og Barbro Lindgren frá Svíþjóð.
Enginn myndlistarmaður var tilnefndur frá
íslandi en Danir tilnefndu Lilian Brogger og
Svíar Evu Erikson.
Jurg Schubiger er fæddur í Zúrich 1936.
Honum hefur verið líkt við Sókrates þar sem
hann hvetur lesendur sína, á öllum aldri,
til að velta fyrir sér hvað liggi að baki því
sem daglega blasir við okkur. Bækurnar eru
skrifaðar í glaðlegum stíl og á þann hátt
tekst honum að gera grafalvarleg málefni
aðgengileg börnum. Júrg Schubiger hefur
skrifað jafnt fyrir fullorðna sem börn en
hann sló í gegn í heimalandi sínu 1996
með barnabókinni Als Die Welt noch jung
war. í kjölfar hennar skrifaði hann margar
vinsælar barnabækur og má þar sérstaklega
nefna bók hans um Vilhjálm Tell sem hefur
fengið góða dóma fyrir nærgætni í lýsingu
hans á sambandi föður, sonar og afa í
þessari endursögn á frægri svissneskri sögu.
Bækur Júrg Schubiger hafa verið þýddar víða
um lönd og væri sannarlega gaman að sjá
eitthvað af þeim á íslensku.
Myndlistarmaðurinn Roberto Innocenti
tilheyrir sömu kynslóð og Júrg Schubiger,
hann er fæddur 1940. Að eigin sögn hefur
hann mestan áhuga á að segja sögur með
myndum eingöngu. Þannig finnur hann sinn
eigin takt, finnst hann vera frjálsari og ná
betur kjarna málsins. Hann þykir hafa mjög
sérstakan og éhrifaríkan stíl og hefur verið
fenginn til að myndskreyta klassísk verk
eins og Öskubusku og Gosa. Þekktastur
er Roberto Innocenti þó fyrir bókina Rose
Blanche sem er byggð á hans eigin reynslu
af síðari heimsstyrjöldinni. Árið 1991 gaf
Forlagið úr Jóladraum Dickens ( þýðingu
Þorsteins frá Hamri með myndskreytingum
Roberto Innocentis.
Heiðurslisti og myndlistarsýning
Árið 1956 voru í fyrsta sinn veittar
viðurkenningar þeim sem tilnefndir voru
á heiðurslista IBBY-samtakanna. Þá voru
samtals 15 tilnefningar frá 12 löndum. Árið
2008 höfðu 59 lönd sent in 169 tilnefningar
á 48 tungumálum.
IBBY á íslandi tilnefndi listamenn í alla
flokka. Sigrún Eldjárn rithöfundur var
tilnefnd fyrir bók sína Steinhjartað. Halla
Sólveig Þorgeirsdóttir myndlistarmaður fyrir
myndskreytingar sínar í bókinni Hver étur
isbirni? eftir Kristínu Steinsdóttur og Rúnar
Helgi Vignisson fyrir þýðingu sína á bókinni
Silfurvængur eftir Kenneth Oppel.
Halla Sólveig og Sigrún Eldjárn komu
báðar til Kaupmannahafnar og veittu
heiðursskjölunum viðtöku. Það var mjög
ánægjulegt og hefur alltof sjaldan gerst
hjá okkar fólki, sem byggist kannski á því
að IBBY-þingin eru oft haldin í fjarlægum
heimshlutum.
Einnig var efnt til norrænnar
myndlistarsýningar í tengslum við
ráðstefnuna. Hún var staðsett í anddyri
ráðhússins í Kaupmannahöfn sem stendur í
hjarta bæjarins.
Þama voru myndir úr barnabókum frá