Börn og menning - 01.09.2008, Síða 38

Börn og menning - 01.09.2008, Síða 38
36 Börn og menning íslensku barnabókaverðlaunin 2008 íslensku barnabókaverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1986 og hafa fjölmargir þekktir rithöfundar stigið sín fyrstu skref fram á ritvöllinn undir merkjum þeirra en einnig hafa höfundar sem þegar eru þekktir hreppt verðlaunin. Þann 21. október voru verðlaunin afhent í tuttugasta og fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hlíðaskóla í Reykjavík. Gunnar Theodór Eggertsson, bókmennta- og kvikmyndafræðingur, hreppti verðlaunin fyrir sögu sína, Steindýrin. Að mati dómnefndar er hér á ferðinni hörkuspennandi og frumleg ævintýrasaga sem sækir efnivið sinn í þjóðsögur og ævintýri en er þó engu lík. Við athöfnina fluttu börn úr skólanum tónlist og i lok hennar lásu tveir nemendur, sem sátu einnig í dómnefnd, stutta kafla úr verðlaunabókinni. Steindýrin er fyrsta bók Gunnars Theodórs en hugmyndin að verkinu kviknaði þegar hann vann við að segja börnum sögur og ævintýri í frístundaheimilinu Hlíðaskjóli. Hann skrifaði kafla fyrir kafla og las fyrir krakkana. Þannig skapaðist frásagnaheimur sem leiddi aðalpersónurnar og ímyndunarafl barnanna á vit huldufólks og allskyns vætta, ofan í jörðina og til fjöldamargra landa. Að íslensku barnabókaverðlaununum standa Forlagið, Fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar heitins, IBBY á íslandi og Barnavinafélagið Sumargjöf. Árlega er auglýst eftir handritum sem höfundar senda inn undir dulnefni. Úr þeim velur dómnefnd skipuð börnum og fullorðnum verðlaunasöguna og tilkynnt er um vinningshafann daginn sem bókin kemur út. i

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.