Börn og menning - 01.09.2011, Blaðsíða 11
11
Svo sýni ég hvað skrímsli geta gert
ef þau kunna að kafa CiflS 0!f ÓEf
og eru ekki hrædd við vatn.
þá hrædda. Myndabækurnar um skrímslin
tvö falla í flokk slíkra barnabóka.
Um þetta fjallar Jackie E. Stallcup
í greininni „Power, Fear, and Children's
Picture Books" og segir að vissulega séu
skelfilegar viðvörunarsögur og ofbeldisfull
ævintýri að langmestu leyti horfin úr
barnabókum samtímans og að í mörgum
myndabókum síðustu ára og áratuga séu
ungar aðalsöguhetjur fullvissaðar um að
óþarfi sé að óttast ímyndaðar hættur.
Bækurnar blási börnunum kjark í brjóst
og hjálpi þeim að komast yfir alls kyns
ótta og óöryggi. Stallcup leggur þó einnig
áherslu á að oft sé grafið undan skilaboðum
um hugrekki og óttaleysi i myndabókum
samtímans. í bókunum leikur alla jafna
enginn vafi á völdum hinna fullorðnu og
markmiðið er enn sem áður að tryggja yfirráð
þeirra. Lausn vandans felst oftar en ekki í
því að fara aftur til mömmu og pabba og
skilaboðin eru þá þau að öryggið sé að finna í
faðmi foreldranna. Börnin ráði ef til vill við að
leysa úr ímynduðum vandamálum eða takast
á við ímyndaðar ógnir en það sé aðeins á færi
hinna fullorðnu að takast á við raunverulegar
hættur. Þannig er vald foreldranna staðfest
og ótti enn notaður til að hafa stjórn á
börnunum. Um leið er dregið úr möguleikum
barnanna til að takast á við vandamálin og
vinna bug á eigin ótta.3
I skrimslabókunum hefur fullorðið fólk
(eða fullorðin skrímsli) hinsvegar engin
áhrif á gang sögunnar þótt mögulegu valdi
þeirra sé ekki hafnað.4 Skrímslin knáu eru
i aðalhlutverkum og það eru þau sjálf sem
leysa úr eigin vandamálum.
Æ, ég sem er einsamalt heima!
Skrímslabækurnar eru stuttar og snúast
allar um eitt ákveðið vandamál eða ógn
sem lesendur kannast vel við. Fjallað er um
frekju og yfirgang (Nei! sagði litla skrímslið),
minnimáttarkennd (Stór skrímsli gráta ekki),
myrkfælni (Skrímsli i myrkrinu), vini sem
verða veikir og fúlir í skapi (Skrimslapest),
að skilja út undan i leik (Skrímsli I heimsókn)
og lofthræðslu (Skrímsli á toppnum). í öllum
bókunum er vandamálið leyst og það kemur
skýrt fram hversu mikils virði vináttan er
en hér eru aðeins nefnd dæmi úr tveimur
síðastnefndu bókunum.
Stóra skrímslið er að sligast af
minnimáttarkennd í Stór skrimsli gráta ekki
því litla skrímslið er svo flinkt, veit allt og
kann allt. Allt sem stóra skrímslið gerir er
hins vegar glatað, að þess eigin mati. Litla
skrímslið sannfærir hágrátandi vin sinn um
að þetta sé ekki rétt og biður hann svo
auðmjúklega að kenna sér að synda. Stóra
skrímslið tekur umsvifalaust gleði sína á ný,
kennir vini sínum að synda og endurheimtir
Og þá mega stór skrímsli gráta
.Stor
SkriMSlí
ðtð!
þar með sjálfstraustíð. Stór skrímsligráta ekki
kennir okkur að allir hafa eitthvað til brunns
að bera og að góðir vinir kunna að meta hvor
annan. Á síðustu blaðsíðunum er lesendum
einnig bent á að það geti „raunar alltaf gerst
að skrímsli verði sár og svekkt ..." og að
þá megi maður gráta. Tár eru ekkert til að
skammast sín fyrir og á síðustu blaðsíðunni
réttir litla skrímslið vini sínum vasaklút til að
þurrka tárin.
Hlutverkunum er snúið við í Skrímsli í
myrkrinu, því þar er stóra skrímslið í hlutverki
bjargvættarins. Litla skrímslið situr aleitt heima
um kvöld. Því líður vel þar til það heyrir þrusk
og krafs en fer þá að gráta og segir: „Æ, ég
3 Jackie E. Stallcup. 2002. „Power, Fear, and Children's
Picture Books". Chiidren's Literature 30:133-134.
4 Þetta sést t.d. í Stórskrímsli gráta ekki þar sem pabbi
stóra skrímslisins sést stinga sér til sunds. Þar birtist
hann sem afar kómísk persóna. i Skrímsli á toppnum
er svo sagt að klettabjörg í háskalegu fjalli séu eins
stór og pabbi.