Börn og menning - 01.09.2011, Blaðsíða 21

Börn og menning - 01.09.2011, Blaðsíða 21
Sögukerlingar 21 Frá útlöndum hafa ýmsar tilraunir veríð gjörðar til að vekja íslendinga til að safna kerlingabókum og kreddum, en landsmenn hafa í þessu verið tómlátir og ekki hlaupið tær af fótum sér þangað til þeim þótti sjálfum tími til kominn. (Guðbrandur Vigfússon, xxxiii) Guðbrandur er klofinn í afstöðu sinni gagnvart kerlingum og kerlingabókum þeirra. Hann var auðvitað sprenglærður málfræðingur og bjó lengstan hluta ævi sinnar erlendis, þar sem hann kenndi við Oxford-háskóla. Hann þekkti því vel evrópsku, rómantísku hugmyndina um sögukerlinguna. En á sama tíma hikar hann við að samþykkja þessa rómantísku hugmynd hvað (slendinga varðar. Þegar hann lýsir í formálanum söfnunaraðferðum Jóns tekur hann skýrt fram að það séu alls ekki bara karlar og kerlingar sem kunna sögur, heldur séu ungir menn einstaklega liðtækir líka. Það skiptir þó að sumir fara betur með sögur en aðrir; þó vonum vér að allflestar reynist í góðu lagi og beri þess vott að menn kunni enn að segja sögur á íslandi, ekki síður ungir menn en karlar og kerlingar svo þessi bók þarf ekki að óttast að verða nefnd kerlingabók fyrir þá skuld. (Guðbrandur Vigfússon, xxxvii) Guðbrandur lýkur formála sínum á klassískri, siðmenntaðri og evrópskri kveðju til islenskra kvenna. Hann leggur þessa kveðju reyndar ( munn kollega síns, hans Jóns, en Guðbrandur var I Þýskalandi þar sem Islenzkar þjóðsögur og ævlntýri voru prentaðar og Jón langt í burtu á fslandi. Guðbrandur segist fullviss um að Jón myndi nú hafa þakkað islensku kerlingunum fyrir sögur sínar ef hann bara gæti: En ekki mundi höf. hvað sízt í formála bókar sinnar hafa getið kvenmanna á (slandi. Þeirra er minna getið við bókmenntir en skyldi þvi þó þær skrifi ekki eins margar bækur og karlmenn þá hafa þær þó alla stund fóstrað á skauti sér sagnafræði vora og þjóðsögur. Þess er snemma við getið að meðan sonurinn lærði í skóla af karlmönnum latínu og útlendan fróðleik þá kenndi móðir hans honum ættvísi. (Guðbrandur Vigfússon, xxxvii-xxxviii) Guðbrandur lýkur svo máli sínu með því að segja að íslenskar konur hafi ávallt kennt börnum sínum það besta sem þjóðlegt væri og að sögur okkar og þjóðsögur hefðu fyrir löngu farið forgörðum ef þeirra hefði ekki notið við. Þrátt fyrir það eru aðeins nokkrar sögurnar sem prentaðar eru í íslenzkum þjóðsögum og ævintýrum sagðar eftir kvenmönnum, „en hinar eru þó miklu fleiri sem þangað eiga kyn sitt að rekja sem karlmenn muna eftir því sem mæður þeirra eður annað kvenfólk hefur sagt þeim í barnæsku" (Guðbrandur Vigfússon, xxxviii). Framlag í sagnasjóðinn Og nú hef ég tekið minn stað meðal íslenskra sögukerlinga. Það var ekki móðir mín sem kenndi mér þessar sögur, heldur voru það miðaldaskáldin sem tóku evrópskar þjóðsögur og spunnu úr þeim Ijóð og sagnabálka; og það voru nítjándu aldar fræðimennirnir sem ferðuðust um sveitir Evrópu til að hlýða á sögur kerlinganna sem kúrðu í kotbæjum sínum, tja, eða skálduðu þessar sögukerlingar ef heimild þeirra reyndist vera fjársterk og menntuð kona sem bjó í borg. En það var móðir mín sem kenndi mér hvernig ég ætti að túlka þessar sögur. (slensku þjóðsögurnar hafa lifað með þjóðinni í aldir og þær breytast eftir því hver segir þær og hvar og hvenær þær eru sagðar. Bókin Sjáðu svarta rassinn minn er endursögn mín á nokkrum af þessum sögum, sögum þar sem stelpur leika aðalhlutverkið. Hún er eitt lítið framlag i sagnasjóðinn. Höfundur er bókmenntafræðingur Heimildir Chaucer, Geoffrey. Gríshildur góða og fleiri sögur [eftir G. Chauser]. Þýðandi Lára Pétursdóttir. Reykjavík: Fróði, 1933. Guðbrandur Vigfússon. „Formáli 1. útgáfu". islenzkar þjóðsögur og ævintýrí. Safnað hefur Jón Árnason. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1954-1961. 2. bindi, xv-xxxviii. Helga Kress. „Bækurog „kellingabækur": Þáttur (íslenskri bókmenntasögu". Speglanir: Konur í íslenskrí bókmenntahefð og bókmenntasögu: greinasafn. Reykjavík: Háskóli Islands, Rannsóknastofa í kvennafræðum, 2000. 85-119. Reynir Þór Eggertsson. „The Griselda Story: The Transformation from „the Patient Griselda" to „Gríshildur the Good" in lcelandic Tradition". Fyrirlestur fluttur á ráðstefnunni The 13th International Saga Conference 2006 í Durham, Bretlandi. 4. mars 2011 <http://www.dur.ac.uk/ medieval.www/sagaconf/reynir.htmx Warner, Marina. From the Beast to the Blonde: On Fairy Tales and Their Tellers. New York: Farrar, Straus and Giroux, 1994.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.