Börn og menning - 01.09.2011, Blaðsíða 9
samhliða á mörgum tungumálum. í bókinni
Skrímslapest birtast tvær fyrri skrímslabækur
í myndum þar sem skrímslin lesa hvort
fyrir annað. Áslaug bregður á það ráð að
teikna texta inn á bókarkápurnar á þann
hátt að vísað er í verkin án þess að titillinn
sé læsilegur. Myndirnar á kápunum fá því
aukið vægi og undirstrika í leiðinni hvað
myndmálið er mikilvægt í alþjóðlegum
tjáskiptum. Áslaug leikur sér hér líka með
sjálfsöguformið (metafiction) því myndin
minnir á höfundana og önnur verk þeirra.
Þau eru innlimuð í þessa sögu og búa til
samtal við fyrri skrímslabækurnar.
Mannleg skrímsli 9
skýran hátt sem allir skilja. Það er dirfska
í framsetningu efnisins og tilfinningar fá
áþreifanlegt form. Myndmálið gegnir
veigamiklu hlutverki og kallast vel á við
textann. Vandvirkni og frásagnargáfa
höfundanna skilar sér svo sannarlega alla
leið til lesenda. Ég hvet ykkur til að kíkja
nánar í þessar bækur og skoða myndmálið
gaumgæfilega því það leynast verðlaun á
hverri síðu.
Höfundur er teiknari
kóngulær ímyndunaraflsins um blaðsíður í
skjóli myrkurs, og ýkjusögur litla skrímslisins
koma því í hin mestu vandræði. Skrímslin
skiptast á að vera í aðalhlutverki og á
þessum tveimur opnum sem hér sjást úr
bókinni Skrímsli í heimsókn er komið að
stóra skrimslinu að segja frá. Myndirnar segja
meira en mörg orð um líðan þess.
Áslaug notar myndbyggingu, hlutföll, liti
og form til að miðla atburðarásinni og
tilfinningum persónanna til jafns við textann.
Textinn verður oft hluti af myndinni þar sem
Áslaug leikur sér með uppsetningu hans,
stærð og leturtegundir út frá framvindu
sögunnar hverju sinni. Stundum skapast
skemmtileg víxlverkun þar sem texti og
myndir skiptast á um að miðla upplýsingum.
Áslaug hefur oft notað texta inn ( myndir
sínar en í skrímslabókunum hefur hún þurft
að taka tillit til þess að þær eru prentaðar
þe8>r stóra skrimslið vaknar
kvartar það strax:
~Mér
^ les ég ævintýri.
- Bækur eru
'iviitieibinieifSr,
h"ussar stóra skrlmslið. ’
~ Ég vil h°rfa á hasarmynd!
Svo hlustar það á alla söguna
og heimtar að ég lesi meira.
Tilfinningar fá áþreifanlegt form
I bókinni Skrimslapest má sjá hvernig óþol
litla skrímslisins stigmagnast. Litla skrímslið
hefur fært stóra skrímslinu hressingu, sungið
fyrir það og lesið kunnuglega bók, viðrað
sængina, spilað á spil og poppað fyrir stóra
skrímslið. En stóra skrímslið er vanþakklátt og
þykist alltaf vilja eítthvað annað. Að lokum er
litla skrímslinu nóg boðið og tilfinningar þess
eru sýndar i textalausri opnu. Orð eru óþörf.
Sálfræðilegt innsæi höfunda skrímsla-
bókanna er mikið og þeir taka á erfiðum
aðstæðum er tengjast mannlegum sam-
skiptum og breyskleika. Áslaugu tekst að
miðla hugmyndum þeirra á táknrænan og