Börn og menning - 01.09.2011, Blaðsíða 20

Börn og menning - 01.09.2011, Blaðsíða 20
Börn og menning faðir hennar átti gistiheimili og hún giftist skraddara. Tréskurðarmynd af henni eftir Ludwig Emil Grimm birtist fyrst I annarri útgáfu Grimmsævintýra árið 1819. í þriðju útgáfu safnsins, frá árinu 1837, ber myndin af Viehmann ekki lengur nafn hennar heldur heitið „Marchenfrau" eða „Sagnakerling". Árin 1823 og 1826 komu Grimmsævintýri út í enskri þýðingu Edgars Taylor með myndskreytingum eftirskopmyndateiknarann fræga George Cruikshank. Á forsíðu seinna bindisins var prentuð teikning Cruikshanks af Gammer Grethel, eða gömlu kerlingunni Grétu sem situr við arineldinn og segir börnunum sögur. Taylor sendi Grimmsbræðrum þýðingar sínar og bræðurnir voru afar hrifnir af teikningum Cruikshanks, en mæltu þó með að hann notaði myndina sem bróðir þeirra, Ludwig Emil, hafði gert af Viehmann, „klárri þýskri" konu sem ætti eflaust eftir að höfða til breskra lesenda. Árið 1839 gaf Taylor út nýja og endurbætta útgáfu af sögusafni sínu með teikningum Cruikshanks og Ludwigs Emils. Þessi nýja útgáfa bar heitið Gammer Grethel og bókin hverfist um sögukerlinguna. Forsíðumynd Cruikshanks af kerlingunni við arineldinn er felld inn í textann þar sem sagt er frá Gömlu Grétu, heiðarlegri og skapgóðri bóndakonu ( Þýskalandi sem kann allar skemmtilegu sögurnar og býður börnunum í sveitinni heim til sín á jólunum til að segja þeim sögur. Viehmann breytist í þessari bók í hina þjóðsagnakenndu Gömlu Grétu. I formála að bókinni tilkynnir Taylor lesendum að Gamla Gréta hafi verið til í raun og veru, Frau Viehmannin, eiginkona kotbónda í Hessen-Kassel. Hann endurprentar svo tréristu Ludwigs Emils af Viehmann og er myndin titluð „Portrett af hinni raunverulegu Gammer Grethel". Kerlingabækur I Evrópu á nítjándu öldinni var það talið merki um sannleika og trúverðugleika þjóðsagnanna að þær kæmu frá konum, helst ólæsum sveitakerlingum. En á íslandi virðist þessi hugmynd um sögukerlinguna ekki hafa náð að festa rætur, og sögur sem sagðar eru af karlmönnum, sérstaklega menntuðum karlmönnum, eru taldar merkilegri og vandaðri en sögur sem sagðar eru af konum. Helga Kress fjallar um hugtakið „kerlingabækur" í grein sinni „Bækur og „kellingabækur" sem birtist fyrst í Tímariti Máls og menningar árið 1978. Helga rekur hvernig þetta hugtak hefur verið notað á (slandi yfir lélegar bækur og léleg rit í gegnum tíðina: Við það að vera kennd við kerlingu fá þessi orð merkinguna frásögn sem ekki er takandi mark á. Frá upphafi (slands byggðar hafa kerlingar nefnilega haft orð á sér fyrir að vera bæði heimskar og kjöftugar, - nægir í því sambandi að minna á ýmsar lýsingar á þeim í fornsögum. (Helga Kress, 91) Helga vísar í greininni sérstaklega til formála Guðbrands Vigfússonar að þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar þar sem orðið „kerlingabók" er samheiti fyrir „kreddur", þær þjóðsögur sem seinast var farið að safna og handritasafnarinn Árni Magnússon hirti ekki um. Guðbrandur hefur blendnar skoðanir á kerlingabókum. Guðbrandur var einn helsti íslenskufræðingur 19. aldarinnar, starfaði lengst af ( Bretlandi og á, ásamt Richard Cleasby, heiðurinn af fyrstu íslensk-ensku orðabókinni. Guðbrandur lýsir í formálanum tilurð þjóðsagnasafns Jóns. Hann segir frá Grimmsbræðrum í Þýskalandi og Asbjomsen GAMMER GRETHEL. WHO SHE WAS AND WHAT SHE DID. Oammbr Grbthbl waa an honcst, good-humourcil farmer’s wife, who, a while ago, livcd far off in Germany. She knew all the good atorica that wcrc told in that conntry; and cvcry evening about Christmas time the boya and girl$ of thc neighbourhood gathcrcd round hcr to hear her tell them some of her budget of strange storica. og Moe í Noregi og harmar það hve langur aðdragandinn að þjóðsagnasöfnun hefur orðið á (slandi ólíkt flestum öðrum siðuðum löndum. Hann segir síðan hreint og beint að þessi söfnun sé tilkomin vegna þrýstings frá meginlandinu.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.