Börn og menning - 01.09.2011, Blaðsíða 17

Börn og menning - 01.09.2011, Blaðsíða 17
Skrímslin bak við tjöldin 17 Þó fyrir að skrímslabækurnar hafi sópað til sín verðlaunum þá hefur lítið verið um fræðilega umfjöllun. Er myndabókin ekki hátt metin? Barnabækur eru almennt ekki hátt metnar hér á landi. Ég held að það haldist í hendur við viðhorf okkar til barna. Islendingar eru duglegir að eiga börn en ekkert sérlega duglegir að hugsa vel um þau. Það er hvorki nógu fínt né áhugavert og samfélagið gerir ekki ráð fyrir löngum stundum fjölskyldunnar saman. Þetta á bara að reddast eins og annað. Þar af leiðir að menning fyrir börn þykir hvorki fín né áhugaverð nema í þröngum hópi sérfróðra. Samt hafa allir verið börn og flestir eiga börn. Ég finn mun á áhuga og umfjöllun eftir löndum. Nú hef ég samanburðinn með sömu bækurnar í nokkrum löndum. Eina landið þar sem ástandið er verra en á íslandi eru Færeyjar þar sem er ekki skrífað um neinar bækur. Dómarnir í Svlþjóð hafa verið allt annað mál. Yfirleitt fáum við nokkrar greinar, og tvisvar ef ekki þrisvar hafa bækurnar verið teknar fyrir í þættinum Gomorron Sverige í morgunsjónvarpinu. Svíarnir taka barnabækur alvarlega, en Kalle gagnrýnir umfjöllunina út í eitt og hefur skrifað í blöðin að engin umræða sé um barnamenningu í Svíþjóð. Hann veit ekki hvernig þetta getur verið! Svíar eru samt búnir að fara ( gegnum svipað ferli og (slendingar eru að stefna í með skólabókasöfnin. Þar var skorið mikið niður eftir að skólareksturinn var fluttur til sveitarfélaganna, og auðvitað voru söfnin sett út ( kuldann. Bækurnar fengu í besta falli horn ( skólastofunni og enginn bókasafnskennari var starfandi. Núna er verið að reyna að hysja upp starfsemina aftur. Það er ótrúlegt að nú eigi að fara þessa leið hér á landi þrátt fyrir allar rannsóknirnar sem sýna fram á gagnsemi skólabókasafna. Mjög sorglegt. Nú eru skrímslin á leiðinni upp á svið hjá Þjóðleikhúsinu í vetur. Hafa þau tekið vel í það? Já, þau fá að hreyfa sig. Það er alltaf voða gott að fá að teygja úr sér. Þau fá ákveðnari raddir og fá kannski að syngja. Ég var beðin um að skrifa leikrit um skrímslin og lagði upp hugmynd sem þótti svo viðamikil að ég var spurð hvort ég vildi ekki hafa þetta þrjú leikverk! Það fannst mér nú vel í lagt. En ég tók athugasemdina nógu alvarlega til þess að halda mig við þrjár fyrstu bækurnar og það er efnið sem unnið er með í þessari sýningu. Þú ert með tvo karlleikara? Já, þeir eru búnir að fara aðeins yfir efnið. Ég hlakka geysilega til að sjá skrímslin lifna við. Það getur enn svo margt breyst á síðustu metrunum. Mínar hugmyndir voru fyrst að hafa búningana létta og stílfærða, en það tekur enginn undir það. Fólk vill bara skrímslin úr bókunum! Sem myndlistarmaður að vinna verk fyrir leikhús, vinnur þú út frá sjónrænni upplifun á sviðinu eða texta bókanna sem þú ert að nota? Ég held að ég grauti þessu saman. Þegar ég skrifa handrit að leikriti finnst mér að það sé meira textinn og tilfinningin, þaðan fer ég svo í það myndræna. Það er einfaldlega eins og vinnuferlið er: ég byrja ekki á því að skella upp hálfri leikmynd og skrifa svo inn ( hana, - góð hugmynd annars! En auðvitað sé ég fyrir mér sviðið og það sem til þarf. Mynd í huga kveikir orð. Ég verð líka fyrir gríðarlegum áhrifum frá ýmsu sjónrænu þegar ég er að skapa almennt. Þangað sæki ég innblásturinn. Og yfirleitt sé ég fyrir mér bækurnar áður en ég skrifa þær. Ég held að það sé eins í öllum mínum bókum. Ég þarf að ákvarða hvaða „hitastig" á að vera í bókinni. Ekki heitt eða kalt heldur á tilfinningaskalanum, hvernig stemning á að vera við lesturinn. Það er að skapa einhverjar tilfinningar, hvort það er eitthvað notalegt eða hættulegt eða innilegt eða spennandi. Allt lýsingar á afmörkuðum heimi í myndum og máli. Sama gildir um leikhúsið, ég sé fyrir mér sviðið og það sem gerist þar, vinn ekki bara með orðin. En leikritunin er svo ekki nema leiðin hálf. Ef ekki koma til góðir listamenn meðal leikara og leikstjóra verður lítið úr verkinu. Ég hef verið svo heppin að vinna með góðu fólki í leikhúsinu, og fæ alltaf jafn mikið út úr því að fylgjast með fagfólki að verki.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.