Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 2

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 2
Aðalfundur 1999 Fundargerð aðalfundar sem haldinn var 20. mars 1999. 60. aðalfundur SFR var haldinn í fé- lagamiðstöðinni að Grettisgötu 89, laugardaginn 20. mars. Áður en fundurinn var formlega settur söng kór SFR nokkur lög við góðar undir- tektir. Fundarstjórar voru þau Eiríkur Flelgason og Sigríður Kristinsdóttir en ritarar Gréta Sigurðardóttir og Þorleifur Óskarsson. Var fundargerð síðasta aðalfundar borin upp og var hún samþykkt samhljóða. Jens Andrésson, formaður SFR, flutti skýrslu stjórnar. Helstu atriði sem hann tæpti á voru sem hér seg- ir: Fundur nýkjörinnar stjórnar árið 1998 var haldinn 6. maí og þá skipti hún með sér verkum. Stjórnarfundir á árinu voru 20 talsins. Þar að auki hélt svo stjórnin tvo svokallaða starfsdaga. Markmiðið með þeim er að gefa stjórnarmönnum tóm til að fara með skipulögðum hætti yfir stefnu- og baráttumál félagsins og leggja línurnar fyrir starfið á kom- andi árum. Formaðurinn sagði að skipulag félagsins hefði verið með svipuðum hætti í fjöldamörg ár og gefið góða raun. Þungamiðjan væri trúnaðar- mannaráðið og núverandi stjórn hefði lagt ríka áherslu á að efla trúnaðarmenn í starfi, m.a. með námskeiðum og fræðslufundum. Þá gat hann þess að félagið hefði löng- um skipst upp í þrjár megineiningar, tækni-, skrifstofu- og heilbrigðishóp. Með nýja launakerfinu hefði orðið nokkur breyting hér á. Nú væri hver stofnun í rauninni skoðuð sem sér- stök eining með sinn stofnanasamn- ing. Hér eftir yrði megináhersla lögð á vinnuna í samstarfsnefndunum og á stuðning við þá trúnaðarmenn sem í þeim ættu sæti. Formaðurinn rakti gang mála og nokkrar nýjungar á þessu sviði. Rekspalarnámskeiðin urðu tíu talsins á skólaárinu 1997-98, hátt í 250 fé- lagsmenn sátu þau á þeim vetri og um 20 kennarar komu við sögu. Haustið 1998 var svo áfram haldið á sömu braut. Viðhorfskannanir, form- legar og óformlegar, bentu ótvírætt til þess að mikil ánægja væri með þetta framtak. Verulegur áhugi væri líka á því að hér yrði ekki látið stað- ar numið - heldur þvert á móti skipulögð framhaldsnámskeið. Það væri m.a. vilji þorra þeirra félags- manna, sem þegar hefðu komist á rekspöl, að símenntun verði sjálf- sagður hluti af starfsumhverfi þeirra. Þá væri og Ijóst að forstöðumenn stofnana og trúnaðarmenn félagsins legðu þunga áherslu á að í boði væri símenntun á ýmsum þeim svið- um sem væru á dagskránni á rek- speli. Þá greindi Jens frá því að SFR hefði tekið að sér umsjón með starfsnámi stuðnings- og meðferðar- fulltrúa frá og með haustinu 1998. Þar væri um að ræða reglubundin námskeið, annars vegar grunnnám en á hina síðuna framhaldsnám. Síðan fór formaðurinn nokkrum orðum um þróunar- og símenntun- arsjóð sem tók til starfa árið 1998. Tilgangur sjóðsins væri að auka sí- og endurmenntun starfsfólks. Nú þegar fjármagnaði sjóðurinn m.a. rekspalarnámskeiðin. Einnig hefði verið úthlutað styrkjum til einstakra Ábyrgðarmaður: Jens Andrésson Ritnefnd: Birna Karlsdóttir, Jan Agnar Ingimundarson, Eyjólfur Magnússon og Sigríður Kristinsdóttir Umsjón: Árni St. Jónsson og Jóhanna Þórdórsdóttir Umbrot: Blaðasmiðjan Prentun: Hjá GuðjónÓ Sími: 562-9644. Bréfasfmi: 562-9641 Skrifstofa SFR er á Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, opið 8-16. Símatími: 9-16 Jens Andrésson formaður og Árni Stefán Jónsson framkvæmdastjóri eru með símatíma kl. 9-10 Netfang: framkvæmdastjóri: arni@sfr.bsrb.is formaður: jens@sfr.bsrb.is Efnisyfirlit Aðalfundur 1999................................................2 Afmælisárið....................................................4 Nafnlaunabreytingar og kaupmáttarþróun síðastliðinn áratug.....6 Starfsmenntunarsjóður..........................................6 Launamálaráð...................................................7 Útgáfumál......................................................8 Heimasíða......................................................8 Erlent samstarf................................................9 Starfsmenntun - endurmenntun - símenntun......................10 Kvennakór SFR.................................................12 Rekstur skrifstofu SFR........................................12 Stjórn og starfsmenn..........................................13 Starfsgreinaráð...............................................14 Starfsnefnd LSR...............................................14 Þróunar- og símenntunarsjóður SFR.............................15 Genfarskólinn.................................................15 Lífeyrisþegadeild SFR.........................................16 Styrktar- og sjúkrasjóður SFR.................................16 Orlofsmál.....................................................17 Réttindanefnd BSRB............................................18 Lífeyrissjóðsmál..............................................18 Fulltrúar SFR í stjórnum, nefndum og starfshópum innan BSRB..19 Ályktanir aðalfundar SFR 1999.................................20 Stjórn, nefndir og ráð SFR....................................22 Trúnaðarmannaráð og trúnaðarmannafræðsla......................24 Frá menningar- og skemmtinefnd................................25 Fræðslunefnd..................................................25 Vinnustaðir félagsmanna SFR...................................26 2 Félagstfðindi - mars 2000

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.