Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 15

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 15
Skýrsla sljómar SFR 1 9 9 9 H1 Þróunar- og símenntunarsjóður SFR Rétt er að rifja aðeins upp tilgang og markmiðið með þróunar- og símenntunarsjóðnum þar sem um tiltölulega nýjan sjóð er að ræða. I kjarasamningunum 1997 var samið um að komið yrði á laggirnar sjóði sem fékk nafnið þróunar- og símenntunarsjóður SFR. Atvinnurek- endur skulu greiða til sjóðsins sem svarar til 0,28% af heildarlaunum starfsmanna. Markmiðið með sjóðn- um kemur best fram í upplýsinga- bæklingi sem stjórn sjóðsins gaf út og sendur var til allra þeirra stofn- ana sem SFR félagar starfa hjá. Þar segir: „Markmiðið með sjóðnum er að styrkja stofnanir og starfsmenn þeirra með auknum möguleikum á mark- vissri sí- og endurmenntun. Með tilkomu sjóðsins opnast leiðir fyrir stjórnendur stofnana til að sníða námskeið og starfsnám að þörfum starfsmanna sinna og stofn- unar. Sjóðurinn gefur aukna mögu- leika fyrir stjórnendur til að vinna markvisst að framtíðarsýn og settum markmiðum. Með því að skipuleggja nám starfsmanna er hægt að undir- búa starfshópinn fyrir breytingar í vinnuumhverfinu og hægt að auka færni hans og þekkingu á markviss- an hátt. Eða með öðrum orðum; það er hægt að vera samstíga þeirri öru þróun sem á sér stað í hinu sí- breytilega starfsumhverfi samtím- ans." Á árinu voru veittir styrkir til alls 16 verkefna og má þar m.a. nefna styrki vegna námskeiða Ríkisspítal- anna, Fangavarðafélags fslands, Fé- lags umsjónarmanna, Háskóla fs- lands og Þjóðleikhússins. í stjórn sjóðsins eru Guðmundur H. Guðmundsson og Ásgeir Kristins- son sem skipaðir eru af hálfu ríkisins og Lára Hansdóttir og Árni St. Jóns- son skipuð af hálfu SFR. Genfarskólinn Genfarskólann er vettvangur norrænna verkalýðsfélaga til þess að efla félags- menn sína í alþjóðlegu samstarfi. Á síðast- liðnu ári sótti gjaldkeri SFR, Birna Karlsdóttir, þennan skóla sem er starfræktur í nánu samstarfi við ILO (Alþjóðlegu vinnumála- stofnunina) sem er ein af stofnunum Sam- einu þjóðanna. Ásamt því að efla og styrkja norrænt samstarf á þessu sviði, er alþjóð- lega vinnumálaráðstefnan, sem haldin er í Genf í Sviss í þrjár vikur á hverju ári, aðal- viðfangsefni skólans. Einn liður í starfi skólans er heimsókn til PSI, en það eru alþjóðasamtök opinberra starfsmanna sem hafa höfuðstöðvar sínar í Ferney í Frakklandi. Þar tók á móti hópnum fulltrúi PSI, Hans Engelberts, General Secret- ary PSI, og sagði frá ýmsum þáttum í starf- semi PSI; þ.á.m. baráttu gegn barnaþrælkun en það málefni var einmitt eitt af þeim mál- um sem efst voru á baugi á ILO ráðstefn- unni. Hans Engelberts og Birna Karlsdóttir sýna nemendum við Genfarskólann veggspjald sem PSI hefur gefið út til styrktar baráttu gegn barnaþrælkun. Félagstfðindi - mars 2000 15

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.