Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 11

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 11
Skýrsla stjórnar SFR 19§9IH Starfsmennta- námskeiðið rek- spölur hefur notið mikilla vinsælda hjá félagsmönnum. Þessi mynd er tekin á einu slíku sem haldið var á Akureyri. sérsniðinn fyrir þann hóp sem þau sækir og fer því eftir samsetningu hópsins hverju sinni. Þá hefur Sjúkrahús Reykjavíkur ákveðið að bjóða sínum starfsmönn- um upp á "Lykil", sambærilegt námskeið og er á Ríkisspítölum. Er það gert í samstarfi við Starfs- mannafélag ríkisstofnana og Starfs- mannafélag Reykjavikurborgar. Starfshópur skipaður fulltrúum sýslumanna og starfsmanna í SFR hefur sl. starfsár unnið að því að koma á fót starfsnámi/námskeiðum sem tækju sérstakt mið af starfsemi og þörfum sýslumannsembættanna. Endurmenntunarstofnun H.í. var fengin til samstarfs og nú liggja fyrir drög að 60 stunda námskeiði. Meg- ináhersla verður m.a. lögð á stöðu sýslumannsembættanna, símsvörun, þjónustu, árangursríka liðsheild, upplýsingaöldina og árangursstjórn- un. Félag umsjónarmanna hjá ríkis- stofnunum hefur einnig staðið fyrir námskeiðum. Um 50 umsjónarmenn sóttu tvö námskeið sem haldin voru í samvinnu við Iðntæknistofnun. Á þeim var megináhersla lögð á ýmis tæknileg atriði sem snúa að starfi þeirra. Þá var einnig skipulagt nám- skeið í samvinnu við Tölvuskóla Reykjavíkur þar sem áhersla er lögð á kostnaðar- og áætlanagerð. Það námskeið stendur yfir um þessar mundir og 30 umsjónarmenn sem sitja það. Fyrirhugað er að skipu- leggja annað slíkt námskeið í sam- vinnu við Menntaskólann á Akureyri fyrir umsjónarmenn á landsbyggð- inni. Starfsnám stuðnings- og með- ferðarfulltrúa var í boði víða um land sl. starfsár. í Reykjavík voru haldin tvö grunnnámskeið og út- skrifuðust 46 nemendur af þeim námskeiðum. Um þessar mundir er framhaldsnámskeið í gangi í Reykja- vík og eru nemendur 31 talsins. Námskeiðin í Reykjavík hafa sótt stuðnings- og meðferðarfulltrúar frá Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuð- borgarsvæðinu. Grunnnámskeið var haldið á (safirði og útskrifuðust 20 nemendur af því. Fyrirhugað er að halda framhaldsnámskeið þar nú á vorönn. Einnig hafa verið námskeið á Akureyri, Austurlandi og Norður- landi vestra sem félagsmenn SFR hafa sótt ásamt félagsmönnum ann- arra stéttarfélaga. Unnið að frekari þróun rekspalar (lokin er rétt að geta þess að hafin er undirbúningsvinna að uppsetn- ingu og efni fyrir "Rekspöl II", því þrátt fyrir að námskeið inni á stofn- unum hafi færst mjög í vöxt er ein- dreginn vilji fyrir því að rekspölur verði áfram flaggskipið í símenntun- arstefnu SFR, sem vettvangur þar sem boðið er upp á fjölþætt, nyt- samlegt og nútímalegt símenntunar- efni fyrir félagsmenn að ógleymdum tækifærum til að kynnast og blanda geði við aðra SFR-inga sem starfa á margbreytilegum vettvangi opin- berrar þjónustu. Það er ekki einungis það að gaman sé að koma svona saman, heldur fylgir því einnig (sam)félags- legur ávinningur. Fólk fær tækifæri til að bera saman bækur sínar og á þann hátt eykst upplýsingaflæðið og skilningur á því veigamikla og fjöl- þætta hlutverki sem opinberir starfs- menn gegna í samfélaginu. Félagstíðindi - mars 2000 11

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.