Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 10

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 10
Skjrsla stjórnar SFR 1999 Starfsmenntun - endurmenntun - símenntun Starfsmannafélag ríkisstofnana hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að félagsmenn ættu þess kost að sækja símenntun til að efla sig í starfi með gagnkvæman hag starfsmanns og vinnustaðar í huga. Rekspölur hefur gegnt mikilvægu hlutverki í símenntunarmálum og eftir að samið var um þróunar- og símenntunarsjóð í síðustu kjara- samningum hafa stofnanir átt möguleika á að halda námskeið sem eru sérstaklega aðlöguð starfsmönn- um viðkomandi vinnustaðar. 30 rekspalarnámskeið haldin á undanförnum árum Á vormisseri 2000 verða haldin síð- ustu rekspalarnámskeiðin sam- kvæmt samningunum frá 1995 og verður að þeim loknum birt ítarlegt yfirlit yfir námskeiðin, rekstur þeirra og mat þátttakenda á þeim. Aðsókn hefur verið jöfn og mikil, en árið 1999 voru haldin tíu námskeið, fjögur á haustmisseri og sex á vormisseri. Þátttakendur hafa getað valið um mismunandi tímasetningar á námskeiðunum, svo sem fyrir eða eftir hádegi, hraðferð þar sem kennt hefur verið um helgar (en sú tíma- setning hefur einkum hentað vel fyrir félagsmenn utan af landi sem sótt hafa námskeiðið til Reykjavíkur) og síðast en ekki síst tvískiptingu, þar sem tveggja vikna hlé er gert á námskeiðinu miðju. Er skemmst frá því að segja að það námskeið fylltist fyrr en varði og varð að færa nokkra til á önnur rekspalarnámskeið á vor- önninni. Sérsniðin námskeið í anda rekspalar Mjög hefur færst í vöxt að skipu- lögð hafa verið námskeið með "rekspalarsniði" fyrir starfsmenn einstakra stofnana og hefur það mælst vel fyrir, bæði hjá þátttakend- um og forstöðumönnum stofnana. Með þessu móti er hægt að sér- sníða námsefni sem hentar hverri stofnun fyrir sig. Á sl. hausti var efnt til fjögurra slíkra 60 tíma námskeiða fyrir starfs- menn ÁTVR og sóttu þau yfir 80 manns. Þar var sérstök áhersla lögð á vínfræði og þjónustu við viðskipta- vini, auk þess sem fjallað var um mannleg samskipti yfirleitt og efnt til kynninga á Netinu. Stjórnendur ÁTVR gera sér glögga grein fyrir gildi símenntunar starfsmanna og hafa unnið að því, í samráði við starfsfólk, að gera hana að hluta af virkri starfsmannastefnu fyrirtækis- ins. Þannig er t.d. þegar hafinn und- irbúningur að 80 tíma námskeiði á komandi hausti þar sem boðið verð- ur upp á ýmiss konar starfstengt efni og framhald af rekspeli I. Félagsmenn í Fangavarðafélagi íslands tóku sig til og komu á fót fjórum námskeiðum í anda rekspal- ar. Námskeið voru haldin í Fjöl- brautaskólanum á Selfossi og í Mjóddinni í Reykjavík. Þar var m.a. lögð sérstök áhersla á verkstjórnar- lega þætti og rætt sérstaklega um ýmis siðferðisleg úrlausnarefni sem eru snar þáttur í starfi fangavarða. Fangaverðir vinna flestir vaktavinnu og þurftu því að leggja þó nokkuð á sig til að sækja námskeiðin. Er skemmst frá því að segja að mæting þeirra var með því albesta sem sést hefur á námskeiðum undanfarin ár. Er Ijóst að fangaverðir eru fullir vilja til að vinna áfram að símenntunar- málum sínum. Þá voru haldin fjögur námskeið fyrir starfsfólk Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli nú í byrjun árs og gáfu þau góða raun. Þar var m.a. lögð áhersla á vöruþekkingu, svo sem vínfræði, svo og markaðssetn- ingu og sölutækni. Þess má geta að margir Fríhafnarstarfsmenn létu sig hafa það að mæta beint á nám- skeiðið af næturvakt! I undirbúningi er að halda fleiri námskeið af þessu tagi, þar sem starfsfólk ákveðinnar stofnunar tek- ur sig saman og námsefnið er mið- að jafnt við þarfir stofnunar og starfsmanna. Skýrt verður nánar frá þessum námskeiðum jafnóðum í Fé- lagstíðindum. Á Ríkisspítölum var þróað nám- skeið sem kallast "Lykill" og hafa tæplega 100 félagsmenn lokið þeim fjórum námskeiðum sem haldin voru sl. vetur. Um þessar mundir eru tvö námskeið í gangi á Ríkisspítöl- um. Þar er m.a. farið í markmið og starfsemi sjúkrahúsanna, starfsregl- ur, samskipti og þjónustu á heil- brigðisstofnunum og gæðastjórnun ásamt því að hluti námskeiðsins er 10 Félagstíðindi - mars 2000

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.