Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 16

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 16
Lífeyrisþegadeild SFR ILÍfeyrisþegadeild SFR eru um 750 félagsmenn. Störf deildarinnar árið 1999 voru nokkuð í sama farvegi og undanfarin ár. Fastir stjórnarfundir deildarinnar eru fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði nema yfir sumar- mánuðina júní - ágúst. Á þessum fundum eru ýmis mál rædd en aðal- lega þó mál er varða hag og af- komu aldraðra, öryrkja og þeirra sem minna mega sín í lífsbaráttunni. Einnig hefur töluvert verið rætt um hvernig auka megi þátt aldraðra í allskonar endurmenntun, þannig að þeir geti frekar notið hinnar öru tæknibyltingar þjóðfélagsins. Deildin hefur haldið sig við nokk- uð fastmótað vetrarstarf, sem er sviðaveisla í október, jólafundur í desember, þorrablót í janúar, skemmtifundur í mars, aðalfundur í apríl og sumarferð um Jónsmessu- leytið. Deildin sendir út um 6 tölublöð á ári af fréttablaðinu "Lífeyrisþeginn" til félaga sinna. Fréttabréf þetta er um starfsemi deildarinnar. Lífeyrisþegadeildin fær seint þakkað alla þá aðstoð og velvilja sem SFR sýnir henni, til dæmis við útgáfu fréttablaðsins, aðstoð við sumarferð og fleira. (tilefni 60 ára afmælis SFR var lífeyrisþegadeildinni boðið f ferð um Njáluslóðir. Farið var vítt og breitt um sagnagrundir, boð- ið upp á kaffihlaðborð í Njálsbúð og á eftir stiginn dans við harmonikku- leik. Um kvöldið var snætt í veit- ingahúsinu "Básnum". Veður var gott og að loknum góðum degi haldið heim á leið með glaðbeittan hóp. Fararstjóri í ferðinni var Jón Böðvarsson, auk þriggja annarra, en öllu var stjórnað af formanni félags- ins, Jens Andréssyni. Kunnum við honum, starfsmönnum og stjórn allri bestu þakkir fyrir. Stjórn deildarinnar er nú þannig skipuð: Aðalstjórn: Gróa Salvarsdóttir formaður Guðrún Jónsdóttir meðstjórnandi Kristinn Helgason varaformaður Marías Þ. Guðmundsson gjaldkeri Sigurður Ó. Helgason ritari Varastjórn: Bergljót Eiríksdóttir Olgeir Möller Sigurður Alexandersson Valgerður Hanna Jóhannsdóttir Valgerður Stefánsdóttir Félagar í Lífeyrisþegadeild SFR njóta sóiar í ferð um Njáluslóðir. sjúkrasjóður SFR Styrktar- og Aaðalfundi félagsins 1999 var ákveðið að stíga stórt skref og stofna styrktar- og sjúkrasjóð. Fyrir aðalfundinn var sérstök nefnd að störfum sem hafði það hlutverk að kanna grundvöll fyrir stofnun slíks sjóðs og koma með tillögur um reglugerð fyrir hann til að leggja fyr- ir aðalfundinn. Sjóðurinn er óvenju- legur að því leyti að enn sem komið er greiða atvinnurekendur ekki í hann, eins og í sjúkrasjóði á al- menna markaðinum, heldur ákveður aðalfundur framlag í hann úr félags- sjóði. Að þessu sinni samþykkti að- alfundurinn að leggja fram tíu millj- ónir króna. Þá var kosin stjórn fyrir sjóðinn og í henni eiga sæti Birna Karlsdótt- ir, Guðjón Steinsson, Guðrún ívars, Magnea Bjarnadóttir og Páll Svav- arsson. Varamaður var kosinn Silja Gunnarsdóttir. Á fyrsta fundi stjórnar var Páll Svavarsson kosinn formaður og Guðrún fvars ritari. Fljótlega fór stjórnin að vinna að úthlutunarregl- um og var í því sambandi ákveðið að leita til annarra félaga sem hefðu sjúkrasjóði og þar með reynslu af úthlutunum. Þar má nefna Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Póstmannafélag (slands. Stjórnin hélt alls 6 fundi þar sem mótaðar voru úthlutunarreglur og umsóknar- eyðublað hannað. Þegar þetta lá fyrir var hægt að hefja úthlutun úr sjóðnum og var miðað við að út- hlutað yrði frá og með 1. nóvember 1999. Starfsemin hefur farið hægt af stað en sjóðurinn hefur verið að afgreiða allt frá 10 og upp í 40 um- sóknir á mánuði. 16 Félagstfðindi - mars 2000

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.