Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 5

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 5
Skýrsla stjornar SFR 1999 Þrátt fyrir leiðinda- veður var mæting góð á fjölskyldu - skemmtunina sem SFR stóð fyrir í Laugardalnum í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. verið við að koma sýningunni á sem flesta vinnustaði þar sem nægjan- legt rými er fyrir hendi. Sýningin verður á ferðalagi fram á haust. Afmælisnefnd ákvað að halda eina stóra fjölskylduskemmtun á ár- inu. Var sú skemmtun haldin í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í Laug- ardal þann 19. júní síðastliðinn. Var þar boðið upp á þétta skemmtidag- skrá til að létta lund og gera sér dagamun og fjöldi listamanna kom fram um daginn. Eins og stöku sinnum gerist á sunnlensku sumri var fremur hráslagalegt þennan dag og veður ekki mjög hvetjandi til úti- vistar enda var tíðin rysjótt á þess- um tíma. Aðsókn var þó góð og sóttu rétt um 2000 gestir fjölskyldu- hátíðina. Nefndin stóð fyrir sérstakri hátíð- arsamkomu þann 20. nóvember síð- astliðinn. Til þeirrar hátíðar var boð- ið sérstaklega þeim sem eru að vinna að hagsmunamálum félags- manna og félagsins og þar í fyrir- rúmi voru trúnaðarmenn, auk nú- verandi og fyrrverandi starfsmanna SFR. Þar var kynnt sú nýbreytni að heiðra trúnaðarmann sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf í þágu félags- manna og félags. Fyrsti trúnaðar- maðurinn til að hljóta þann heiður er Jarmila Hermannsdóttir, Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins. Fjár- málaráðherra var boðið til samkom- unnar, auk samstarfsaðila, innlendra og erlendra. Hátíðarsamkoman var einkar vel heppnuð og steig fjöldi manns í pontu og listamenn skemmtu gestum. Ljósmynda- og sögusýningin, sem sett var saman í tilefni afmælisins, hefur verið á ferðalagi á milli vinnustaða félagsmanna SFR. Félagstfðindi - mars 2000 5

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.