Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 12

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 12
Konurí kvennakór SFR léttar í lund á aöal- fundi félagsins. Kvennakór SFR Kvennakór SFR var stofnaður í október 1991 og starfar frá 15. september til 15. maí ár hvert. í kórnum eru um 30 konur og fara æfingar fram á mánudögum kl. 16.30 - 18.30 að Grettisgötu 89. Efnisskrá kórsins er blönduð, ættjarðarlög í bland við dægurlög. Kórinn er aðili að Tónal (Tónlistarsambandi alþýðu) og tekur þátt í starfi þess. Árið I999 kom kórinn fram á aðalfundi SFR, afmælishátíðunum í júní og nóvember og hélt vortónleika í Vídalínskirkju í Garðabæ ásamt kór Orkuveitu Reykjavíkur. Auk þess var farið á sjúkrastofnanir fyrir jólin með jóladagskrá. Stjórn kórsins skipa: Sigríður Sigurðardóttir formaður, Guðrún B. Tómasdóttir gjaldkeri og Brynja Traustadóttir rit- ari. Kórstjóri er Páll Flelgason. Rekstur skrifstofu SFR Starfinu á skrifstofu félagsins má skipta í tvennt. Annars vegar er um að ræða það hefðbundna starf sem snýr að almennri þjónustu við félagsmenn og hins vegar sérstök verkefni sem bundin eru þeim mál- um sem helst eru í brennidepli á hverjum tíma. Þau verkefni sem má fella undir þjónustu við félagsmenn, eru hin hefðbundna skrifstofuvinna, útleiga á orlofshúsum, afgreiðsla úr hinum ýmsu sjóðum félagsins, svo sem starfsmenntunarsjóði, styrktar- og sjúkrasjóði og þróunar- og símennt- unarsjóði. Einnig og ekki síst af- greiðsla á öllum þeim aragrúa fyrir- spurna sem berast félaginu í formi símtala og tölvupósts. Þar má t.d. nefnda fyrirspurnir um kjaramál, rétt- indamál, samninga og lífeyrismál. Þjónusta skrifstofunnar er mjög víð- tæk enda kemur skrifstofan að öllum málum er varða félagið og verkefni þess. Nýlega var tekið upp á skrifstof- unni nýtt tölvuforrit til að halda utan um félagaskrá, orlofshúsin og úthlut- un þeirra, starfsmenntunarsjóð og sjúkrasjóð. Farin var sú leið, í samráði við önnur félög innan BSRB, að láta búa til nýtt forrit sérstaklega ætlað verkefninu. Eftir útboð var samið við Tölvumyndir um að annast það verk. Fyrir var til félagaforrit en það var löngu orðið úrelt og erfitt að láta það starfa með eðlilegum hætti. Þessar vikurnar er nýja félagaforritið að komast í fulla notkun og lofar það góðu. Annað sem var sérstakt við þetta ár var að SFR átti 60 ára afmæli á ár- inu. Eins og stundum áður hljóp Þór- arinn Eyfjörð undir bagga með okkur og var sérstaklega ráðinn til að sinna verkefnum sem tengdust afmælinu. Engin breyting varð á starfs- mannahaldi félagsins á árinu. Starfs- menn eru sem fyrr Guðlaug Sigurð- ardóttir skrifstofustjóri, Lilja Laxdal fulltrúi, Jóhanna Þórdórsdóttir upp- lýsinga- og fræðslufulltrúi, Árni St. Jónsson framkvæmdastjóri og Jens Andrésson formaður. Á skrifstofunni er einnig Þorleifur Óskarsson sagn- fræðingur, sem sérstaklega var ráð- inn til að skrifa sögu félagsins í tilefni af 60 ára afmælinu. Þótt Þorleifur hafi eingöngu verið ráðinn til tveggja ára til að skrifa sögu félagsins, þá hefur hann létt undir með okkur í ýmsum öðrum verkefnum á árinu. 12 Félagstfðindi - mars 2000

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.