Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 25

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.2000, Blaðsíða 25
Menningar - og skemmtinefnd stóð fyrir jóiatrésskemmtun fyrir börn féiagsmanna í samvinnu við Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar. Skemmtunin var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og þótti takast með ágæt- um. Frá menningar- og skemmtinefnd Starf nefndarinnar var með nokk- uð hefðbundnum hætti á árinu. Tekist hefur að koma á nýju fyrir- komulagi varðandi afslátt á sýningar hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhús- inu og er það nú mun betra en áður og skilar félögum góðum afslætti. Haustlitaferðin sem nefndin hugðist standa fyrir og undirbjó var ekki farin vegna ónógrar þátttöku. Á jólaföstu stóð nefndin fyrir skreytinganámskeiði. Það var haldið í félagamiðstöðinni á Grettisgötu 89. Kara Jóhannesdóttir blóma- skreytir var fengin til að leiðbeina þeim fjölmörgu er námskeiðið sóttu. Kvöldið þótti takast afar vel og margar glæsilegar skreytingar urðu til. Þá stóð nefndin fyrir jólatrés- skemmtun fyrir börn félagsmanna í samvinnu við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Skemmtunin var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og þótti takast með ágætum. Allir miðar sem í boði voru seldust og fengu færri en vildu. Reiknað er með að framhald verði á þessari skemmtun og mun nefndin gera sitt besta til að allir sem vilja geti fengið miða næst. Nýársfagnaður fyrir stjórn og nefndir var haldinn 14. janúar og tókst vel að vanda. Fræðslunefnd I^lok maí 1999 gekkst fræðslunefnd fyrir nám- skeiði í ákveðniþjálfun fyrir konur og var Stein- unn Harðardóttir leiðbeinandi. Fyrir trúnaðar- menn sem sótt höfðu námskeiðið "Samstíga til framtíðar I" var boðið upp á námskeið í sam- skiptum, tjáningu og ræðuflutningi og var Krístín Á. Ólafsdóttir leiðbeinandi. Það námskeið var haldið í samvinnu SFR. og St. Rv. Ekki hefur verið nægilega góð aðsókn á þessi námskeið. Starf fræðslunefndar SFR hefur verið að breytast undanfarin ár. Nú er lögð meiri áhersla á fræðslu fyrir trúnaðarmenn, svo og fyrir stjórn og þá sem starfa í nefndum fyrir félagið. f maí 1999 var boðið upp á námskeið í undir- stöðuatriðum í að skrifa góða grein. Leiðbein- endur voru Guðlaug Guðmundsdóttir og Baldur Sigurðsson. Fræðslunefnd skipuleggur fræðslumorgna fyrir trúnaðarmannafundi og velur fræðsluerindi fyrir þá fundi. f samvinnu við Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar (St. Rv.) hefur fræðslunefndin haldið trún- aðarmannanámskeið undir nafninu "Samstíga til framtíðar". Nú er að hefjast framhaldsnámskeið, "Samstíga til framtíðar II" (sjá nánar kafla um trúnaðarmannaráð og trúnaðarmannafræðslu). Jóhanna Þórdórsdóttir hefur annast alla fram- kvæmd þessara námskeiða fyrir hönd SFR, í sam- vinnu við fulltrúa St. Rv. Jóhanna er starfsmaður nefndarinnar og situr fundi hennar. Félagstfðindi mars 2000 25

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.