Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.12.2004, Side 2
Er stöðug-
leikanum ógnað?
Umræður um launamál og samanburður á launum
ríkisstarfsmanna annars vegar og launum á almenna
markaðinum hins vegar er vinsælt umræðuefni
þessa dagana. Þar er gjarnan staðhæft að ríkisstarfs-
menn, faglærðir sem ófaglærðir, hafi fengið rífleg-
an skerf af hinu efnahagslega góðæri síðustu ára,
umfram starfsmenn á almenna markaðinum. Þessi
söngur hefur hljómað bæði úr herbúðum félaga
okkar í ASI, frá Samtökum atvinnulífsins og for-
svarsmönnum fjárlaganefndar Alþingis. I þessari
umræðu er þó oftar en ekki hallað réttu máli því
samanburðurinn er rangur. Það má segja að í þeim
samanburði sé verið að bera saman epli og appel-
sínur.
Staðreyndin er sú að sl.10 ár hafa kjarasamning-
ar stéttarfélaga starfsmanna ríkisins í meginatriðum
fýlgt þeim forsendum sem lagðar hafa verið til
grundvallar við gerð kjarasamninga á almenna
markaðinum. Sárafá frávik eru til og varða einkum
síðustu kjarasamninga framhaldsskólakennara og
lögreglumanna.
Störf félagsmanna SFR eru forsenda þess að hin
daglega stjórnsýsla ríkisins virki og í þeim eru kon-
ur í meirihluta. Meðaldagvinnulaun SFR félaga
fyrir þessi mikilvægu störf eru tæplega 160.000 kr.
á mánuði. Það væri fróðlegt að heyra ef talsmenn
hagsmunasamtaka í samfélaginu treystu sér til að
halda því fram að það myndi ógna stöðugleikanum
ef laun þessa hóps hækkuðu umfram þau viðmið
sem lögð hafa verið.
Meginkröfur SFR í samningaviðræðunum nú
eru að tryggður verði verulega aukinn kaupmáttur
launa og að lágmarkslaunin verði ekki undir
150.000 kr. Einnig er gerð sú krafa að óútskýrðum
launamuni kynjanna verði útrýmt. Samkvæmt
viðamikilli starfskjarakönnun, sem unnin var af Fé-
lagsvísindastofnun Fil fýrir heildarsamtök opin-
berra starfsmanna, kemur í ljós að karl í fullu starfi
er með 17% hærri laun á mánuði en jafnaldra kona
sem hefur sömu menntun, er í sambærilegu starfi
og með jafnlangan vinnutíma og karlinn. Er þetta
boðlegt árið 2004?
Loks er rétt að minna á að samkvæmt nýlegum
tölum eru starfsmenn ríkisins um það bil 19 þús-
und eða einungis ríflega tíundi hluti alls vinnuafls í
landinu. Því verður að telja að áhrif ríkisins á al-
menna launaþróun í landinu séu á köflum ofmetin
og fráleitt að halda því fram að launaþróun ríkis-
starfsmanna hafi á nokkurn hátt ógnað efnahags-
legum stöðugleika í landinu á undanförnum árum.
I því góðæri sem boðað er að framundan sé getur
það því ekki talist ógnun við stöðugleikann þó fé-
lagsmenn SFR fái verulegan ávinning í komandi
kjarasamningi við Fjármálaráðuneytið.
Jens Andrésson.
Jóla-
ball
SFR - stéttarfélag í al-
mannaþjónustu og Starfs-
mannafélag Reykjavíkur-
borgar halda sameiginlegt
jólaball þriðjudaginn 28.
desember kl. 16 í Súlnasal
Hótel Sögu. Hljómsveitin
Mistilteinn sér um að
halda uppi fjörinu með
dansi í kringum jólatréð,
söng og skemmtilegum
leikjum.Jólasveinar koma í
heimsókn.
Miðasala verður á
skrifstofu félagsins að
Grettisgötu 89, 3. hæð, frá
og með 13. desember.
Miðaverð 500 kr.
Veffrétta-
bréf SFR
SFR mun senda reglulega
út veffréttabréf í komandi
kjaraviðræðum með frétt-
um af gangi mála. Við
bendum félagsmönnum á
að hægt er að skrá sig fýrir
slíku fréttabréfi á forsíðu
www.sfr.is.
Félagstíðindi
Ábyrgðarmaður: Jens Andrésson
Ritnefnd: Birna Karlsdóftir, Jan Agnar Ingimundarson, Eyjólfur
Magnússon, Sigríður Kristinsdóttir og Valdimar Leó Friðriksson.
Umsjón: Arni St. Jónsson og Jóhanna Þórdórsdóttir.
Umbrot: Blaöasmiðjan Prentun: GuðjónO - vistvæn prentsmiðia
Skrifstofa SFR er 3. hæð ó Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.
Sími 525-8340. Bréfasími 525-8349.
Opið mónud.-fimmtud. 8-16.30, föstud. 8-16. Símatími 9-16.
Netfang sfr@bsrb.is
Veffang www.sfr.is m
w-
Pronlað olnl
Starfsmenn skrifstofu SFR
Árni Stefán Jónsson framkvæmdasgóri
Ásdís Omarsdóttir, afleysingar
Guðlaug Hreinsdóttir, sérhæfður fulltrúi
Guðlaug Sigurðardóttir sjóðstjóri
Lilja Laxdal verkefnastjóri
Jóhanna Þórdórsdóttir fræðslustjóri
Sverrir Jónsson verkefnatjóri
Stjórn SFR
Jens Andrésson fornraður
Ari BjörnThorarensen
Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir
Guðlaug Þóra Marinósdóttir
Guðrún Bjarnadóttir
Halldóra Guðmundsdóttir
Kolbrún Kristinsdóttir
Páll Svavarsson
Svala Norðdahl
Tryggvi Þorsteinsson
Valdimar Leó Friðriksson
arni@sfr.bsrb.is
asdis@sfr.bsrb.is
gulla@sfr.bsrb.is
gudlaug@sfr.bsrb.is
lilja@sfr.bsrb.is
j ohanna@sff.bsrb.is
sverrir@sfr.bsrb. is
jens@sfr.bsrb.is
arith@simnet.is
greta@landspitali.is
guUa@rf.is
gb@os.is
haUdgud@landspitali.is
kolbrun@ils.is
paUs@hafro.is
svala@listdans.is
iddi@vortex.is
umfa@simnet.is
2